Vél frá Boeing snúið við eftir að vélarhlíf rifnaði af í flugtaki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2024 07:04 Rannsóknaryfirvöld vestanhafs hafa nú fjölda tilvika til rannsóknar þar sem vélar frá Boeing koma við sögu. AP/Ted S. Warren Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum hafa hafið enn eina rannsóknina er varðar flugvél frá Boeing, eftir að flugmenn neyddust til að lenda vél frá fyrirtækinu í kjölfar þess að vélarhlíf rifnaði af í flugtaki. Um var að ræða vél í eigu Southwest Airlines sem var að taka á loft frá alþjóðaflugvellinum í Denver í gær þegar atvikið átti sér stað. Vélin lenti örugglega á vellinum 25 mínútum eftir flugtak en á myndskeiðum má sjá hlífina blakta í vindinum. 135 farþegar og sex áhafnarmeðlimir voru um borð. Engan sakaði. Engine cowling on Southwest Airlines Boeing plane falls off during take-off video https://t.co/8uvOBMmXG5— The Guardian (@guardian) April 8, 2024 Samkvæmt Southwest Airlines er nú verið að skoða vélina en hún var tekin í notkun árið 2015. Flugfélagið hefur neitað því að svara hvenær síðasta öryggisskoðun fór fram. Boeing flugvélaframleiðandinn hefur ekki átt sjö dagana sæla en ýmsar bilanir sem hafa orðið í vélum félagsins hafa ratað í fréttirnar síðustu misseri og raunar ár. Nú síðast voru Max 9 vélar fyrirtækisins í Bandaríkjunum kyrrsettar í kjölfar þess að hurðarlok losnaði í miðju flugi. Fjöldi hópmálsókna hefur verið höfðaður á hendur fyrirtækinu vegna atviksins. Þá vekur athygli að flugmálayfirvöld vestanhafs rannsaka nú einnig að minnsta kosti þrjú önnur tilvik þar sem Boeing-vélum í eigu Southwest Airlines var snúið við eftir að áhöfnin tilkynnti um vélarbilun. Bandaríkin Fréttir af flugi Samgöngur Boeing Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Um var að ræða vél í eigu Southwest Airlines sem var að taka á loft frá alþjóðaflugvellinum í Denver í gær þegar atvikið átti sér stað. Vélin lenti örugglega á vellinum 25 mínútum eftir flugtak en á myndskeiðum má sjá hlífina blakta í vindinum. 135 farþegar og sex áhafnarmeðlimir voru um borð. Engan sakaði. Engine cowling on Southwest Airlines Boeing plane falls off during take-off video https://t.co/8uvOBMmXG5— The Guardian (@guardian) April 8, 2024 Samkvæmt Southwest Airlines er nú verið að skoða vélina en hún var tekin í notkun árið 2015. Flugfélagið hefur neitað því að svara hvenær síðasta öryggisskoðun fór fram. Boeing flugvélaframleiðandinn hefur ekki átt sjö dagana sæla en ýmsar bilanir sem hafa orðið í vélum félagsins hafa ratað í fréttirnar síðustu misseri og raunar ár. Nú síðast voru Max 9 vélar fyrirtækisins í Bandaríkjunum kyrrsettar í kjölfar þess að hurðarlok losnaði í miðju flugi. Fjöldi hópmálsókna hefur verið höfðaður á hendur fyrirtækinu vegna atviksins. Þá vekur athygli að flugmálayfirvöld vestanhafs rannsaka nú einnig að minnsta kosti þrjú önnur tilvik þar sem Boeing-vélum í eigu Southwest Airlines var snúið við eftir að áhöfnin tilkynnti um vélarbilun.
Bandaríkin Fréttir af flugi Samgöngur Boeing Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira