Ungt fólk á betri upplýsingar skilið Haukur V. Alfreðsson skrifar 8. apríl 2024 09:31 Fyrir skömmu héldu háskólar landsins Háskóla Daginn víðsvegar um land. Þar gáfu háskólarnir áhugasömum færi á að kynna sér hinar ýmsu námsleiðir skólanna betur með spjalli við fulltrúa skólanna. Kynningar sem þessar eru ekki nýjar af nálinni, til að mynda sótti ég sama eða samskonar dag þegar ég var að velja mér háskólanám fyrir um fimmtán árum. Þar fékk ég ágætis bækling sem innihélt gott ef ekki 200-300 orð um námið sem ég var að velta fyrir mér og gaf mér þannig feiki nægar upplýsingar til að taka eina af stærstu ákvörðunum míns lífs. Mikilvægustu upplýsingarnar fékk ég þó beint frá þeim sem rétti mér bæklingin, nú að félagslífið væri gott. Á þeim Háskóla Degi sem var haldinn í ár kann vel að vera að betri upplýsingar séu veittar en var þegar ég var að velja nám. Til að mynda er núna vefsíða með tenglum inn á allar námsleiðir hjá háskólunum og einnig próf sem reynir að tengja saman þinn áhuga og námsleiðir við hæfi. En eftir að hafa tekið ýmsar stikkprufur af heimasíðum háskólanna þykir mér engu að síður ýmsar mikilvægar upplýsingar vanta. Til dæmis: Hver eru meðallaun þeirra sem útskrifast úr náminu? Hvernig eru atvinnuhorfur: - Hversu margir með slíka menntun eru atvinnulausir? - Hvað tekur að meðaltali langan tíma eftir nám að fá vinnu tengda náminu? - Hversu margir starfa tengt náminu eftir 6 mánuði, 1 ár, 5 ár, 10 ár? Hvað fela vinnur byggðar á þessu námi í raun í sér? Hvernig er vinnudagurinn? Hversu langur er vinnudagurinn? Hvernig er álag í starfi? Hér mætti lengi telja upp ýmis atriði sem gott væri að vita. En mér þykir ofboðslega skrítið að við sem þjóðfélag séum sátt við það að ungt fólk geti ekki fengið haldbærar upplýsingar um atvinnuhorfur og kjör þegar það tekur stórar ákvarðanir um framtíð sína. Heldur nokkur maður að þeim fjármunum sem væri varið í að safna þessum upplýsingum saman væri illa varið? Það er gott og gilt að velja sér starfsvettvang eftir áhuga, en það er ljótt að neita fólki um að taka upplýstar ákvarðanir. Að ónefndu að það kostar okkur sem samfélag að senda fólk í nám sem það hefði ef til vill aldrei dottið í hug að fara í ef það vissi hvað biði sín eða hvað annað væri í raun í boði. Þessa sömu sögu má segja um allt nám á Íslandi en ekki eingöngu háskólanám. Upplýsingar sem þessar eigi vitanlega að liggja fyrir strax við val á námi eftir grunnskóla. Það er einfaldlega ekki boðlegt að kynslóð eftir kynslóð velji framtíðin sína eingöngu út frá upplýsingum um skemmtilegt félagslíf eða því sem mamma og pabbi segja. Höfundur er eigandi Ráðsölunnar ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu héldu háskólar landsins Háskóla Daginn víðsvegar um land. Þar gáfu háskólarnir áhugasömum færi á að kynna sér hinar ýmsu námsleiðir skólanna betur með spjalli við fulltrúa skólanna. Kynningar sem þessar eru ekki nýjar af nálinni, til að mynda sótti ég sama eða samskonar dag þegar ég var að velja mér háskólanám fyrir um fimmtán árum. Þar fékk ég ágætis bækling sem innihélt gott ef ekki 200-300 orð um námið sem ég var að velta fyrir mér og gaf mér þannig feiki nægar upplýsingar til að taka eina af stærstu ákvörðunum míns lífs. Mikilvægustu upplýsingarnar fékk ég þó beint frá þeim sem rétti mér bæklingin, nú að félagslífið væri gott. Á þeim Háskóla Degi sem var haldinn í ár kann vel að vera að betri upplýsingar séu veittar en var þegar ég var að velja nám. Til að mynda er núna vefsíða með tenglum inn á allar námsleiðir hjá háskólunum og einnig próf sem reynir að tengja saman þinn áhuga og námsleiðir við hæfi. En eftir að hafa tekið ýmsar stikkprufur af heimasíðum háskólanna þykir mér engu að síður ýmsar mikilvægar upplýsingar vanta. Til dæmis: Hver eru meðallaun þeirra sem útskrifast úr náminu? Hvernig eru atvinnuhorfur: - Hversu margir með slíka menntun eru atvinnulausir? - Hvað tekur að meðaltali langan tíma eftir nám að fá vinnu tengda náminu? - Hversu margir starfa tengt náminu eftir 6 mánuði, 1 ár, 5 ár, 10 ár? Hvað fela vinnur byggðar á þessu námi í raun í sér? Hvernig er vinnudagurinn? Hversu langur er vinnudagurinn? Hvernig er álag í starfi? Hér mætti lengi telja upp ýmis atriði sem gott væri að vita. En mér þykir ofboðslega skrítið að við sem þjóðfélag séum sátt við það að ungt fólk geti ekki fengið haldbærar upplýsingar um atvinnuhorfur og kjör þegar það tekur stórar ákvarðanir um framtíð sína. Heldur nokkur maður að þeim fjármunum sem væri varið í að safna þessum upplýsingum saman væri illa varið? Það er gott og gilt að velja sér starfsvettvang eftir áhuga, en það er ljótt að neita fólki um að taka upplýstar ákvarðanir. Að ónefndu að það kostar okkur sem samfélag að senda fólk í nám sem það hefði ef til vill aldrei dottið í hug að fara í ef það vissi hvað biði sín eða hvað annað væri í raun í boði. Þessa sömu sögu má segja um allt nám á Íslandi en ekki eingöngu háskólanám. Upplýsingar sem þessar eigi vitanlega að liggja fyrir strax við val á námi eftir grunnskóla. Það er einfaldlega ekki boðlegt að kynslóð eftir kynslóð velji framtíðin sína eingöngu út frá upplýsingum um skemmtilegt félagslíf eða því sem mamma og pabbi segja. Höfundur er eigandi Ráðsölunnar ehf.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun