„Klárum þetta á allt annan hátt en við höfum gert áður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2024 20:28 Glódís Perla Viggósdóttir var stolt af frammistöðu íslenska liðsins í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að liðið hafi haft góð völd á leiknum er Ísland vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM 2025. „Mér fannst við koma af miklum krafti inn í leikinn og langstærstan partinn af leiknum erum við með stjórnina. Þær fá eitt dauðafæri og ég held að það sé það eina sem þær eru með allan leikinn,“ sagði Glódís í viðtali eftir leik. „Við stígum svo bara upp eftir það og förum að halda enn betur í boltann og svo drepum við þetta bara á lokamínútunum í fyrri hálfleik.“ Íslenska liðið braut ísinn seint í fyrri hálfleik áður en annað markið leit dagsins ljós aðeins um mínútu síðar. Glódís fékk svo sjálf algjört dauðafæri til að skora þriðja markið á seinustu andartökum hálfleiksins, en lét verja frá sér. „Ég hefði alveg verið til í að skora. Það hafði alveg verið gaman. Ég veit ekki, ég hefði bara átt að skalla boltann niður eða eitthvað allt annað en bara beint á hana. Svona er þetta og ég er bara glöð að þetta var ekki mikilvægara augnablik.“ Hún segir þó að mörkin tvö í fyrri hálfleik hafi gefið liðinu mikið fyrir seinni hálfleik. „Það munar alveg miklu að vera í 2-0 í staðinn fyrir 1-0. En mér fannst við klára seinni hálfleikinn mjög fagmannlega. Við hleypum þeim ekki inn í leikinn og við vorum alveg viðbúnar því að við gætum þurft að verjast og að við myndum detta til baka. Það hefur alveg gerst í öðrum leikjum hjá okkur að við höfum lent í því. Eins og á móti Wales fyrir áramót þar sem við skorum og erum svo bara að verja forskotið.“ „En í dag þá klárum við þetta á allt annan hátt en við höfum gert áður. Við höldum í boltann, erum rólegar og höldum áfram að skapa og hefðum getað skorað fleiri mörk. Það er ákveðið skref fram á við fyrir okkur sem lið og klárlega eitthvað sem við þurfum að byggja ofan á.“ Þá segir hún einnig hafa verið gaman að sjá að þrátt fyrir að íslenska liðið hafi verið komið með örugga forystu þá tóku stelpurnar fótinn aldrei af bensíngjöfinni. „Það er eitthvað sem er gríðarlega mikilvægt af því að við erum að spila við þannig lið að ef maður gefur þeim einn putta þá taka þær alla hendina. Þannig að ég er gríðarlega ánægð með þða hvernig við fórum inn í seinni hálfleikinn og það hefði alveg verið létt fyrir okkur að leggjast bara niður og fara að verja markið okkar, en í staðinn stígum við upp og erum hugrakkar og þær fara að þreytast mikið. Það er það sem við viljum gera því þegar þær vinna boltann þá hafa þær ekki orku í að fara í skyndisóknir og við náðum því í dag.“ Glódís og Ingibjörg Sigurðardóttir fengu það verðuga verkefni að glíma við skærustu stjörnu Polverja, framherjann Ewu Pajor og gerðu það með glæsibrag. „Við Ingibjörg vorum alltaf með auga á henni. Hún fær kannski tvö færi í fyrri hálfleik sem hún hefði getað skorað úr. En fyrir utan það fannst mér við alveg með þetta. Mér fannst Ingibjörg standa sig ógeðslega vel á móti henni. Hún vann öll einvígi á móti henni þannig þetta var bara geggjað,“ sagði Glódís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir „Verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik“ Sveindís jane Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er liðið vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM á Kópavogsvelli í kvöld. 5. apríl 2024 20:11 „Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58 Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Sjá meira
„Mér fannst við koma af miklum krafti inn í leikinn og langstærstan partinn af leiknum erum við með stjórnina. Þær fá eitt dauðafæri og ég held að það sé það eina sem þær eru með allan leikinn,“ sagði Glódís í viðtali eftir leik. „Við stígum svo bara upp eftir það og förum að halda enn betur í boltann og svo drepum við þetta bara á lokamínútunum í fyrri hálfleik.“ Íslenska liðið braut ísinn seint í fyrri hálfleik áður en annað markið leit dagsins ljós aðeins um mínútu síðar. Glódís fékk svo sjálf algjört dauðafæri til að skora þriðja markið á seinustu andartökum hálfleiksins, en lét verja frá sér. „Ég hefði alveg verið til í að skora. Það hafði alveg verið gaman. Ég veit ekki, ég hefði bara átt að skalla boltann niður eða eitthvað allt annað en bara beint á hana. Svona er þetta og ég er bara glöð að þetta var ekki mikilvægara augnablik.“ Hún segir þó að mörkin tvö í fyrri hálfleik hafi gefið liðinu mikið fyrir seinni hálfleik. „Það munar alveg miklu að vera í 2-0 í staðinn fyrir 1-0. En mér fannst við klára seinni hálfleikinn mjög fagmannlega. Við hleypum þeim ekki inn í leikinn og við vorum alveg viðbúnar því að við gætum þurft að verjast og að við myndum detta til baka. Það hefur alveg gerst í öðrum leikjum hjá okkur að við höfum lent í því. Eins og á móti Wales fyrir áramót þar sem við skorum og erum svo bara að verja forskotið.“ „En í dag þá klárum við þetta á allt annan hátt en við höfum gert áður. Við höldum í boltann, erum rólegar og höldum áfram að skapa og hefðum getað skorað fleiri mörk. Það er ákveðið skref fram á við fyrir okkur sem lið og klárlega eitthvað sem við þurfum að byggja ofan á.“ Þá segir hún einnig hafa verið gaman að sjá að þrátt fyrir að íslenska liðið hafi verið komið með örugga forystu þá tóku stelpurnar fótinn aldrei af bensíngjöfinni. „Það er eitthvað sem er gríðarlega mikilvægt af því að við erum að spila við þannig lið að ef maður gefur þeim einn putta þá taka þær alla hendina. Þannig að ég er gríðarlega ánægð með þða hvernig við fórum inn í seinni hálfleikinn og það hefði alveg verið létt fyrir okkur að leggjast bara niður og fara að verja markið okkar, en í staðinn stígum við upp og erum hugrakkar og þær fara að þreytast mikið. Það er það sem við viljum gera því þegar þær vinna boltann þá hafa þær ekki orku í að fara í skyndisóknir og við náðum því í dag.“ Glódís og Ingibjörg Sigurðardóttir fengu það verðuga verkefni að glíma við skærustu stjörnu Polverja, framherjann Ewu Pajor og gerðu það með glæsibrag. „Við Ingibjörg vorum alltaf með auga á henni. Hún fær kannski tvö færi í fyrri hálfleik sem hún hefði getað skorað úr. En fyrir utan það fannst mér við alveg með þetta. Mér fannst Ingibjörg standa sig ógeðslega vel á móti henni. Hún vann öll einvígi á móti henni þannig þetta var bara geggjað,“ sagði Glódís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir „Verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik“ Sveindís jane Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er liðið vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM á Kópavogsvelli í kvöld. 5. apríl 2024 20:11 „Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58 Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Sjá meira
„Verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik“ Sveindís jane Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er liðið vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM á Kópavogsvelli í kvöld. 5. apríl 2024 20:11
„Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58
Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn