„Við viljum vera inn á öllum Evrópumótum“ Hinrik Wöhler skrifar 7. apríl 2024 19:18 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Vísir/Anton Brink Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var kampakátur eftir fjögurra marka sigur á Færeyjum á Ásvöllum í dag. Með sigrinum er það ljóst að íslenska liðið leikur á Evrópumótinu í nóvember og það í fyrsta sinn síðan 2012. „Mér líður mjög vel, við erum búnar að stefna að þessu lengi að koma okkur á þetta mót. Við gerðum það með glæsibrag. Við náum öðru sæti í riðlinum sem tryggir okkur inn, hefði meira að segja tryggt okkur inn á 16-liða EM. Þannig ég er mjög stoltur af stelpunum,“ sagði Arnar skömmu leik. Leikurinn fór rólega af stað en það var ekki mikið skorað í byrjun leiks og Færeyingar leiddu framan af fyrri hálfleik. Um miðbik fyrir hálfleiks náði íslenska liðið góðum kafla og Ísland leiddi með fjórum mörkum í hálfleik. „Við vorum búin að undirbúa að þær myndu spila sjö á sex og vera með línuna á milli eitt og tvö. Við lentum í vandræðum vinstra megin með árásirnar, þær settu Jönu [Mittún] yfir vinstra megin og við vorum í smá vandræðum en við lokuðum aftur fyrir það. Þetta er skák og þær eru með hörku góða leikmenn. Þær eru með stelpur sem eru að spila í góðum deildum, í dönsku úrvalsdeildinni og eru mjög góðar. Ég er mjög stoltur af þessu.“ Evrópumótið hefst í lok nóvember og er Arnar spenntur að sjá hvaða lið verða mótherjar íslenska liðsins. „Ég hlakka til og hlakka til að sjá í hvaða riðli við lendum og hvaða lið við fáum. Möguleikar og ekki möguleikar, við þurfum að sjá hvernig þetta mun þróast. Við þurfum að leggja inn mikla vinnu og nýta sumarið mjög vel,“ sagði Arnar fullur tilhlökkunar. „Vegferðin gengur út á það að koma okkur inn á þessi stórmót sem við höfum ekki verið á að undanförnum árum. Nú er þetta orðið 24-liða mót en við skulum hafa það á hreinu að við hefðum tryggt okkur inn á 16-liða mótið einnig. Horfum fram í tímann, við viljum vera inn á öllum Evrópumótum og ná úrslitum þar. Það gefur okkur meiri líkur að koma okkur á HM, út á það gengur það,“ sagði Arnar um Evrópumótið en Ísland tekur þátt í fyrsta sinn á lokamóti í tólf ár. „Þess vegna var svo mikilvægt að vinna, við vissum nokkurn vegin fyrirfram að við værum komnar áfram í gegnum annað eða þriðja sætið. Annað sætið gefur okkur vonandi betri riðil á EM og þá náum við okkur vonandi hærra fyrir HM,“ bætti Arnar við. Gestirnir frá Færeyjum þurftu ekki að dvelja lengi við tapið en eftir leikinn kom það í ljós að þær munu einnig taka þátt á lokamóti EM. Fjögur stigahæstu liðin sem enduðu í þriðja sæti í undanriðlunum fá þátttökurétt á lokamótinu í nóvember og eftir leikinn var það ljóst að Færeyingar verða eitt af þeim liðum. „Frábært, ótrúleg þróun í þessu litla samfélagi. Þetta er svo skemmtilegt samfélag og fólk. Ég er bara ótrúlega ánægður að þessi handboltaþjóð sé komið með kvennaliðið á EM, þetta eru frábærir einstaklingar,“ sagði Arnar að lokum um mótherja sína í dag. Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 24-20 | Stelpurnar tryggðu sér sæti á EM Íslenska landsliðið sigraði Færeyjar, 24 – 20, í sínum síðasta leik í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í dag. Með sigrinum er það ljóst að íslenska kvennalandsliðið leikur á Evrópumótinu í handbolta í nóvember en liðið endaði í öðru sæti í undanriðlinum, fjórum stigum undan Færeyjum. 7. apríl 2024 15:15 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
„Mér líður mjög vel, við erum búnar að stefna að þessu lengi að koma okkur á þetta mót. Við gerðum það með glæsibrag. Við náum öðru sæti í riðlinum sem tryggir okkur inn, hefði meira að segja tryggt okkur inn á 16-liða EM. Þannig ég er mjög stoltur af stelpunum,“ sagði Arnar skömmu leik. Leikurinn fór rólega af stað en það var ekki mikið skorað í byrjun leiks og Færeyingar leiddu framan af fyrri hálfleik. Um miðbik fyrir hálfleiks náði íslenska liðið góðum kafla og Ísland leiddi með fjórum mörkum í hálfleik. „Við vorum búin að undirbúa að þær myndu spila sjö á sex og vera með línuna á milli eitt og tvö. Við lentum í vandræðum vinstra megin með árásirnar, þær settu Jönu [Mittún] yfir vinstra megin og við vorum í smá vandræðum en við lokuðum aftur fyrir það. Þetta er skák og þær eru með hörku góða leikmenn. Þær eru með stelpur sem eru að spila í góðum deildum, í dönsku úrvalsdeildinni og eru mjög góðar. Ég er mjög stoltur af þessu.“ Evrópumótið hefst í lok nóvember og er Arnar spenntur að sjá hvaða lið verða mótherjar íslenska liðsins. „Ég hlakka til og hlakka til að sjá í hvaða riðli við lendum og hvaða lið við fáum. Möguleikar og ekki möguleikar, við þurfum að sjá hvernig þetta mun þróast. Við þurfum að leggja inn mikla vinnu og nýta sumarið mjög vel,“ sagði Arnar fullur tilhlökkunar. „Vegferðin gengur út á það að koma okkur inn á þessi stórmót sem við höfum ekki verið á að undanförnum árum. Nú er þetta orðið 24-liða mót en við skulum hafa það á hreinu að við hefðum tryggt okkur inn á 16-liða mótið einnig. Horfum fram í tímann, við viljum vera inn á öllum Evrópumótum og ná úrslitum þar. Það gefur okkur meiri líkur að koma okkur á HM, út á það gengur það,“ sagði Arnar um Evrópumótið en Ísland tekur þátt í fyrsta sinn á lokamóti í tólf ár. „Þess vegna var svo mikilvægt að vinna, við vissum nokkurn vegin fyrirfram að við værum komnar áfram í gegnum annað eða þriðja sætið. Annað sætið gefur okkur vonandi betri riðil á EM og þá náum við okkur vonandi hærra fyrir HM,“ bætti Arnar við. Gestirnir frá Færeyjum þurftu ekki að dvelja lengi við tapið en eftir leikinn kom það í ljós að þær munu einnig taka þátt á lokamóti EM. Fjögur stigahæstu liðin sem enduðu í þriðja sæti í undanriðlunum fá þátttökurétt á lokamótinu í nóvember og eftir leikinn var það ljóst að Færeyingar verða eitt af þeim liðum. „Frábært, ótrúleg þróun í þessu litla samfélagi. Þetta er svo skemmtilegt samfélag og fólk. Ég er bara ótrúlega ánægður að þessi handboltaþjóð sé komið með kvennaliðið á EM, þetta eru frábærir einstaklingar,“ sagði Arnar að lokum um mótherja sína í dag.
Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 24-20 | Stelpurnar tryggðu sér sæti á EM Íslenska landsliðið sigraði Færeyjar, 24 – 20, í sínum síðasta leik í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í dag. Með sigrinum er það ljóst að íslenska kvennalandsliðið leikur á Evrópumótinu í handbolta í nóvember en liðið endaði í öðru sæti í undanriðlinum, fjórum stigum undan Færeyjum. 7. apríl 2024 15:15 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 24-20 | Stelpurnar tryggðu sér sæti á EM Íslenska landsliðið sigraði Færeyjar, 24 – 20, í sínum síðasta leik í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í dag. Með sigrinum er það ljóst að íslenska kvennalandsliðið leikur á Evrópumótinu í handbolta í nóvember en liðið endaði í öðru sæti í undanriðlinum, fjórum stigum undan Færeyjum. 7. apríl 2024 15:15