Katrín hafi mátað sig við forsetann frá tilkynningu Guðna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. apríl 2024 18:46 Andrés Jónsson segist hafa heimildir fyrir því að Katrín hafi lengi legið undir framboðsfeldinum. Vísir/Samsett Andrés Jónsson almannatengill segir að samkvæmt sínum heimildum hafi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið að íhuga framboð til forseta Íslands frá því á nýársdag, þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti tilkynnti að hann byði sig ekki fram í þriðja sinn. Andrés var gestur í Pallborði dagsins ásamt Ólafi Harðarsyni, prófessor emerítus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og Helgu Völu Helgadóttur, lögmanni og fyrrverandi þingkonu. Allir gestir voru einhuga í því að Katrín byði sig og það bráðlega. Aðspurður hvers vegna Katrín hafi ekki þegar tilkynnt framboð sitt formlega segir Andrés að það sé gert til að hámarka líkur á kosningasigri. „Hún er náttúrlega að reyna að gera þetta á þann hátt að hún sé líklegt til að vinna. Svo vill hún skilja vel við. Bæði er það mikilvægt veganesti inn í kosningarnar. Að skilja ekki allt eftir í hönk. Að sama skapi er það líka hennar stíll að skilja vel við,“ segir Andrés. „Hún er aðeins farin að missa stjórn á atburðarásinni. Henni hefur tekist að halda þessu frekar úr umræðunni. Mínar heimildir herma að hún sé búin að vera að hugsa þetta frá því á nýársdag og máta sig við þetta og máta hverjir aðrir færu fram. Og í rauninni finna lausn á því hvernig hún gæti stigið frá borði og gert það vel,“ bætir hann við. Hann segist halda að það sé algjörlega útilokað að Katrín bjóði sig ekki fram og að það verði á morgun. Þurfti að staðfesta orð þingflokksmanns síns Helga Vala segir það helst vera Orra Páli Jóhannssyni, þingflokksformanni Vinstri grænna, að kenna að Katrín hafi misst stjórn á umræðunni varðandi framboð hennar. „Þingflokksformaður VG er eiginlega búinn að skúbba tvisvar, nú tvö kvöld í röð. Hún byrjaði á því að koma og segja: „Já, jú, hún er að íhuga þetta alvarlega,“ og Katrín kom svo daginn eftir og staðfesti orð þingflokksformannsins síns“ segir hún. „Katrín er búin að vera í stjórnmálum síðan 2002, þegar hún var í borginni. Hún hefur þau völd að vita að einn dagur til eða frá í þessu mun ekki skipta neinu máli um niðurstöðuna. Þannig hún getur ákveðið að gera þetta á sínum hraða. Hún hefur ekkert endalausan tíma en hún getur alveg boðað ykkur með kortersfyrirvara og tilkynnt þetta bara látlaust,“ bætir Helga Vala við. Stjórnarslit ekki gott veganesti inn í kosningar Ólafur Harðarson, prófessor emerítus við stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir jafnframt að hann telji líkurnar á því að Katrín láti sig vanta á kjörseðlunum í sumar hverfandi. „Það eina sem gæti hugsanlega leitt til þess að hún hætti nú á síðustu stundu við er að það væri ljóst að það myndi leiða til fullkomins óstöðugleika í íslenskum stjórnmálum, stjórnin myndi springa, allt fara í háaloft. Það væri ekki gott veganesti fyrir hana inn í kosningabaráttu,“ segir Ólafur „En ég hef enga trú á því að þetta gerist,“ bætir hann við. Forsetakosningar 2024 Pallborðið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þessi stjórn er ekki að fara að springa í dag“ Prófessor í stjórnmálafræði segir líkurnar á því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig ekki fram til forseta hverfandi. Eina sem gæti komið í veg fyrir það er ef ósætti er meðal ríkisstjórnarflokkanna um framboðið og möguleiki á að ríkisstjórnin springi. 4. apríl 2024 15:07 Segir mögulegt framboð Katrínar jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórn Þingmaður Pírata segir það jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina ef forsætisráðherra ákveður að fara í forsetaframboð. Hún segir það sýna mikið dómgreindarleysi að íhuga framboð sem forsætisráðherra og að ríkisstjórnin sé búin að gera skrípaleik úr því að stjórna landinu. 4. apríl 2024 12:57 Segir enga stjórnarkreppu í spilunum vegna framboðs Katrínar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gefur lítið fyrir orð Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda með að framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra muni leiða til stjórnarkreppu eða vanhæfis. 4. apríl 2024 12:18 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Sjá meira
Andrés var gestur í Pallborði dagsins ásamt Ólafi Harðarsyni, prófessor emerítus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og Helgu Völu Helgadóttur, lögmanni og fyrrverandi þingkonu. Allir gestir voru einhuga í því að Katrín byði sig og það bráðlega. Aðspurður hvers vegna Katrín hafi ekki þegar tilkynnt framboð sitt formlega segir Andrés að það sé gert til að hámarka líkur á kosningasigri. „Hún er náttúrlega að reyna að gera þetta á þann hátt að hún sé líklegt til að vinna. Svo vill hún skilja vel við. Bæði er það mikilvægt veganesti inn í kosningarnar. Að skilja ekki allt eftir í hönk. Að sama skapi er það líka hennar stíll að skilja vel við,“ segir Andrés. „Hún er aðeins farin að missa stjórn á atburðarásinni. Henni hefur tekist að halda þessu frekar úr umræðunni. Mínar heimildir herma að hún sé búin að vera að hugsa þetta frá því á nýársdag og máta sig við þetta og máta hverjir aðrir færu fram. Og í rauninni finna lausn á því hvernig hún gæti stigið frá borði og gert það vel,“ bætir hann við. Hann segist halda að það sé algjörlega útilokað að Katrín bjóði sig ekki fram og að það verði á morgun. Þurfti að staðfesta orð þingflokksmanns síns Helga Vala segir það helst vera Orra Páli Jóhannssyni, þingflokksformanni Vinstri grænna, að kenna að Katrín hafi misst stjórn á umræðunni varðandi framboð hennar. „Þingflokksformaður VG er eiginlega búinn að skúbba tvisvar, nú tvö kvöld í röð. Hún byrjaði á því að koma og segja: „Já, jú, hún er að íhuga þetta alvarlega,“ og Katrín kom svo daginn eftir og staðfesti orð þingflokksformannsins síns“ segir hún. „Katrín er búin að vera í stjórnmálum síðan 2002, þegar hún var í borginni. Hún hefur þau völd að vita að einn dagur til eða frá í þessu mun ekki skipta neinu máli um niðurstöðuna. Þannig hún getur ákveðið að gera þetta á sínum hraða. Hún hefur ekkert endalausan tíma en hún getur alveg boðað ykkur með kortersfyrirvara og tilkynnt þetta bara látlaust,“ bætir Helga Vala við. Stjórnarslit ekki gott veganesti inn í kosningar Ólafur Harðarson, prófessor emerítus við stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir jafnframt að hann telji líkurnar á því að Katrín láti sig vanta á kjörseðlunum í sumar hverfandi. „Það eina sem gæti hugsanlega leitt til þess að hún hætti nú á síðustu stundu við er að það væri ljóst að það myndi leiða til fullkomins óstöðugleika í íslenskum stjórnmálum, stjórnin myndi springa, allt fara í háaloft. Það væri ekki gott veganesti fyrir hana inn í kosningabaráttu,“ segir Ólafur „En ég hef enga trú á því að þetta gerist,“ bætir hann við.
Forsetakosningar 2024 Pallborðið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þessi stjórn er ekki að fara að springa í dag“ Prófessor í stjórnmálafræði segir líkurnar á því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig ekki fram til forseta hverfandi. Eina sem gæti komið í veg fyrir það er ef ósætti er meðal ríkisstjórnarflokkanna um framboðið og möguleiki á að ríkisstjórnin springi. 4. apríl 2024 15:07 Segir mögulegt framboð Katrínar jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórn Þingmaður Pírata segir það jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina ef forsætisráðherra ákveður að fara í forsetaframboð. Hún segir það sýna mikið dómgreindarleysi að íhuga framboð sem forsætisráðherra og að ríkisstjórnin sé búin að gera skrípaleik úr því að stjórna landinu. 4. apríl 2024 12:57 Segir enga stjórnarkreppu í spilunum vegna framboðs Katrínar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gefur lítið fyrir orð Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda með að framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra muni leiða til stjórnarkreppu eða vanhæfis. 4. apríl 2024 12:18 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Sjá meira
„Þessi stjórn er ekki að fara að springa í dag“ Prófessor í stjórnmálafræði segir líkurnar á því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig ekki fram til forseta hverfandi. Eina sem gæti komið í veg fyrir það er ef ósætti er meðal ríkisstjórnarflokkanna um framboðið og möguleiki á að ríkisstjórnin springi. 4. apríl 2024 15:07
Segir mögulegt framboð Katrínar jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórn Þingmaður Pírata segir það jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina ef forsætisráðherra ákveður að fara í forsetaframboð. Hún segir það sýna mikið dómgreindarleysi að íhuga framboð sem forsætisráðherra og að ríkisstjórnin sé búin að gera skrípaleik úr því að stjórna landinu. 4. apríl 2024 12:57
Segir enga stjórnarkreppu í spilunum vegna framboðs Katrínar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gefur lítið fyrir orð Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda með að framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra muni leiða til stjórnarkreppu eða vanhæfis. 4. apríl 2024 12:18