„Þau eru að rífast um forsætisráðherrastólinn“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 6. apríl 2024 19:41 Inga Sæland formaður Flokks Fólksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ræddu stöðuna í Alþingishúsinu í kjölfar ákvörðunar forsætisráðherra um að gefa kost á sér í forsetakosningunum. Vísir/Arnar Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna hafa fundað stíft í dag um framtíð stjórnarinnar vegna forsetaframboðs Katrínar Jakobsdóttur. Formaður flokks fólksins segir að um slag um forsætisráðherrastólinn sé að ræða. Formaður Miðflokksins furðar sig á hve óundirbúnir stjórnarflokkarnir voru undir ákvörðun Katrínar. Í morgun mættu formenn flokkanna til fundar. Einu fulltrúar Vinstri Grænna á fundinum voru Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Erfitt hefur reynst að ná upplýsingum upp úr stjórnarliðinu í dag en Katrín Jakobsdóttir mun fara á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á morgun klukkan tvö og biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Samkvæmt heimildum Vísis lauk þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins fyrr í kvöld og um svipað leyti hófst þingflokksfundur Vinstri Grænna. Gera má ráð fyrir að stjórnarflokkarnir leggi áherslu á að ná samkomulagi um skipan ráðuneyta áður en Katrín fundar með Guðna. Staðan verður mun flóknari náist ekki samkomulag fyrir þingfund klukkan þrjú á mánudag. Hallgerður ræddi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og Ingu Sæland formann Flokks fólksins í kvöldfréttum. „Ég held þau viti einfaldlega ekki hvort þau eru að koma eða fara,“ segir Inga, aðspurð hvort hún telji að formenn og varaformenn ríkisstjórnarflokkanna hafi komist að niðurstöðu. „Þau eru að rífast um forsætisráðherrastólinn. Og ég held þau séu að skylmast allharkalega um hann. Þannig að ég veit það ekki. Þessi ríkisstjórn er búin að vera andvana ansi lengi og ég held að þau eigi bara virkilega erfitt uppdráttar núna, að reyna að sjóða eitthvað saman,“ segir Inga. Sigmundur segist sammála Ingu um hversu óundirbúin ríkisstjórnin sé gagnvart fyrirsjáanlegri ákvörðun Katrínar um að fara í framboð. „En þessa ríkisstjórn, eða einhverja flokka í ríkisstjórninni, langar augljóslega fyrir alla muni að halda áfram og óttast kosningar umfram allt. Þannig að kæmi mér ekkert á óvart ef Inga væri orðin félagsmálaráðherra hérna eftir helgi.“ Vill kosningar í haust Inga er sammála Sigmundi um að þau óttist ekki kosningar. „En nei, ég hef ekki hugsað mér að berjast um þessa ráðherrastóla. Hins vegar hef ég sagt að við værum alveg tilbúin að styðja góð mál ríkisstjórnarinnar sem að mér finnst nauðsynlegt að koma í gegn fyrir næstu kosningar sem ég vil gjarnan sjá í haust,“ segir Inga. Hverfi Vinstri græn úr stjórnarsamstarfinu hefur verið rætt að Miðflokkurinn gangi til liðs við ríkisstjórnina. Það tryggði henni lágmarksmeirihluta á þingi, eða 32 þingmenn. En myndi Sigmundur íhuga það? „Ég held að stjórnarflokkarnir, eins ráðvilltir og þeir eru, geri sér þó grein fyrir því í ljósi reynslunnar, að við erum í þessu fyrir stefnumálin frekar en ráðherrastólana. En kannski er Inga hérna að bjóða þeim upp á lausn með því að hún verji þau vantrausti í einhvern tíma gegn því að fá eitthvað í gegn, eða hvað?“ spyr Sigmundur. „Ég veit það ekki, þeir geta alveg reynt að múta mér,“ segir Inga og hlær. Blæðir úr hægt og hljóðlega En Sigmundur, myndir þú standa vörð um ríkisstjórnina ef það þýddi einhver mál í gegn um þingið fyrir sumarið? „Það langar engan að standa vörð um þessa ríkisstjórn. Og það eru auðvitað mörg stór mál sem eru óafgreidd en þetta er ekki ríkisstjórnin til að afgreiða þau,“ segir Sigmundur og nefnir útlendingamálin, verðbólguna og orkumálin sem dæmi. „Simmi, ég held við getum hjálpað þeim í þessu,“ skýtur Inga inn í. „Við verðum bara að styðja þau í að láta þau rugla þessu í gegn en þá veður líka VG að fara eitthvað annað. Þau eru búin að vera dragbítur á alvöru aðgerðir í þessum málaflokkum. Því miður, það bara liggur á borðinu og ég held að Sjálfstæðismenn og Framsókn séu náttúrlega löngu farnir að gera sér grein fyrir,“ segir Inga og vekur athygli á samanlögðu þrjátíu prósent fylgi ríkisstjórnarinnar samanborið við jafn hátt fylgi Samfylkingarinnar. „Ég held þeir séu farnir að gera sér grein fyrir að þeim blæðir hægt og hljóðlega út ef þeir ætla ekki að losa sig við VG,“ bætir hún við. Aðspurður segist Sigmundur, líkt og Inga, til í alþingiskosningar hvenær sem er og „því fyrr því betra“. Alþingi Forsetakosningar 2024 Miðflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Í morgun mættu formenn flokkanna til fundar. Einu fulltrúar Vinstri Grænna á fundinum voru Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Erfitt hefur reynst að ná upplýsingum upp úr stjórnarliðinu í dag en Katrín Jakobsdóttir mun fara á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á morgun klukkan tvö og biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Samkvæmt heimildum Vísis lauk þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins fyrr í kvöld og um svipað leyti hófst þingflokksfundur Vinstri Grænna. Gera má ráð fyrir að stjórnarflokkarnir leggi áherslu á að ná samkomulagi um skipan ráðuneyta áður en Katrín fundar með Guðna. Staðan verður mun flóknari náist ekki samkomulag fyrir þingfund klukkan þrjú á mánudag. Hallgerður ræddi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og Ingu Sæland formann Flokks fólksins í kvöldfréttum. „Ég held þau viti einfaldlega ekki hvort þau eru að koma eða fara,“ segir Inga, aðspurð hvort hún telji að formenn og varaformenn ríkisstjórnarflokkanna hafi komist að niðurstöðu. „Þau eru að rífast um forsætisráðherrastólinn. Og ég held þau séu að skylmast allharkalega um hann. Þannig að ég veit það ekki. Þessi ríkisstjórn er búin að vera andvana ansi lengi og ég held að þau eigi bara virkilega erfitt uppdráttar núna, að reyna að sjóða eitthvað saman,“ segir Inga. Sigmundur segist sammála Ingu um hversu óundirbúin ríkisstjórnin sé gagnvart fyrirsjáanlegri ákvörðun Katrínar um að fara í framboð. „En þessa ríkisstjórn, eða einhverja flokka í ríkisstjórninni, langar augljóslega fyrir alla muni að halda áfram og óttast kosningar umfram allt. Þannig að kæmi mér ekkert á óvart ef Inga væri orðin félagsmálaráðherra hérna eftir helgi.“ Vill kosningar í haust Inga er sammála Sigmundi um að þau óttist ekki kosningar. „En nei, ég hef ekki hugsað mér að berjast um þessa ráðherrastóla. Hins vegar hef ég sagt að við værum alveg tilbúin að styðja góð mál ríkisstjórnarinnar sem að mér finnst nauðsynlegt að koma í gegn fyrir næstu kosningar sem ég vil gjarnan sjá í haust,“ segir Inga. Hverfi Vinstri græn úr stjórnarsamstarfinu hefur verið rætt að Miðflokkurinn gangi til liðs við ríkisstjórnina. Það tryggði henni lágmarksmeirihluta á þingi, eða 32 þingmenn. En myndi Sigmundur íhuga það? „Ég held að stjórnarflokkarnir, eins ráðvilltir og þeir eru, geri sér þó grein fyrir því í ljósi reynslunnar, að við erum í þessu fyrir stefnumálin frekar en ráðherrastólana. En kannski er Inga hérna að bjóða þeim upp á lausn með því að hún verji þau vantrausti í einhvern tíma gegn því að fá eitthvað í gegn, eða hvað?“ spyr Sigmundur. „Ég veit það ekki, þeir geta alveg reynt að múta mér,“ segir Inga og hlær. Blæðir úr hægt og hljóðlega En Sigmundur, myndir þú standa vörð um ríkisstjórnina ef það þýddi einhver mál í gegn um þingið fyrir sumarið? „Það langar engan að standa vörð um þessa ríkisstjórn. Og það eru auðvitað mörg stór mál sem eru óafgreidd en þetta er ekki ríkisstjórnin til að afgreiða þau,“ segir Sigmundur og nefnir útlendingamálin, verðbólguna og orkumálin sem dæmi. „Simmi, ég held við getum hjálpað þeim í þessu,“ skýtur Inga inn í. „Við verðum bara að styðja þau í að láta þau rugla þessu í gegn en þá veður líka VG að fara eitthvað annað. Þau eru búin að vera dragbítur á alvöru aðgerðir í þessum málaflokkum. Því miður, það bara liggur á borðinu og ég held að Sjálfstæðismenn og Framsókn séu náttúrlega löngu farnir að gera sér grein fyrir,“ segir Inga og vekur athygli á samanlögðu þrjátíu prósent fylgi ríkisstjórnarinnar samanborið við jafn hátt fylgi Samfylkingarinnar. „Ég held þeir séu farnir að gera sér grein fyrir að þeim blæðir hægt og hljóðlega út ef þeir ætla ekki að losa sig við VG,“ bætir hún við. Aðspurður segist Sigmundur, líkt og Inga, til í alþingiskosningar hvenær sem er og „því fyrr því betra“.
Alþingi Forsetakosningar 2024 Miðflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira