Man United neitar að læra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2024 14:31 Hvenær ætla leikmenn Man United að læra sína lexíu? EPA-EFE/NEIL HALL Manchester United mátti þola 4-3 tap gegn Chelsea á Brúnni í leik liðanna í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á fimmtudagskvöld. Var það enn einn leikurinn á tímabilinu þar sem liðið fær á sig tvö mörk með stuttu millibili. Það er mýta innan knattspyrnunnar að lið séu hvað brothættust stuttu eftir að þau skora. Man United er hins vegar hvað brothættast eftir að andstæðingurinn skorar. Segja má að þetta þema hafi byrjað á undirbúningstímabilinu. Þar skoraði Donyell Malen tvívegis á aðeins tveimur mínútum þegar Borussia Dortmund vann 3-2 sigur á Man United. Síðan þá hefur þetta verið sagan endalausa. Man United heimsótti Arsenal í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Rauðu djöflarnir héldu að þeir hefðu unnið leikinn í blálokin. Mark Alejandro Garnacho var hins vegar dæmt af og Declan Rice skoraði að því virtist sigurmarkið á 96. mínútu leiksins. Fimm mínútum síðar skoraði Gabriel Jesus svo þriðja mark Arsenal. Hér má ef til vill fyrirgefa mark Jesus þar sem Rauðu djöflarnir voru í leit að jöfnunarmarki. Það var þó ekki sagan þegar Bournemouth heimsótti Old Trafford þann 9. desember. Gestirnir komust yfir snemma leiks og Philip Billing tvöfaldaði forystuna. Fimm mínútum síðar var staðan svo orðin 0-3. Reyndust það lokatölur leiksins. Þann 23. desember tapaði liðið svo 2-0 á útivelli gegn West Ham United. Mörkin skoruðu Jarrod Bowen á 73. mínútu og Mohammed Kudus fimm mínútum síðar. Þó Man United hafi unnið dramatískan endurkomusigur á Aston Villa í næstu umferð þá skoruðu gestirnir samt tvö mörk með fimm mínútna millibili í fyrri hálfleik. Rauðu djöflarnir skoruðu hins vegar þrjú í seinni hálfleik og sluppu fyrir horn. Sama má segja um ótrúlegan 4-3 sigur liðsins á Liverpool í ensku bikarkeppninni en þar skoruðu gestirnir frá Bítlaborginni á 44. mínútu og á annarri mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks. Breytti það stöðunni úr 1-0 í 1-2. Í gær fimmtudag það svo Cole Palmer sem skoraði tvívegis – á 100. og 111. mínútu – og tryggði Chelsea sigur. Jafnframt má segja að þessi árátta Man United að fá á sig tvö mörk með stuttu millibili hafi kostað liðið áframhaldandi þátttöku í Evrópu. Bayern München skoraði tvö mörk á fjórum mínútum í fyrri hálfleik þegar liðið lagði Rauðu djöflana 4-3 í München. FC Kaupmannahöfn skoraði tvívegis tvö mörk með stuttu millibili í leik sem fór einnig 4-3. Mörkin komu á síðustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleiks og þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Síðari tvö mörkin komu svo á 83. og 87. mínútu. Alls er um níu leiki að ræða þar sem Man United hefur fengið á sig tvö mörk á fimm mínútna kafla. Skiptin eru þó tíu þar sem FKC tókst að gera það tvívegis í einum og sama leiknum. Næsti leikur Manchester United er á sunnudag þegar liðið fær Liverpool í heimsókn. Gestirnir láta sig dreyma um Englandsmeistaratitilinn á meðan Man United þarf kraftaverk allra kraftaverka til að ná Meistaradeildarsæti. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Það er mýta innan knattspyrnunnar að lið séu hvað brothættust stuttu eftir að þau skora. Man United er hins vegar hvað brothættast eftir að andstæðingurinn skorar. Segja má að þetta þema hafi byrjað á undirbúningstímabilinu. Þar skoraði Donyell Malen tvívegis á aðeins tveimur mínútum þegar Borussia Dortmund vann 3-2 sigur á Man United. Síðan þá hefur þetta verið sagan endalausa. Man United heimsótti Arsenal í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Rauðu djöflarnir héldu að þeir hefðu unnið leikinn í blálokin. Mark Alejandro Garnacho var hins vegar dæmt af og Declan Rice skoraði að því virtist sigurmarkið á 96. mínútu leiksins. Fimm mínútum síðar skoraði Gabriel Jesus svo þriðja mark Arsenal. Hér má ef til vill fyrirgefa mark Jesus þar sem Rauðu djöflarnir voru í leit að jöfnunarmarki. Það var þó ekki sagan þegar Bournemouth heimsótti Old Trafford þann 9. desember. Gestirnir komust yfir snemma leiks og Philip Billing tvöfaldaði forystuna. Fimm mínútum síðar var staðan svo orðin 0-3. Reyndust það lokatölur leiksins. Þann 23. desember tapaði liðið svo 2-0 á útivelli gegn West Ham United. Mörkin skoruðu Jarrod Bowen á 73. mínútu og Mohammed Kudus fimm mínútum síðar. Þó Man United hafi unnið dramatískan endurkomusigur á Aston Villa í næstu umferð þá skoruðu gestirnir samt tvö mörk með fimm mínútna millibili í fyrri hálfleik. Rauðu djöflarnir skoruðu hins vegar þrjú í seinni hálfleik og sluppu fyrir horn. Sama má segja um ótrúlegan 4-3 sigur liðsins á Liverpool í ensku bikarkeppninni en þar skoruðu gestirnir frá Bítlaborginni á 44. mínútu og á annarri mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks. Breytti það stöðunni úr 1-0 í 1-2. Í gær fimmtudag það svo Cole Palmer sem skoraði tvívegis – á 100. og 111. mínútu – og tryggði Chelsea sigur. Jafnframt má segja að þessi árátta Man United að fá á sig tvö mörk með stuttu millibili hafi kostað liðið áframhaldandi þátttöku í Evrópu. Bayern München skoraði tvö mörk á fjórum mínútum í fyrri hálfleik þegar liðið lagði Rauðu djöflana 4-3 í München. FC Kaupmannahöfn skoraði tvívegis tvö mörk með stuttu millibili í leik sem fór einnig 4-3. Mörkin komu á síðustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleiks og þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Síðari tvö mörkin komu svo á 83. og 87. mínútu. Alls er um níu leiki að ræða þar sem Man United hefur fengið á sig tvö mörk á fimm mínútna kafla. Skiptin eru þó tíu þar sem FKC tókst að gera það tvívegis í einum og sama leiknum. Næsti leikur Manchester United er á sunnudag þegar liðið fær Liverpool í heimsókn. Gestirnir láta sig dreyma um Englandsmeistaratitilinn á meðan Man United þarf kraftaverk allra kraftaverka til að ná Meistaradeildarsæti.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira