Tugir þúsunda mótmæla Orbán í Búdapest Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. apríl 2024 16:01 Viktor Orbán hefur verið forsætisráðherra Ungverjalands í fjórtán ár. AP/Justin Spike Tugir þúsunda mótmæla ríkisstjórn Viktors Orbán í miðbæ Búdapest, höfuðborgar Ungverjalands. Mótmælendur marséruðu að þinghúsinu og kölluðu „Við erum ekki hrædd“ og „Segðu af þér, Orbán!“ Guardian greinir frá því að margir mótmælendanna báru ungverska fána eða klæddu sig í þjóðarlitunum, rauðum, hvítum og grænum. Litir sem Fidesz, flokkurinn sem Orbán fer fyrir hefur nýtt sér í kosningaherferðum undanfarna tvo áratugi. „Þetta eru þjóðlitir Ungverjalands, ekki ríkisstjórnarinnar,“ hefur Guardian eftir hinni 24 ára gömlu Lejlu sem ferðaðist til Búdapest frá Sopron, bæ við landamæri Ungverjalands og Austurríkis. Í farabroddi marséringarinnar fór hinn 43 ára gamli Péter Magyar sem var áður giftur dómsmálaráðherra Orbán, henni Judit Varga. Hann stefnir á að stofna sinn eigin flokk. Þrír mótmælendur sem ræddu við fréttamann Reuters sögðust laðast að Magyar því hann hefði starfað náið með ríkisstjórn Orbán og byggi yfir innherjaþekkingu á starfi hennar. „Við vissum að það væri spilling, en hann segir það sem innherji og það staðfesti það fyrir okkur,“ hefur Reuters eftir einum mótmælendanum sem hefur áhyggjur af mennta- og heilbrigðiskerfi landsins ásamt spillingunni. Hún segist trúa á að verði gerðar breytingar. Magyar varð þjóðþekktur í Ungverjalandi í febrúar síðastliðnum þegar hann sakaði ráðherrann Antal Rogán um að stýra umfangsmikilli „áróðursvél“ ríkisstjórnarinnar. Hann birti einnig upptöku af samtali hans og fyrrverandi eiginkonu sinnar þar sem hún greindi frá tilraun aðstoðarmanns hátt setts ráðherra til að hafa áhrif á niðurstöður spillingarmáls. Ungverjaland Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Guardian greinir frá því að margir mótmælendanna báru ungverska fána eða klæddu sig í þjóðarlitunum, rauðum, hvítum og grænum. Litir sem Fidesz, flokkurinn sem Orbán fer fyrir hefur nýtt sér í kosningaherferðum undanfarna tvo áratugi. „Þetta eru þjóðlitir Ungverjalands, ekki ríkisstjórnarinnar,“ hefur Guardian eftir hinni 24 ára gömlu Lejlu sem ferðaðist til Búdapest frá Sopron, bæ við landamæri Ungverjalands og Austurríkis. Í farabroddi marséringarinnar fór hinn 43 ára gamli Péter Magyar sem var áður giftur dómsmálaráðherra Orbán, henni Judit Varga. Hann stefnir á að stofna sinn eigin flokk. Þrír mótmælendur sem ræddu við fréttamann Reuters sögðust laðast að Magyar því hann hefði starfað náið með ríkisstjórn Orbán og byggi yfir innherjaþekkingu á starfi hennar. „Við vissum að það væri spilling, en hann segir það sem innherji og það staðfesti það fyrir okkur,“ hefur Reuters eftir einum mótmælendanum sem hefur áhyggjur af mennta- og heilbrigðiskerfi landsins ásamt spillingunni. Hún segist trúa á að verði gerðar breytingar. Magyar varð þjóðþekktur í Ungverjalandi í febrúar síðastliðnum þegar hann sakaði ráðherrann Antal Rogán um að stýra umfangsmikilli „áróðursvél“ ríkisstjórnarinnar. Hann birti einnig upptöku af samtali hans og fyrrverandi eiginkonu sinnar þar sem hún greindi frá tilraun aðstoðarmanns hátt setts ráðherra til að hafa áhrif á niðurstöður spillingarmáls.
Ungverjaland Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira