Hefur ekki lyst á að koma nálægt Eurovision Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. apríl 2024 21:22 Arnar Eggert segist fá kvíðahnút frekar en fiðrildi í magann þetta árið. Aðsend Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarfræðingur og Eurovisionaðdáandi mun sniðganga keppnina í ár vegna þátttöku Ísraels. Hann segir tilhugsunin um Eurovision gefa honum kvíðahnút í magann. Í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook fyrr í kvöld fjallaði hann um samband sitt við Eurovision í gegnum árin bæði sem blaðamaður og félags- og dægurtónlistarfræðingur við Háskóla Íslands. „Ég hef verið að skrifa um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Morgunblaðið í áratugi. Reit t.d. opnugrein um fatatízkustrauma í keppninni eitt sinn, geri aðrir betur!“ skrifar Arnar. Hann segist vera afar fylgjandi keppninni og segir að það sé „hreinlega sálarupplyftandi að hlusta á misgóð popplög með fjölskyldu og vinum.“ Dægurtónlist af öllu tagi búi yfir gildi og hafi áhrif. Árið 2019 hafi hann þó ekki getað notið keppninnar eins og svo oft áður og segir hann ástæðuna hafa verið þá að keppnin hefði verið haldin í Ísrael. „Ástæðan þá var að sjálfsögðu aðkoma Ísrael að keppninni og hvernig landið nýtti hana meðvitað í menningarlegan hvítþvott. Allt tal um að söngvakeppninni ætti að halda utan við pólitík, sem er göfugt markmið, var gert að hjómi af gestgjöfunum sjálfum,“ skrifar Arnar. Fremur kvíðahnútur en fiðrildi í maganum Sama er uppi á teningnum hjá honum í ár. Hann skrifaði ekki um íslensku lögin og mun sniðganga aðalkeppnina. „Ég þarf ekki að fara í saumana á ástæðunum, þær blasa við. Fyrst og fremst hef ég einfaldlega ekki lyst á að koma nálægt þessu og fæ kvíðahnúta fremur en fiðrildi í magann þegar ég hugsa til Eurovision,“ segir hann. „Sturlunin á Gaza blasir við öllum sem vilja sjá og skilja og að ætla að stíga gleðidans með fulltrúum þess ríkis sem að henni stendur gengur engan veginn upp í mínum huga. Mín lóð eru afskaplega léttvæg í stóra samhenginu en hér eru þau samt.“ Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Fleiri fréttir „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn Sjá meira
Í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook fyrr í kvöld fjallaði hann um samband sitt við Eurovision í gegnum árin bæði sem blaðamaður og félags- og dægurtónlistarfræðingur við Háskóla Íslands. „Ég hef verið að skrifa um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Morgunblaðið í áratugi. Reit t.d. opnugrein um fatatízkustrauma í keppninni eitt sinn, geri aðrir betur!“ skrifar Arnar. Hann segist vera afar fylgjandi keppninni og segir að það sé „hreinlega sálarupplyftandi að hlusta á misgóð popplög með fjölskyldu og vinum.“ Dægurtónlist af öllu tagi búi yfir gildi og hafi áhrif. Árið 2019 hafi hann þó ekki getað notið keppninnar eins og svo oft áður og segir hann ástæðuna hafa verið þá að keppnin hefði verið haldin í Ísrael. „Ástæðan þá var að sjálfsögðu aðkoma Ísrael að keppninni og hvernig landið nýtti hana meðvitað í menningarlegan hvítþvott. Allt tal um að söngvakeppninni ætti að halda utan við pólitík, sem er göfugt markmið, var gert að hjómi af gestgjöfunum sjálfum,“ skrifar Arnar. Fremur kvíðahnútur en fiðrildi í maganum Sama er uppi á teningnum hjá honum í ár. Hann skrifaði ekki um íslensku lögin og mun sniðganga aðalkeppnina. „Ég þarf ekki að fara í saumana á ástæðunum, þær blasa við. Fyrst og fremst hef ég einfaldlega ekki lyst á að koma nálægt þessu og fæ kvíðahnúta fremur en fiðrildi í magann þegar ég hugsa til Eurovision,“ segir hann. „Sturlunin á Gaza blasir við öllum sem vilja sjá og skilja og að ætla að stíga gleðidans með fulltrúum þess ríkis sem að henni stendur gengur engan veginn upp í mínum huga. Mín lóð eru afskaplega léttvæg í stóra samhenginu en hér eru þau samt.“
Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Fleiri fréttir „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“