Liðsfélagarnir fremstir eftir tímatökur í Japan Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2024 10:31 Sergio Perez og Max Verstappen sultuslakir í Japan. Vísir/Getty Max Verstappen verður á ráspól þegar Formúlu 1 keppnin í Japan fer fram í nótt. Kappaksturinn í nótt verður sýndur beint á Vodafone Sport. Max Verstappen hefur unnið tvo af fyrstu þremur kappökstrum tímabilsins en Carlos Sainz á Ferrari varð fyrstur í þeim þriðja í Ástralíu fyrir tveimur vikum síðan. Verstappen virtist ætla að tryggja sér ráspólinn nokkuð örugglega í nótt eftir yfirburði í fyrstu tveimur hlutum tímatökunnar. Á síðasta hring náði liðsfélagi hans Sergio Perez hins vegar frábærum hring og kom í mark á aðeins 0,066 sekúndum lakari tíma en Verstappen. Liðsfélagarnir í Red Bull verða því tveir fremstir þegar kappaksturinn fer af stað í nótt. Lando Norris á McLaren náði þriðja sætinu á undan áðurnefndum Sainz á Ferrari. Mercedes náði ekki að fylgja eftir ágætu gengi á æfingum. Lewis Hamilton náði sjöunda sætinu og verður í fyrsta skipti á tímabilinu framar en liðsfélagi hans George Russell þegar keppni fer af stað. Topp 10 listinn: 1. Max Verstappen, Red Bull2. Sergio Perez, Red Bull3. Lando Norris, McLaren4. Carlos Sainz, Ferrari5. Fernando Alonso, Aston Martin6. Oscar Piastri, McLaren7. Lewis Hamilton, Mercedes8. Charles Leclerc, Ferrari9. George Russell, Mercedes10. Yuki Tsunoda, RB Formúlu 1 kappaksturinn í Japan verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport í nótt. Útsending hefst klukkan 4:30. Akstursíþróttir Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Max Verstappen hefur unnið tvo af fyrstu þremur kappökstrum tímabilsins en Carlos Sainz á Ferrari varð fyrstur í þeim þriðja í Ástralíu fyrir tveimur vikum síðan. Verstappen virtist ætla að tryggja sér ráspólinn nokkuð örugglega í nótt eftir yfirburði í fyrstu tveimur hlutum tímatökunnar. Á síðasta hring náði liðsfélagi hans Sergio Perez hins vegar frábærum hring og kom í mark á aðeins 0,066 sekúndum lakari tíma en Verstappen. Liðsfélagarnir í Red Bull verða því tveir fremstir þegar kappaksturinn fer af stað í nótt. Lando Norris á McLaren náði þriðja sætinu á undan áðurnefndum Sainz á Ferrari. Mercedes náði ekki að fylgja eftir ágætu gengi á æfingum. Lewis Hamilton náði sjöunda sætinu og verður í fyrsta skipti á tímabilinu framar en liðsfélagi hans George Russell þegar keppni fer af stað. Topp 10 listinn: 1. Max Verstappen, Red Bull2. Sergio Perez, Red Bull3. Lando Norris, McLaren4. Carlos Sainz, Ferrari5. Fernando Alonso, Aston Martin6. Oscar Piastri, McLaren7. Lewis Hamilton, Mercedes8. Charles Leclerc, Ferrari9. George Russell, Mercedes10. Yuki Tsunoda, RB Formúlu 1 kappaksturinn í Japan verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport í nótt. Útsending hefst klukkan 4:30.
Akstursíþróttir Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira