Raddir skólafólks í fyrirrúmi Magnús Þór Jónsson skrifar 9. apríl 2024 09:00 Umræða um skólamál er mikilvæg. Bæði í íslensku samhengi sem og því alþjóðlega enda menntun undirstöðuatriði farsældar í samfélagi. Hvort sem er á vettvangi fjölmiðla, stjórnmálanna, hagsmunasamtaka eða bara í fermingarveislum og öðrum viðburðum á meðal almennings. Oft og tíðum sprettur umræðan upp sem viðbrögð við einstökum þáttum skólastarfs, eða bara jafnvel einstöku atviki sem upp kann að koma á ákveðnu skólastigi eða í einstökum skóla. Mikilvægt er að raddir skólafólks séu í forgrunni umræðunnar. Það býr þekking í þeim mannauði sem valið hefur sér þann vettvang að tryggja gæðamenntun og efla farsæld á vettvangi ólíkra skólastiga og skólagerða. Á undanförnum árum hefur komið upp að í umræðu um málefni menntunar sé frekar talað um skólafólk en við það og þá einmitt út frá þröngu sjónarhorni hvers atviks. Kennarasamband Íslands eru heildarsamtök allra sem vinna við kennslu, ráðgjöf eða stjórnun í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum. Kennarasambandið stendur í dag fyrir ráðstefnunni Skóli nútíðar – vegvísir til framtíðar: Raddir skólafólks í fyrirrúmi. Grunnur ráðstefnunnar er byggður á viðhorfskönnun, sem gerð var meðal félagsfólks, þar sem horft var til þeirra áherslna sem þau vilja kalla eftir en einnig til að rýna nánar í einstaka þætti í okkar störfum þar sem við teljum okkur geta lagt til betri lausnir og útfærslur til framtíðar. Margt forvitnilegt er að finna í niðurstöðum könnunarinnar. Þar koma fram afgerandi skilaboð um að launakjör og starfsumhverfi ráði mestu fyrir umgjörð starfsins, skiptir þar engu máli eðli starfs eða skólagerð. Þar fara skýr skilaboð til launagreiðenda inn í þá kjarasamningsgerð sem er framundan. Í könnuninni kemur fram ákveðinn samhljómur um álagsþætti kennarastarfsins. Þar vill skólafólk rýna í hópastærðir og samsetningu þeirra á öllum skólastigum, þó með mismunandi áherslum. Umfang starfsins og ný verkefni eru líka stórir álagsþættir. Aðrir álagsþættir eru svo mismunandi eftir skólastigum; álag vegna umhverfisáreitis og hljóðvistar er sterkur þáttur í leik- og tónlistarskólum, skortur á stuðningi vegna einstaklingsmála í grunnskólum og skortur á námsgögnum í framhaldsskólum. Það er skýr vilji allra að starfsþróun sé fundinn staður innan hefðbundins vinnutíma skólanna. Þegar kemur að málefnum kennara leggur leikskólinn áherslu á starfsþróun tengda farsældarvinnu, grunnskólinn kallar eftir fræðslu um aga og samskipti en í tónlistar- og framhaldsskólum telja kennarar mesta þörf á að efla starfsþróun í faggrein sinni. Skólastjórnendur á öllum skólastigum eru afskaplega samstíga og leggja áherslu á að efla faglega forystu og mannauðs- og skipulagsmál. Það að starfa í skóla er álagsstarf. Í könnuninni kemur fram að almennt telur fólk sig ráða vel við álag í starfi en þó liggur nokkur munur þar á eftir skólastigum. Kennarar í leik- og grunnskóla eru líklegri til að telja sig ekki ráða nægilega vel við álagið en kennarar í framhaldsskólum, skólastjórnendur og þeir sem sinna ráðgjöf í öllum skólagerðum. Þá sýnir könnunin að 31% stjórnenda telja ólíklegt að þeir verði enn í sínu starfi eftir 5 ár, 27% kennara í leikskólum og 26% kennara í grunnskólum. Þegar horft er á svörin eftir skólagerðum sést að hlutfall þeirra sem telja sig ekki verða enn við störf eftir 5 ár er hæst í grunnskólanum. Hér er stiklað á stóru í könnun sem kynnt er frekar á ráðstefnunni. Í framhaldinu munu stjórn, aðildarfélög, nefndir og ráð KÍ vinna með þær vísbendingar og niðurstöður sem könnunin gefur. Raddir ráðstefnunnar verða raddir skólafólks. Þegar kemur að því að efla og bæta skólastarf, og auka gæði menntunar, verður hægt að sækja í könnunina; efni hennar er vegvísir til framtíðar. Fyrir liggja skólastefnur, námskrár, lög og reglugerðir um skólastarf. Við skólafólk vitum að vettvangur þeirra verkefna liggur víða um stjórnkerfið og fer um ólík svið samfélagsins. Það er á allra ábyrgð að í þeirri vinnu sem miðar að því að gera öflugt skólastarf enn betra verði raddir skólafólks í fyrirrúmi! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Umræða um skólamál er mikilvæg. Bæði í íslensku samhengi sem og því alþjóðlega enda menntun undirstöðuatriði farsældar í samfélagi. Hvort sem er á vettvangi fjölmiðla, stjórnmálanna, hagsmunasamtaka eða bara í fermingarveislum og öðrum viðburðum á meðal almennings. Oft og tíðum sprettur umræðan upp sem viðbrögð við einstökum þáttum skólastarfs, eða bara jafnvel einstöku atviki sem upp kann að koma á ákveðnu skólastigi eða í einstökum skóla. Mikilvægt er að raddir skólafólks séu í forgrunni umræðunnar. Það býr þekking í þeim mannauði sem valið hefur sér þann vettvang að tryggja gæðamenntun og efla farsæld á vettvangi ólíkra skólastiga og skólagerða. Á undanförnum árum hefur komið upp að í umræðu um málefni menntunar sé frekar talað um skólafólk en við það og þá einmitt út frá þröngu sjónarhorni hvers atviks. Kennarasamband Íslands eru heildarsamtök allra sem vinna við kennslu, ráðgjöf eða stjórnun í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum. Kennarasambandið stendur í dag fyrir ráðstefnunni Skóli nútíðar – vegvísir til framtíðar: Raddir skólafólks í fyrirrúmi. Grunnur ráðstefnunnar er byggður á viðhorfskönnun, sem gerð var meðal félagsfólks, þar sem horft var til þeirra áherslna sem þau vilja kalla eftir en einnig til að rýna nánar í einstaka þætti í okkar störfum þar sem við teljum okkur geta lagt til betri lausnir og útfærslur til framtíðar. Margt forvitnilegt er að finna í niðurstöðum könnunarinnar. Þar koma fram afgerandi skilaboð um að launakjör og starfsumhverfi ráði mestu fyrir umgjörð starfsins, skiptir þar engu máli eðli starfs eða skólagerð. Þar fara skýr skilaboð til launagreiðenda inn í þá kjarasamningsgerð sem er framundan. Í könnuninni kemur fram ákveðinn samhljómur um álagsþætti kennarastarfsins. Þar vill skólafólk rýna í hópastærðir og samsetningu þeirra á öllum skólastigum, þó með mismunandi áherslum. Umfang starfsins og ný verkefni eru líka stórir álagsþættir. Aðrir álagsþættir eru svo mismunandi eftir skólastigum; álag vegna umhverfisáreitis og hljóðvistar er sterkur þáttur í leik- og tónlistarskólum, skortur á stuðningi vegna einstaklingsmála í grunnskólum og skortur á námsgögnum í framhaldsskólum. Það er skýr vilji allra að starfsþróun sé fundinn staður innan hefðbundins vinnutíma skólanna. Þegar kemur að málefnum kennara leggur leikskólinn áherslu á starfsþróun tengda farsældarvinnu, grunnskólinn kallar eftir fræðslu um aga og samskipti en í tónlistar- og framhaldsskólum telja kennarar mesta þörf á að efla starfsþróun í faggrein sinni. Skólastjórnendur á öllum skólastigum eru afskaplega samstíga og leggja áherslu á að efla faglega forystu og mannauðs- og skipulagsmál. Það að starfa í skóla er álagsstarf. Í könnuninni kemur fram að almennt telur fólk sig ráða vel við álag í starfi en þó liggur nokkur munur þar á eftir skólastigum. Kennarar í leik- og grunnskóla eru líklegri til að telja sig ekki ráða nægilega vel við álagið en kennarar í framhaldsskólum, skólastjórnendur og þeir sem sinna ráðgjöf í öllum skólagerðum. Þá sýnir könnunin að 31% stjórnenda telja ólíklegt að þeir verði enn í sínu starfi eftir 5 ár, 27% kennara í leikskólum og 26% kennara í grunnskólum. Þegar horft er á svörin eftir skólagerðum sést að hlutfall þeirra sem telja sig ekki verða enn við störf eftir 5 ár er hæst í grunnskólanum. Hér er stiklað á stóru í könnun sem kynnt er frekar á ráðstefnunni. Í framhaldinu munu stjórn, aðildarfélög, nefndir og ráð KÍ vinna með þær vísbendingar og niðurstöður sem könnunin gefur. Raddir ráðstefnunnar verða raddir skólafólks. Þegar kemur að því að efla og bæta skólastarf, og auka gæði menntunar, verður hægt að sækja í könnunina; efni hennar er vegvísir til framtíðar. Fyrir liggja skólastefnur, námskrár, lög og reglugerðir um skólastarf. Við skólafólk vitum að vettvangur þeirra verkefna liggur víða um stjórnkerfið og fer um ólík svið samfélagsins. Það er á allra ábyrgð að í þeirri vinnu sem miðar að því að gera öflugt skólastarf enn betra verði raddir skólafólks í fyrirrúmi! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar