Hvetur fólk til að finna sólmyrkvagleraugun og kíkja út í kvöld Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. apríl 2024 13:00 Deildarmyrkvi verður þegar tunglið hylur sólina að hluta til. Vísir/baldur Ef veður leyfir mun deildarmyrkvi á sólu sjást frá öllu landinu í kvöld. Almyrkvi verður í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sem er töluvert sjónarspil. „Deildarmyrkvi verður þegar tunglið hylur sólina að hluta til og í kvöld um klukkan 19:30 getur fólk séð hvernig tunglið hylur um 40 prósent sólarinnar frá Íslandi séð. Þannig það eina sem fólk þarf að gera er að horfa nokkurn veginn í vesturátt og vera með viðeigandi hlífðarbúnað, eitthvað sem deyfir birtu sólarinnar nægjanlega eins og t.d. sólmyrkvagleraugu sem fólk á vonandi einhvers staðar heima hjá sér,“ segir Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu Sævar. Eltir almyrkvann Hann segir Sólmyrkva einhvers staðar á jörðinni á átján mánaða fresti. „Þannig að deildarmyrkvi eins og við sjáum núna í kvöld eru frekar algengir en það er tiltölulega óalgengt að við fáum almyrkva sem gengur núna yfir Mexíkó, Bandaríkin og Kanada. En við Íslendingar þurfum bara að bíða til ársins 2026 til að sjá það hjá okkur.“ Og þú ert einmitt einhvers staðar úti til að upplifa það? „Já ég er á leiðinni inn í almyrkvaslóðina í dag á stað sem heitir Burlington í Vermont. Þar er veðurútlit gott og þangað er búist við að mörg þúsund manns leggi leið sína til að fylgjast með þessu, fyrir utan allar þær milljónir sem verða á flakki í Bandaríkjunum í dag til að koma sér á réttan stað og finna glufur í skýjunum. Þannig það er mikil stemning fyrir þessu í dag, vægast sagt.“ Hann hvetur fólk hér heima til að kíkja út og líta upp ef veður leyfir. „Já ef vel viðrar þá er um að gera að rífa upp sólmyrkvagleraugun eða eitthvað annað sem deyfir birtuna nægilega mikið og kíkja eftir þessu. Þetta er ekki nærri því jafn mikið sjónarspil og almyrkvi en engu að síður skemmtileg. Við fáum annan svona deildarmyrkva á næsta ári og svo er það almyrkvinn eftir tvö ár. Það er alltaf um að gera að kíkja aðeins á náttúruna og skoða hana.“ Sólin Geimurinn Tengdar fréttir Deildarmyrkvi í kvöld Deildarmyrkvi á tungli verður sjáanlegur frá öllu Íslandi í kvöld. Lítill hluti tunglskífunnar mun myrkvast og þá mun líta út eins og biti hafi verið tekinn úr tunglinu. Deildarmyrkvinn nær hámarki rétt eftir klukkan 20.00. 28. október 2023 19:23 Deildarmyrkvi á sólu á morgun Á morgun, mánudaginn 8. apríl, mun sjást deildarmyrkvi á sólu frá öllu landinu, ef veður leyfir. Frá Reykjavík sést allur myrkvinn. Tunglið kemur til með að hylja um og yfir fjörutíu prósent sólarinnar frá Íslandi séð en í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada verður almyrkvi. 7. apríl 2024 09:34 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
„Deildarmyrkvi verður þegar tunglið hylur sólina að hluta til og í kvöld um klukkan 19:30 getur fólk séð hvernig tunglið hylur um 40 prósent sólarinnar frá Íslandi séð. Þannig það eina sem fólk þarf að gera er að horfa nokkurn veginn í vesturátt og vera með viðeigandi hlífðarbúnað, eitthvað sem deyfir birtu sólarinnar nægjanlega eins og t.d. sólmyrkvagleraugu sem fólk á vonandi einhvers staðar heima hjá sér,“ segir Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu Sævar. Eltir almyrkvann Hann segir Sólmyrkva einhvers staðar á jörðinni á átján mánaða fresti. „Þannig að deildarmyrkvi eins og við sjáum núna í kvöld eru frekar algengir en það er tiltölulega óalgengt að við fáum almyrkva sem gengur núna yfir Mexíkó, Bandaríkin og Kanada. En við Íslendingar þurfum bara að bíða til ársins 2026 til að sjá það hjá okkur.“ Og þú ert einmitt einhvers staðar úti til að upplifa það? „Já ég er á leiðinni inn í almyrkvaslóðina í dag á stað sem heitir Burlington í Vermont. Þar er veðurútlit gott og þangað er búist við að mörg þúsund manns leggi leið sína til að fylgjast með þessu, fyrir utan allar þær milljónir sem verða á flakki í Bandaríkjunum í dag til að koma sér á réttan stað og finna glufur í skýjunum. Þannig það er mikil stemning fyrir þessu í dag, vægast sagt.“ Hann hvetur fólk hér heima til að kíkja út og líta upp ef veður leyfir. „Já ef vel viðrar þá er um að gera að rífa upp sólmyrkvagleraugun eða eitthvað annað sem deyfir birtuna nægilega mikið og kíkja eftir þessu. Þetta er ekki nærri því jafn mikið sjónarspil og almyrkvi en engu að síður skemmtileg. Við fáum annan svona deildarmyrkva á næsta ári og svo er það almyrkvinn eftir tvö ár. Það er alltaf um að gera að kíkja aðeins á náttúruna og skoða hana.“
Sólin Geimurinn Tengdar fréttir Deildarmyrkvi í kvöld Deildarmyrkvi á tungli verður sjáanlegur frá öllu Íslandi í kvöld. Lítill hluti tunglskífunnar mun myrkvast og þá mun líta út eins og biti hafi verið tekinn úr tunglinu. Deildarmyrkvinn nær hámarki rétt eftir klukkan 20.00. 28. október 2023 19:23 Deildarmyrkvi á sólu á morgun Á morgun, mánudaginn 8. apríl, mun sjást deildarmyrkvi á sólu frá öllu landinu, ef veður leyfir. Frá Reykjavík sést allur myrkvinn. Tunglið kemur til með að hylja um og yfir fjörutíu prósent sólarinnar frá Íslandi séð en í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada verður almyrkvi. 7. apríl 2024 09:34 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Deildarmyrkvi í kvöld Deildarmyrkvi á tungli verður sjáanlegur frá öllu Íslandi í kvöld. Lítill hluti tunglskífunnar mun myrkvast og þá mun líta út eins og biti hafi verið tekinn úr tunglinu. Deildarmyrkvinn nær hámarki rétt eftir klukkan 20.00. 28. október 2023 19:23
Deildarmyrkvi á sólu á morgun Á morgun, mánudaginn 8. apríl, mun sjást deildarmyrkvi á sólu frá öllu landinu, ef veður leyfir. Frá Reykjavík sést allur myrkvinn. Tunglið kemur til með að hylja um og yfir fjörutíu prósent sólarinnar frá Íslandi séð en í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada verður almyrkvi. 7. apríl 2024 09:34