Verður aftur laglega ljóskan Elle Woods Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. apríl 2024 11:19 Reese Witherspoon varð sannkölluð ofurstjarna þegar Legally Blonde sló í gegn. Amy Sussman/Getty Bandaríska leikkonan Reese Witherspoon hyggst bregða sér aftur í eitt af hennar langþekktustu hlutverkum, lögfræðingsins Elle Woods sem hún gerði ódauðlega í Legally Blonde kvikmyndunum. Í þetta skiptið verður um að ræða sjónvarpsþætti. Þetta kemur fram í umfjöllun Deadline þar sem segir að Amazon MGM kvikmyndaverið hafi þáttaröðina í bígerð, sem verður svokölluð hliðarsaga (e. spinoff) frá myndunum. Fyrsta myndin kom út árið 2001 og gerði Reese Witherspoon að sannkallaðri ofurstjörnu. Myndin fjallar um Elle Woods, einkar glæsilega píu sem er skyndilega sagt upp af kærastanum. Ástæðan sú að hann er á leiðinni í lögfræðinám í Harvard og telur hana of vitlausa fyrir sig. Elle sýnir kauða hinsvegar í tvo heimana, skráir sig sjálf í lögfræðinám í Harvard og slær einfaldlega í gegn. Myndin sló í gegn svo um munar og kom út framhaldsmynd árið 2003. Í þeirri mynd bætir Elle Woods um betur og tekur til starfa á bandaríska þinginu í Washington D.C. Vilja gera fleiri en eina seríu Í umfjöllun Deadline kemur fram að fátt sé vitað um væntanlega sjónvarpsþáttaseríu að svo stöddu. Hún verður skrifuð af Josh Schwartz og Stephanie Savage sem þekktust eru fyrir að hafa skrifað handritið að Gossip Girl þáttunum. Þá kemur fram að Amazon hafi í huga að gera fleiri en eina seríu tileinkaða Legally Blonde. Þá hefur þriðja Legally Blonde myndin verið í bígerð um nokkurra ára skeið og vinna þau Mindy Kaling og Dan Goor að handriti þeirrar myndar. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Deadline þar sem segir að Amazon MGM kvikmyndaverið hafi þáttaröðina í bígerð, sem verður svokölluð hliðarsaga (e. spinoff) frá myndunum. Fyrsta myndin kom út árið 2001 og gerði Reese Witherspoon að sannkallaðri ofurstjörnu. Myndin fjallar um Elle Woods, einkar glæsilega píu sem er skyndilega sagt upp af kærastanum. Ástæðan sú að hann er á leiðinni í lögfræðinám í Harvard og telur hana of vitlausa fyrir sig. Elle sýnir kauða hinsvegar í tvo heimana, skráir sig sjálf í lögfræðinám í Harvard og slær einfaldlega í gegn. Myndin sló í gegn svo um munar og kom út framhaldsmynd árið 2003. Í þeirri mynd bætir Elle Woods um betur og tekur til starfa á bandaríska þinginu í Washington D.C. Vilja gera fleiri en eina seríu Í umfjöllun Deadline kemur fram að fátt sé vitað um væntanlega sjónvarpsþáttaseríu að svo stöddu. Hún verður skrifuð af Josh Schwartz og Stephanie Savage sem þekktust eru fyrir að hafa skrifað handritið að Gossip Girl þáttunum. Þá kemur fram að Amazon hafi í huga að gera fleiri en eina seríu tileinkaða Legally Blonde. Þá hefur þriðja Legally Blonde myndin verið í bígerð um nokkurra ára skeið og vinna þau Mindy Kaling og Dan Goor að handriti þeirrar myndar.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira