Þurfa að stöðva ógnarsterka liðsfélaga Glódísar Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 13:00 Íslenska landsliðið þarf frammistöðu úr efstu hillu til þess að klekkja á liði Þýskalands í undankeppni EM í kvöld. Klara Buhl og Lea Schuller, leikmenn Þýskalands og liðsfélagar Glódísar Perlu hjá Bayern Munchen, búa yfir gæðum í heimsklassa Vísir/Samsett mynd Íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður þýska liðsins Bayern Munchen, mun í kvöld mæta nokkrum af liðsfélögum sínum þegar að Þýskaland og Ísland mætast í undankeppni EM 2025 í fótbolta í Aachen í Þýskalandi. Tvær af þeim, sóknarleikmennirnir Lea Schuller og Klara Buhl, búa yfir gæðum sem koma þeim á lista yfir bestu leikmenn í heimi að mati Glódísar. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen Leikmenn íslenska landsliðsins munu þurfa að hitta á sinn dag til þess að standa í fullu tré við þýska liðið, eitt besta landslið í heimi, í kvöld. Einstaklingsgæðin sem þýska liðið hefur innan sinna raða eru mjög mikil. Þar innanborðs eru leikmenn sem geta tekið upp á því að vinna leiki á sínar eigin spýtur. Hin 26 ára gamla Lea Schuller hefur komið að tuttugu og tveimur mörkum á yfirstandandi tímabili fyrir Bayern Munchen og þýska landsliðið. Og akkúrat sömu sögu er að segja af hinni 23 ára gömlu Klöru Buhl en báðar leika þær með Bayern Munchen líkt og íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla. Klippa: Glódís þekkir tvær af helstu stjörnum Þjóðverja mjög vel. Ekki eru þetta einu vopn þýska liðsins en Glódís Perla hefur ekki tekið upp á því í aðdraganda leiksins að tala eitthvað sérstaklega um þessa tvo leikmenn við sína liðsfélaga í íslenska landsliðinu. „Nei ég hef svo sem ekki sagt neitt sérstaklega um þessa tvo leikmenn við stelpurnar. Við erum líka með mikið af gríðarlega góðum leikmönnum, góða varnarmenn. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því að þetta verði einhver ójöfn keppni þar á milli.“ En hverjir eru helstu styrkleikar þessara tveggja leikmanna, Leu og Klöru? „Klara er frábær í stöðunni einn á einn. Örugglega einn besti leikmaður í heimi í þeirri stöðu. Þá er hún kraftmikil, getur notað báðar fætur, skotið og gefið fyrir. Þá búa þær báðar yfir mikilli hlaupagetu. Lea er frábær í loftinu og er að mínu mati besti leikmaður í heimi í loftinu. Að sama skapi er hún orðin gríðarlega vinnusöm, hleypur mikið og hratt. Þetta eru þeirra helstu styrkleikar.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk viðbrögð frá landsliðsþjálfaranum sem og leikmönnum Íslands fljótlega að leik loknum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen Leikmenn íslenska landsliðsins munu þurfa að hitta á sinn dag til þess að standa í fullu tré við þýska liðið, eitt besta landslið í heimi, í kvöld. Einstaklingsgæðin sem þýska liðið hefur innan sinna raða eru mjög mikil. Þar innanborðs eru leikmenn sem geta tekið upp á því að vinna leiki á sínar eigin spýtur. Hin 26 ára gamla Lea Schuller hefur komið að tuttugu og tveimur mörkum á yfirstandandi tímabili fyrir Bayern Munchen og þýska landsliðið. Og akkúrat sömu sögu er að segja af hinni 23 ára gömlu Klöru Buhl en báðar leika þær með Bayern Munchen líkt og íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla. Klippa: Glódís þekkir tvær af helstu stjörnum Þjóðverja mjög vel. Ekki eru þetta einu vopn þýska liðsins en Glódís Perla hefur ekki tekið upp á því í aðdraganda leiksins að tala eitthvað sérstaklega um þessa tvo leikmenn við sína liðsfélaga í íslenska landsliðinu. „Nei ég hef svo sem ekki sagt neitt sérstaklega um þessa tvo leikmenn við stelpurnar. Við erum líka með mikið af gríðarlega góðum leikmönnum, góða varnarmenn. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því að þetta verði einhver ójöfn keppni þar á milli.“ En hverjir eru helstu styrkleikar þessara tveggja leikmanna, Leu og Klöru? „Klara er frábær í stöðunni einn á einn. Örugglega einn besti leikmaður í heimi í þeirri stöðu. Þá er hún kraftmikil, getur notað báðar fætur, skotið og gefið fyrir. Þá búa þær báðar yfir mikilli hlaupagetu. Lea er frábær í loftinu og er að mínu mati besti leikmaður í heimi í loftinu. Að sama skapi er hún orðin gríðarlega vinnusöm, hleypur mikið og hratt. Þetta eru þeirra helstu styrkleikar.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk viðbrögð frá landsliðsþjálfaranum sem og leikmönnum Íslands fljótlega að leik loknum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Sjá meira