Vinstri græn vilja halda samstarfinu áfram Kjartan Kjartansson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 5. apríl 2024 18:54 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna, og félagsmálaráðherra. Hans bíður nú það verk að ræða framtíð ríkisstjórnarsamstarfsins eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr stjórnmálum. Vísir/Vilhelm Fullur vilji er hjá Vinstri grænum að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra, að sögn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, starfandi formanns flokksins. Hann segist ekki hafa ákveðið hvort hann sækist eftir að leysa Katrínu af hólmi. Guðmundur Ingi gegnir nú embætti formanns Vinstri grænna þar til aðalfundur flokksins verður haldinn eftir að Katrín sagði af sér formennsku á stjórnarfundi í dag. Afsögnin kom í kjölfar þess að Katrín tilkynnti um að hún hygðist biðjast lausnar sem forsætisráðherra til þess að geta boðið sig fram til embættis forseta. Eftir vendingar dagsins sagði Guðmundur Ingi að fulltrúar stjórnarflokkanna hafi sammælast um að setjast niður og skoða hvað gerist næst, hvernig flokkarnir sjá fyrir sér að vinna saman áfram og með hvaða hætti. „Það er ekki eftir neinu að bíða að setjast niður og tala saman,“ sagði Guðmundur Ingi sem staðfesti að þeir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefðu sest niður óformlega og sammælst um að ræða áframhaldandi samstarf. Ekkert hafi verið rætt um hvort VG geri áfram tilkall til embættis forsætisráðherra eða val á ráðherrum í nýju ráðuneyti. Þá vildi Guðmundur Ingi ekki tjá sig um hvort að hann gæti sætt sig við annan hvorn leiðtoga hinna stjórnarflokkanna sem forsætisráðherra. Spurður að því hvort öruggt væri að ríkisstjórnarsamstarfið héldi áfram sagði Guðmundur Ingi að það væri verkefnið núna. „Við vinstri græn, við viljum halda þessu áfram. [...] Við ætlum að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til þess að við getum klárað þetta kjörtímabil,“ sagði hann. Sigurður Ingi útilokaði ekki að til kosninga kæmi þótt að samtal núverandi stjórnarflokka væri fyrst á dagskránni í viðtali á Bylgjunni í dag. Stjórn VG bíður að ákveða framhaldið Hvað varðar forystu Vinstri grænna sagði Guðmundur Ingi að stjórn flokksins eigi eftir að taka afstöðu til þess hvort að boðað verði til aukalandsfundar til þess að kjósa nýjan formann. „Það verður bara að koma í ljós. Ég útiloka ekki neitt en hef ekki tekið ákvörðun um það,“ sagði Guðmundur Ingi spurður að því hvort hann sæktist eftir formannsembættinu. Þá sagði hann að Katrín hefði ekki sagt sig úr Vinstri grænum í dag en gat ekki tjáð sig um hvort að hún yrði flokksbundin í framboði til forseta Íslands. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, ritari VG, verður staðgengill Guðmundar Inga sem varaformaður tímabundið þar til ný forysta verður kjörin. Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Ráðherrarnir mættir í kveðjuskál til Katrínar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er mætt á heimili hennar í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem einhvers konar kveðjustund fer fram. Katrín hefur leitt ríkisstjórnina í sjö ár en með framboði sínu til forseta Íslands lýkur senn löngum kafla hennar í stjórnmálum. 5. apríl 2024 18:28 Útilokar ekki kosningar eftir brotthvarf forsætisráðherra Formaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að til kosninga komi eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um að hún ætlaði að biðjast lausnar sem forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð í dag. Eðlilegast sé þó að núverandi stjórnarflokkar ræði fyrst saman. 5. apríl 2024 18:04 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Guðmundur Ingi gegnir nú embætti formanns Vinstri grænna þar til aðalfundur flokksins verður haldinn eftir að Katrín sagði af sér formennsku á stjórnarfundi í dag. Afsögnin kom í kjölfar þess að Katrín tilkynnti um að hún hygðist biðjast lausnar sem forsætisráðherra til þess að geta boðið sig fram til embættis forseta. Eftir vendingar dagsins sagði Guðmundur Ingi að fulltrúar stjórnarflokkanna hafi sammælast um að setjast niður og skoða hvað gerist næst, hvernig flokkarnir sjá fyrir sér að vinna saman áfram og með hvaða hætti. „Það er ekki eftir neinu að bíða að setjast niður og tala saman,“ sagði Guðmundur Ingi sem staðfesti að þeir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefðu sest niður óformlega og sammælst um að ræða áframhaldandi samstarf. Ekkert hafi verið rætt um hvort VG geri áfram tilkall til embættis forsætisráðherra eða val á ráðherrum í nýju ráðuneyti. Þá vildi Guðmundur Ingi ekki tjá sig um hvort að hann gæti sætt sig við annan hvorn leiðtoga hinna stjórnarflokkanna sem forsætisráðherra. Spurður að því hvort öruggt væri að ríkisstjórnarsamstarfið héldi áfram sagði Guðmundur Ingi að það væri verkefnið núna. „Við vinstri græn, við viljum halda þessu áfram. [...] Við ætlum að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til þess að við getum klárað þetta kjörtímabil,“ sagði hann. Sigurður Ingi útilokaði ekki að til kosninga kæmi þótt að samtal núverandi stjórnarflokka væri fyrst á dagskránni í viðtali á Bylgjunni í dag. Stjórn VG bíður að ákveða framhaldið Hvað varðar forystu Vinstri grænna sagði Guðmundur Ingi að stjórn flokksins eigi eftir að taka afstöðu til þess hvort að boðað verði til aukalandsfundar til þess að kjósa nýjan formann. „Það verður bara að koma í ljós. Ég útiloka ekki neitt en hef ekki tekið ákvörðun um það,“ sagði Guðmundur Ingi spurður að því hvort hann sæktist eftir formannsembættinu. Þá sagði hann að Katrín hefði ekki sagt sig úr Vinstri grænum í dag en gat ekki tjáð sig um hvort að hún yrði flokksbundin í framboði til forseta Íslands. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, ritari VG, verður staðgengill Guðmundar Inga sem varaformaður tímabundið þar til ný forysta verður kjörin.
Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Ráðherrarnir mættir í kveðjuskál til Katrínar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er mætt á heimili hennar í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem einhvers konar kveðjustund fer fram. Katrín hefur leitt ríkisstjórnina í sjö ár en með framboði sínu til forseta Íslands lýkur senn löngum kafla hennar í stjórnmálum. 5. apríl 2024 18:28 Útilokar ekki kosningar eftir brotthvarf forsætisráðherra Formaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að til kosninga komi eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um að hún ætlaði að biðjast lausnar sem forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð í dag. Eðlilegast sé þó að núverandi stjórnarflokkar ræði fyrst saman. 5. apríl 2024 18:04 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Ráðherrarnir mættir í kveðjuskál til Katrínar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er mætt á heimili hennar í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem einhvers konar kveðjustund fer fram. Katrín hefur leitt ríkisstjórnina í sjö ár en með framboði sínu til forseta Íslands lýkur senn löngum kafla hennar í stjórnmálum. 5. apríl 2024 18:28
Útilokar ekki kosningar eftir brotthvarf forsætisráðherra Formaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að til kosninga komi eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um að hún ætlaði að biðjast lausnar sem forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð í dag. Eðlilegast sé þó að núverandi stjórnarflokkar ræði fyrst saman. 5. apríl 2024 18:04