Framboðið hafi ekkert með Katrínu að gera Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2024 20:24 Steinunn Ólína vill á Bessastaði. arnar halldórsson Allt bendir til þess að Katrín Jakobsdóttir bjóði sig fram til forseta á morgun. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, sem tilkynnti um forsetaframboð í dag, segir framboð sitt ekkert hafa með forsætisráðherra að gera. Baráttan um Bessastaði stigmagnast með hverjum deginum sem líður. Í dag bættist Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona í hóp þeirra sem vilja setjast í stól forseta og á sama tíma er beðið eftir ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur. Hvenær tókstu þessa ákvörðun? „Ég tók þessa ákvörðun fyrir nokkrum dögum síðan en ákvað að greina ekki frá þessu fyrr en í dag.“ Hvers vegna í dag? „Vegna þess að mér þykir pínulítið vænt um þennan dag, af ástæðum sem ég get ekki deilt með þér núna,“ segir Steinunn Ólína og bætir við að vonandi geti hún gefið það upp síðar. Vill gera gagn Hana segist langa til að gera gagn í samfélaginu og telur sig búa yfir margvíslegri reynslu. „Og geti haft töluvert fram að færa.“ Aðspurð út í áherslur segir hún forsetaembættið ekki vettvangur fyrir persónuleg mál þess sem situr í forsetastól. „En ég hef áhuga á ótrúlegustu hlutum og er fljót að setja mig inn í það sem ég þekki lítið. Mér finnst að forseti eigi að veita því áhuga sem er merkilegt og vel er gert.“ Sjálfstæð ákvörðun Steinunn hafði lýst því yfir að hún myndi örugglega fara fram ef Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra myndi lýsa yfir forsetaframboði. Það var af mörgum túlkað sem svo að forsenda framboðs Steinunnar sé einskonar hefndarframboð en ekkert slíkt vakir fyrir Steinunni. „Þetta er engin breyting í raun, ég sagði aldrei að ég ætlaði ekki fram færi hún ekki fram. En þessa ákvörðun tók ég og hún er sjálfstæð og hefur ekkert með hugsanlegt framboð eða hugsanlegt ekki framboð Katrínar Jakobsdóttur að gera.“ Aðspurð hvort hún muni sakna listarinnar nái hún kjöri segist hún þegar komin í tveggja mánaða launalaust leyfi frá Þjóðleikhúsinu til að sinna baráttunni. „Ég ætla nú bara að byrja á því að elska leiðina og hugsa ekki um útkomuna.“ Ertu bjartsýn? „Ég er alltaf bjartsýn, ég vakna alltaf kát á morgnana. Mér finnst bara gaman að vera til.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Borgarkringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Sjá meira
Baráttan um Bessastaði stigmagnast með hverjum deginum sem líður. Í dag bættist Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona í hóp þeirra sem vilja setjast í stól forseta og á sama tíma er beðið eftir ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur. Hvenær tókstu þessa ákvörðun? „Ég tók þessa ákvörðun fyrir nokkrum dögum síðan en ákvað að greina ekki frá þessu fyrr en í dag.“ Hvers vegna í dag? „Vegna þess að mér þykir pínulítið vænt um þennan dag, af ástæðum sem ég get ekki deilt með þér núna,“ segir Steinunn Ólína og bætir við að vonandi geti hún gefið það upp síðar. Vill gera gagn Hana segist langa til að gera gagn í samfélaginu og telur sig búa yfir margvíslegri reynslu. „Og geti haft töluvert fram að færa.“ Aðspurð út í áherslur segir hún forsetaembættið ekki vettvangur fyrir persónuleg mál þess sem situr í forsetastól. „En ég hef áhuga á ótrúlegustu hlutum og er fljót að setja mig inn í það sem ég þekki lítið. Mér finnst að forseti eigi að veita því áhuga sem er merkilegt og vel er gert.“ Sjálfstæð ákvörðun Steinunn hafði lýst því yfir að hún myndi örugglega fara fram ef Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra myndi lýsa yfir forsetaframboði. Það var af mörgum túlkað sem svo að forsenda framboðs Steinunnar sé einskonar hefndarframboð en ekkert slíkt vakir fyrir Steinunni. „Þetta er engin breyting í raun, ég sagði aldrei að ég ætlaði ekki fram færi hún ekki fram. En þessa ákvörðun tók ég og hún er sjálfstæð og hefur ekkert með hugsanlegt framboð eða hugsanlegt ekki framboð Katrínar Jakobsdóttur að gera.“ Aðspurð hvort hún muni sakna listarinnar nái hún kjöri segist hún þegar komin í tveggja mánaða launalaust leyfi frá Þjóðleikhúsinu til að sinna baráttunni. „Ég ætla nú bara að byrja á því að elska leiðina og hugsa ekki um útkomuna.“ Ertu bjartsýn? „Ég er alltaf bjartsýn, ég vakna alltaf kát á morgnana. Mér finnst bara gaman að vera til.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Borgarkringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Sjá meira