Innlent

Endur­meta rýmingar í fyrra­málið

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Flestir fjallvegir á Austurlandi eru enn lokaðir.
Flestir fjallvegir á Austurlandi eru enn lokaðir. Vísir/Vilhelm

Rýmingar á merktum svæðum á Seyðisfirði og í Neskaupstað vegna snjóflóðahættu eru enn í gildi. Veðurstofa metur stöðuna að nýju í fyrramálið. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 

Enn er gert ráð fyrir áframhaldandi úrkomu og skafrenningi fram til morguns. Heldur lægir þá tímabundið en von á öðrum úrkomubakka á morgun. Úrkoma á Seyðisfirði og í Neskaupstað hefur þó ekki verið mikil. 

Flestir fjallvegir á Austurlandi eru enn lokaðir en vegir innanbæjar eru enn opnir. Ekki er talin hætta utan rýmdra svæða. 


Tengdar fréttir

Vonskuveður um allt land og vegir víða ófærir

Vonskuveður með mikilli snjókomu gengur yfir Austfirði og Norðurland en víða hefur snjóað og verið mjög hvasst um vestanvert landið. Vegir eru lokaðir um allt land og sums staðar væntir ekki fregna fyrr en á morgun.

Fólk á Austfjörðum sleppi því að vera á ferðinni

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi fundaði fyrir skemmstu með Veðurstofu og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir talsverðri úrkomu í nótt. Búið er að rýma svæði á Seyðisfirði og Neskaupstað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×