Ánægð með ákvörðun sína og hlakkar til framhaldsins Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. apríl 2024 15:59 Katrín segist hlakka til komandi kosningabaráttu. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa legið ljóst fyrir þegar hún tók ákvörðun um að bjóða sig fram í embætti forseta að það að hún væri sitjandi forsætisráðherra kæmi til með að flækja málin. Ákvörðunin sitji vel í henni og hún hlakki til komandi kosningabaráttu. „Það er auðvitað óvenjulegt að sitjandi forsætisráðherra gefi kost á sér í framboð forseta og þá verður maður bara að taka því að þá eru ákveðnar flækjur sem fylgja því. Það lá algjörlega ljóst fyrir þegar ég tók mína ákvörðun. Ég bara tek á þeim og það þarf í sjálfu sér ekki að vera neitt vandamál,“ segir hún í samtali við fréttastofu á Bessastöðum. Klippa: Ég á von á því að línur muni skýrast á allra næstu dögum Hún hafi ekki þegar sagt af sér þingmennskunni en muni tilkynna afsögn sína með bréfi til forseta Alþingis á morgun. Sú óvenjulega staða gæti því komið upp á teninginn, hafi stjórnarflokkarnir ekki komist að niðurstöðu varðandi arftaka hennar fyrir þann tíma, að sitjandi forsætisráðherra eigi ekki sæti á þingi. „Nú liggur þessi staða fyrir og þá liggur auðvitað beinast við að við bíðum eftir því hver niðurstaðan verður hjá þeim þremur flokkum sem nú ræða saman um framhaldið,“ segir Katrín. Flækjurnar lágu fyrir Hún segist þó hafa leitað upplýsinga um stöðu mála og segist vera bjartsýn á að niðurstaða liggi fyrir innan skamms. „Ég hef fulla trú á því.“ „Ég er að sjálfsögðu að gefa kost á mér en ég segi það líka og ítreka það að það er auðvitað fólkið í landinu sem velur forseta. Þeirra val og þeirra niðurstaða er alltaf sú rétta. Fólk hefur kost á því að velja mig í þetta embætti og að sjálfsögðu geri ég það af mjög heilum hug og mun beita mér í baráttunni framundan af mjög miklum krafti,“ segir Katrín. „Enginn ómissandi“ Katrín segist ekki hafa hugmynd um hver arftaki hennar verði og að það hafi ekkert verið rætt innan ríkisstjórnarinnar. Það sé þannig að þegar tekin er ákvörðun um að segja skilið við stjórnmálin veðri maður að standa við þá ákvörðun. Nú séu þessi mál í annarra höndum. „Ég er alveg viss um það að ég er ekki ómissandi hvorki á Alþingi Íslendinga né í íslenskum stjórnmálum. Ég hef lagt mig alla fram í því verkefni að leiða þessa ríkisstjórn undanfarin sex og hálft ár og hef verið það hundrað prósent en eins og ég segi er enginn ómissandi í þessu og ekki ég heldur,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir „Óneitanlega óvenjulegt“ Guðni Th. Jóhannesson ræddi við formenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka símleiðis og segist viss um að senn komi í ljós hverjar lyktir viðræðna stjórnarflokkanna verða og þar af leiðandi hver verður næsti forsætisráðherra Íslands. 7. apríl 2024 15:30 Katrín verður forsætisráðherra þangað til að ný stjórn er mynduð Fundi Guðna Th. Jóhannessonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra lauk rétt í þessu og í kjölfarið ávarpaði Guðni fjölmiðla á Bessastöðum. Hann flutti yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði samþykkt lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur en falið henni og ráðuneyti hennar að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. 7. apríl 2024 14:54 Segir afsögn sína heillaspor fyrir VG Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor. 7. apríl 2024 12:10 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
„Það er auðvitað óvenjulegt að sitjandi forsætisráðherra gefi kost á sér í framboð forseta og þá verður maður bara að taka því að þá eru ákveðnar flækjur sem fylgja því. Það lá algjörlega ljóst fyrir þegar ég tók mína ákvörðun. Ég bara tek á þeim og það þarf í sjálfu sér ekki að vera neitt vandamál,“ segir hún í samtali við fréttastofu á Bessastöðum. Klippa: Ég á von á því að línur muni skýrast á allra næstu dögum Hún hafi ekki þegar sagt af sér þingmennskunni en muni tilkynna afsögn sína með bréfi til forseta Alþingis á morgun. Sú óvenjulega staða gæti því komið upp á teninginn, hafi stjórnarflokkarnir ekki komist að niðurstöðu varðandi arftaka hennar fyrir þann tíma, að sitjandi forsætisráðherra eigi ekki sæti á þingi. „Nú liggur þessi staða fyrir og þá liggur auðvitað beinast við að við bíðum eftir því hver niðurstaðan verður hjá þeim þremur flokkum sem nú ræða saman um framhaldið,“ segir Katrín. Flækjurnar lágu fyrir Hún segist þó hafa leitað upplýsinga um stöðu mála og segist vera bjartsýn á að niðurstaða liggi fyrir innan skamms. „Ég hef fulla trú á því.“ „Ég er að sjálfsögðu að gefa kost á mér en ég segi það líka og ítreka það að það er auðvitað fólkið í landinu sem velur forseta. Þeirra val og þeirra niðurstaða er alltaf sú rétta. Fólk hefur kost á því að velja mig í þetta embætti og að sjálfsögðu geri ég það af mjög heilum hug og mun beita mér í baráttunni framundan af mjög miklum krafti,“ segir Katrín. „Enginn ómissandi“ Katrín segist ekki hafa hugmynd um hver arftaki hennar verði og að það hafi ekkert verið rætt innan ríkisstjórnarinnar. Það sé þannig að þegar tekin er ákvörðun um að segja skilið við stjórnmálin veðri maður að standa við þá ákvörðun. Nú séu þessi mál í annarra höndum. „Ég er alveg viss um það að ég er ekki ómissandi hvorki á Alþingi Íslendinga né í íslenskum stjórnmálum. Ég hef lagt mig alla fram í því verkefni að leiða þessa ríkisstjórn undanfarin sex og hálft ár og hef verið það hundrað prósent en eins og ég segi er enginn ómissandi í þessu og ekki ég heldur,“ segir Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir „Óneitanlega óvenjulegt“ Guðni Th. Jóhannesson ræddi við formenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka símleiðis og segist viss um að senn komi í ljós hverjar lyktir viðræðna stjórnarflokkanna verða og þar af leiðandi hver verður næsti forsætisráðherra Íslands. 7. apríl 2024 15:30 Katrín verður forsætisráðherra þangað til að ný stjórn er mynduð Fundi Guðna Th. Jóhannessonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra lauk rétt í þessu og í kjölfarið ávarpaði Guðni fjölmiðla á Bessastöðum. Hann flutti yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði samþykkt lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur en falið henni og ráðuneyti hennar að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. 7. apríl 2024 14:54 Segir afsögn sína heillaspor fyrir VG Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor. 7. apríl 2024 12:10 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
„Óneitanlega óvenjulegt“ Guðni Th. Jóhannesson ræddi við formenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka símleiðis og segist viss um að senn komi í ljós hverjar lyktir viðræðna stjórnarflokkanna verða og þar af leiðandi hver verður næsti forsætisráðherra Íslands. 7. apríl 2024 15:30
Katrín verður forsætisráðherra þangað til að ný stjórn er mynduð Fundi Guðna Th. Jóhannessonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra lauk rétt í þessu og í kjölfarið ávarpaði Guðni fjölmiðla á Bessastöðum. Hann flutti yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði samþykkt lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur en falið henni og ráðuneyti hennar að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. 7. apríl 2024 14:54
Segir afsögn sína heillaspor fyrir VG Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor. 7. apríl 2024 12:10
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?