Missir úr svefn vegna slakrar frammistöðu sinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. apríl 2024 23:00 Hinn 32 ára gamli Casemiro hefur unnið fjölda titla á ferli sínum en hefur undanfarnar vikur og mánuði verið orðaður við lið í Sádi-Arabíu. AP Photo/Dave Thompson Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro hefur ekki átt sjö dagana sæla í liði Manchester United á yfirstandandi leiktíð enskrar knattspyrnu. Hefur hann verið svo slakur að hann hefur misst úr svefn vegna eigin frammistöðu. Casemiro gekk í raðir Man United sumarið 2022 eftir að félagið hafði elt Frenkie de Jong, hollenskan miðjumann Barcelona, mánuðina þar á undan. Kaupin vöktu athygli þar sem Casemiro á lítið sameiginlegt með De Jong fyrir utan að spila með einu af tveimur stærstu liðum Spánar. Voru sett spurningamerki við kaupin en Casemiro svaraði gagnrýnisröddum með góðri frammistöðu á sínu fyrsta tímabili á Englandi. Man United endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, komst í úrslit ensku bikarkeppninnar og fór með sigur af hólmi í enska deildarbikarnum. Á þessari leiktíð er hins vegar annað hljóð í strokknum. Casemiro hefur ekki verið sjón að sjá, verið skrefi á eftir andstæðingum sínum og almennt átt verulega erfitt uppdráttar. Man Utd's table position is giving Casemiro sleepless nights pic.twitter.com/4y01GdPiBr— Match of the Day (@BBCMOTD) April 8, 2024 Í viðtali við ESPN sagði Casemiro að hann væri farinn að missa úr svefn vegna slakrar frammistöðu sinnar. „Þetta er erfitt. Það sem pirrar mig mest er að vera ekki að berjast um titla, að vera 20 stigum á eftir toppliðinu. Stundum get ég ekki sofið og því reyni ég að hugsa um eitthvað annað. Þetta er hins vegar raunveruleikinn, það er enginn tilgangur að tala um titilbaráttu eða Meistaradeild Evrópu. Við þurfum að taka þetta einn leik í einu.“ „Við þurfum að taka þetta dag fyrir dag. Við fengum nóg af færum til að skora níu mörk í undanförnum leikjum en skoruðum aðeins tvö. Við erum pirraðir. Við berðum að gera betur og einbeita okkur að næsta leik, gegn Bournemouth.“ Man United er í 6. sæti með 49 stig að loknum 31 leik. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Casemiro gekk í raðir Man United sumarið 2022 eftir að félagið hafði elt Frenkie de Jong, hollenskan miðjumann Barcelona, mánuðina þar á undan. Kaupin vöktu athygli þar sem Casemiro á lítið sameiginlegt með De Jong fyrir utan að spila með einu af tveimur stærstu liðum Spánar. Voru sett spurningamerki við kaupin en Casemiro svaraði gagnrýnisröddum með góðri frammistöðu á sínu fyrsta tímabili á Englandi. Man United endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, komst í úrslit ensku bikarkeppninnar og fór með sigur af hólmi í enska deildarbikarnum. Á þessari leiktíð er hins vegar annað hljóð í strokknum. Casemiro hefur ekki verið sjón að sjá, verið skrefi á eftir andstæðingum sínum og almennt átt verulega erfitt uppdráttar. Man Utd's table position is giving Casemiro sleepless nights pic.twitter.com/4y01GdPiBr— Match of the Day (@BBCMOTD) April 8, 2024 Í viðtali við ESPN sagði Casemiro að hann væri farinn að missa úr svefn vegna slakrar frammistöðu sinnar. „Þetta er erfitt. Það sem pirrar mig mest er að vera ekki að berjast um titla, að vera 20 stigum á eftir toppliðinu. Stundum get ég ekki sofið og því reyni ég að hugsa um eitthvað annað. Þetta er hins vegar raunveruleikinn, það er enginn tilgangur að tala um titilbaráttu eða Meistaradeild Evrópu. Við þurfum að taka þetta einn leik í einu.“ „Við þurfum að taka þetta dag fyrir dag. Við fengum nóg af færum til að skora níu mörk í undanförnum leikjum en skoruðum aðeins tvö. Við erum pirraðir. Við berðum að gera betur og einbeita okkur að næsta leik, gegn Bournemouth.“ Man United er í 6. sæti með 49 stig að loknum 31 leik.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira