Uppselt í dag þó leikið sé snemma: „Ekki leiktíminn sem ég myndi velja“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2024 12:01 Glódís Perla Viggósdóttir með fyrirliðabandið á Kópavogsvelli, þar sem Ísland mætir Póllandi í dag. vísir/Hulda Margrét „Þetta er ekki leiktíminn sem ég myndi velja mér,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem mætir Póllandi á Kópavogsvelli í dag, í fyrsta leik í undankeppni EM. Leikurinn hefst snemma, eða klukkan 16:45, og það er vegna þeirrar slæmu aðstöðu sem íslensk fótboltalandslið búa við hér á landi. Eini völlurinn með nægilega sterkum flóðljósum, sem standast kröfur UEFA, er Laugardalsvöllur sem ekki er tilbúinn fyrir landsleik á þessum árstíma. Þess vegna þarf að spila snemma til að næg birta sé. Stelpurnar okkar hefja því leið sína á EM í Sviss með því að spila við Pólland á gervigrasinu í Kópavogi, um það leyti sem vinnu lýkur hjá mörgum. Leikurinn hefst þó á skárri tíma en þegar Ísland mætti Serbíu í lok febrúar, klukkan 14:30 á þriðjudegi, og vann 2-1 í umspili um sæti í A-deild undankeppni EM. Á þann leik mættu 798 áhorfendur, samkvæmt vef KSÍ, en von er á fleirum í dag því uppselt er á leikinn. Stóra stúkan á Kópavogsvelli rúmar 1.340 manns. Klippa: Glódís um leiktímann í dag Glódís var spurð út í tímasetningu leiksins á blaðamannafundi í gær en þá höfðu innan við 1.000 miðar selst. „Það væri örugglega betra að spila seinna, upp á að fleiri gætu komið á völlinn, en ég held að við séum aftur komin út í umræðu um þessa UEFA-standarda og það allt. Ég nenni eiginlega ekki að ræða það,“ sagði Glódís á fundinum í gær og bætti við: „Þetta þarf bara að verða betra. Þá værum við vonandi bara að spila undir flóðljósum um kvöld með fulla stúku. Það er alltaf það sem maður vill.“ Glódís þekkir það vel að spila fyrir framan fjölda áhorfenda með Bayern München og er til að mynda von á 50.000 áhorfendum á bikarúrslitaleik liðsins við Wolfsburg í næsta mánuði. Leikur Íslands og Póllands verður í beinni textalýsingu á Vísi og hann hefst eins og fyrr segir klukkan 16:45. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Sjá meira
Leikurinn hefst snemma, eða klukkan 16:45, og það er vegna þeirrar slæmu aðstöðu sem íslensk fótboltalandslið búa við hér á landi. Eini völlurinn með nægilega sterkum flóðljósum, sem standast kröfur UEFA, er Laugardalsvöllur sem ekki er tilbúinn fyrir landsleik á þessum árstíma. Þess vegna þarf að spila snemma til að næg birta sé. Stelpurnar okkar hefja því leið sína á EM í Sviss með því að spila við Pólland á gervigrasinu í Kópavogi, um það leyti sem vinnu lýkur hjá mörgum. Leikurinn hefst þó á skárri tíma en þegar Ísland mætti Serbíu í lok febrúar, klukkan 14:30 á þriðjudegi, og vann 2-1 í umspili um sæti í A-deild undankeppni EM. Á þann leik mættu 798 áhorfendur, samkvæmt vef KSÍ, en von er á fleirum í dag því uppselt er á leikinn. Stóra stúkan á Kópavogsvelli rúmar 1.340 manns. Klippa: Glódís um leiktímann í dag Glódís var spurð út í tímasetningu leiksins á blaðamannafundi í gær en þá höfðu innan við 1.000 miðar selst. „Það væri örugglega betra að spila seinna, upp á að fleiri gætu komið á völlinn, en ég held að við séum aftur komin út í umræðu um þessa UEFA-standarda og það allt. Ég nenni eiginlega ekki að ræða það,“ sagði Glódís á fundinum í gær og bætti við: „Þetta þarf bara að verða betra. Þá værum við vonandi bara að spila undir flóðljósum um kvöld með fulla stúku. Það er alltaf það sem maður vill.“ Glódís þekkir það vel að spila fyrir framan fjölda áhorfenda með Bayern München og er til að mynda von á 50.000 áhorfendum á bikarúrslitaleik liðsins við Wolfsburg í næsta mánuði. Leikur Íslands og Póllands verður í beinni textalýsingu á Vísi og hann hefst eins og fyrr segir klukkan 16:45.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Sjá meira