Man Utd yfir þegar 99 mín. og 17 sek. voru komnar á klukkuna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2024 10:01 Leikmenn Man United voru allt annað en sáttir með að dómari leiksins skildi bæta átta mínútum við og dæma svo vítaspyrnu þegar sá tími var svo gott sem liðinn. Catherine Ivill/Getty Images Manchester United tapaði á einhvern ótrúlegan hátt 4-3 fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Brúnni í Lundúnum á fimmtudagskvöld. Man United var 3-2 yfir þegar níu mínútur og sautján sekúndur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Leikur Chelsea og Man United á fimmtudag sýndi bersýnilega af hverju þessi tvö lið eru ekki meðal bestu liða ensku úrvalsdeildarinnar í ár. Á meðan leik Manchester City og Arsenal var líkt við hágæða skák á dögunum þá var leikurinn á Brúnni meira eins og borðtennis, þá sérstaklega í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var fínasta skemmtun, heimamenn komust 2-0 yfir en gestirnir jöfnuðu og allt jafnt í hálfleik. Síðari hálfleikur var framan af spilaður á hraða sem hvorugt lið réði við en eftir að Alejandro Garnacho kom gestunum frá Manchester yfir á 67. þá lögðust þeir niður í eign vítateig og vonuðu það besta. Það hjálpaði vissulega ekki að vera án Luke Shaw, Lisandro Martínez og Victor Lindelöf en það gerði þó útslagið þegar miðvörðurinn Raphaël Varane fór af velli í hálfleik. Í hans stað kom gamla brýnið Jonny Evans. Sá var fenginn inn síðasta sumar til að miðla reynslu sinni og mögulega spila leik hér og þar ef þyrfti. Evans var hins vegar að koma inn í því sem var hans 25. leikur á tímabilinu í öllum keppnum. Það sem meira er þá hafði þessi 36 ára gamli Norður-Íri verið að glíma við meiðsli og entist aðeins tuttugu mínútur í ógnarhraðanum á Brúnni. Í hans stað kom hinn ungi Willy Kambwala inn af bekknum en hann er sjötti – í raun sjöundi – kostur í miðvarðarstöðu Rauðu djöflanna. Allt þetta leiddi til þess að þegar djúpt var komið inn í uppbótartíma þá braut Diogo Dalot af sér innan vítateigs að mati dómara leiksins og vítaspyrna var dæmd. Cole Palmer fór á punktinn og jafnaði metin fyrir heimamenn. Palmer, sem var stuðningsmaður Man United á sínum yngri árum, tryggði Chelsea svo sigurinn á 11. mínútu uppbótartíma þegar Enzo Fernandez haf á hann eftir hornspyrnu og skot Palmers fór af Scott McTominay og í netið. Manchester United were leading 3-2 against Chelsea at 99:17, the latest a side has ever led in a Premier League match and gone on to lose.#CFC | #MUFC | #CHEMUN @OptaJoe pic.twitter.com/FN8qlEqHfG— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 4, 2024 Chelsea vann leikinn 4-3 þrátt fyrir að Man United væri yfir þegar 99 mínútur og 17 sekúndur væru komnar á klukkuna. Aldrei hefur lið verið yfir jafn seint í leik og tapað. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Palmer hetjan í ótrúlegum sigri Chelsea á Manchester United Cole Palmer tryggði Chelsea dramatískan 4-3 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni með tveimur dramatískum mörkum í uppbótartíma venjulegs leiktíma í leik liðanna á Stamford Bridge í kvöld. 4. apríl 2024 18:47 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira
Leikur Chelsea og Man United á fimmtudag sýndi bersýnilega af hverju þessi tvö lið eru ekki meðal bestu liða ensku úrvalsdeildarinnar í ár. Á meðan leik Manchester City og Arsenal var líkt við hágæða skák á dögunum þá var leikurinn á Brúnni meira eins og borðtennis, þá sérstaklega í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var fínasta skemmtun, heimamenn komust 2-0 yfir en gestirnir jöfnuðu og allt jafnt í hálfleik. Síðari hálfleikur var framan af spilaður á hraða sem hvorugt lið réði við en eftir að Alejandro Garnacho kom gestunum frá Manchester yfir á 67. þá lögðust þeir niður í eign vítateig og vonuðu það besta. Það hjálpaði vissulega ekki að vera án Luke Shaw, Lisandro Martínez og Victor Lindelöf en það gerði þó útslagið þegar miðvörðurinn Raphaël Varane fór af velli í hálfleik. Í hans stað kom gamla brýnið Jonny Evans. Sá var fenginn inn síðasta sumar til að miðla reynslu sinni og mögulega spila leik hér og þar ef þyrfti. Evans var hins vegar að koma inn í því sem var hans 25. leikur á tímabilinu í öllum keppnum. Það sem meira er þá hafði þessi 36 ára gamli Norður-Íri verið að glíma við meiðsli og entist aðeins tuttugu mínútur í ógnarhraðanum á Brúnni. Í hans stað kom hinn ungi Willy Kambwala inn af bekknum en hann er sjötti – í raun sjöundi – kostur í miðvarðarstöðu Rauðu djöflanna. Allt þetta leiddi til þess að þegar djúpt var komið inn í uppbótartíma þá braut Diogo Dalot af sér innan vítateigs að mati dómara leiksins og vítaspyrna var dæmd. Cole Palmer fór á punktinn og jafnaði metin fyrir heimamenn. Palmer, sem var stuðningsmaður Man United á sínum yngri árum, tryggði Chelsea svo sigurinn á 11. mínútu uppbótartíma þegar Enzo Fernandez haf á hann eftir hornspyrnu og skot Palmers fór af Scott McTominay og í netið. Manchester United were leading 3-2 against Chelsea at 99:17, the latest a side has ever led in a Premier League match and gone on to lose.#CFC | #MUFC | #CHEMUN @OptaJoe pic.twitter.com/FN8qlEqHfG— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 4, 2024 Chelsea vann leikinn 4-3 þrátt fyrir að Man United væri yfir þegar 99 mínútur og 17 sekúndur væru komnar á klukkuna. Aldrei hefur lið verið yfir jafn seint í leik og tapað.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Palmer hetjan í ótrúlegum sigri Chelsea á Manchester United Cole Palmer tryggði Chelsea dramatískan 4-3 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni með tveimur dramatískum mörkum í uppbótartíma venjulegs leiktíma í leik liðanna á Stamford Bridge í kvöld. 4. apríl 2024 18:47 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira
Palmer hetjan í ótrúlegum sigri Chelsea á Manchester United Cole Palmer tryggði Chelsea dramatískan 4-3 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni með tveimur dramatískum mörkum í uppbótartíma venjulegs leiktíma í leik liðanna á Stamford Bridge í kvöld. 4. apríl 2024 18:47