Aðgerðaleysi í loftslagsmálum talið mannréttindabrot Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2024 10:17 Svissneskir og portúgalskir stefnendur í sal Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasbourg í morgun. AP/Jean-Francois Badias Mannréttindadómstóll Evrópu telur að svissnesk stjórnvöld hafi brotið mannréttindi eldri kvenna með aðgerðaleysi sínu í loftslagsmálum. Tveimur öðrum áþekkum málum var aftur á móti vísað frá dómi. Dómurinn í máli um tvö þúsund svissneskra kvenna á áttræðisaldri gegn ríkisstjórn þeirra markar tímamót því þetta er í fyrsta skipti sem alþjóðadómstóll dæmir í máli sem tengist hnattrænni hlýnun. Á sama tíma vísaði dómstóllinn frá máli fransks bæjarstjóra strandbæjar og hóps portúgalskra ungmenna sem kröfðu stjórnvöld í Frakklandi annars vegar og 32 Evrópuríki hins vegar um harðari loftslagsaðgerðir. Þau vonuðust til þess að Mannréttindadómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að landsstjórnir hefðu lagalega skyldu til þess að halda hlýnun innan marka Parísarsamkomulagsins. Konurnar sem unnu sitt mál sökuðu svissnesk stjórnvöld um að brjóta á mannréttindum sínum með því að grípa ekki til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Rök þeirra voru meðal annars þau að þær væru í aukinni hættu á að láta lífið í hitabylgjum vegna aldurs síns og kyns. Þær gætu ekki farið út úr húsi þegar slíkar hitabylgjur geisa. Lögmenn svissneskra stjórnvalda báru fyrir sig að Sviss gæti ekki leyst loftlagsvandann upp á eigin spýtur. „Sumar okkar eru bara þannig gerðar. Við erum ekki gerðar til þess að sitja í ruggustól að prjóna,“ sagði Elisabeth Smart, ein svissnesku kvennanna sem höfðuðu málið, um hvernig þær héldu málarekstrinum gangandi í níu ár við breska ríkisútvarpið BBC. Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg var á meðal þeirra sem söfnuðust saman við dómshúsið í Strasbourg áður en dómurinn var kveðinn upp.AP/Jean-Francois Badias Réttur á vernd gegn áhrifum loftslagsbreytinga Siofra O'Leary, forseti Mannréttindadómstólsins, féllst á að svissnesk stjórnvöld hefðu brotið á konunum með því að setja sér ekki nægilega kröftuga stefnu í loftslagsmálum. Þá hefðu þau ekki náð eigin markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Töldu dómararnir sautján að áttunda grein Mannréttindasáttmála Evrópu fæli í sér rétt til þess að fólk njóti verndar stjórnvalda gegn skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga á líf þess, velferð og lífsgæði. Ekki er hægt að áfrýja niðurstöðunni og hún gæti þvingað ríkisstjórnir til þess að draga meira úr losun gróðurhúsalofttegunda, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég vonaði virkilega að við ynnum gegn öllum löndunum þannig að ég er augljóslega vonsvikin að það gerðist ekki. En það mikilvægasta er að dómstóllinn segir í máli svissnesku kvennanna að ríkisstjórnir verði að draga frekar úr losun til að vernda mannréttindi. Þeirra sigur er því sigur fyrir okkur líka og sigur fyrir alla!“ sagði Sofia Oliveira, ein portúgölsku stefnendanna sex. Niðurstaðan er sögð geta haft áhrif á hvernig dómstólar taka afstöðu til sambærilegra mála í 46 ríkjum sem eiga aðild að Evrópuráðinu. „Þetta er vendipunktur,“ segir Corina Heri, sérfræðingur í loftslagsmálaferlum við Háskólann í Zurich, við AP-fréttastofuna. Niðurstaðan staðfesti í fyrsta skipti að ríki hafi skyldu til að vernda fólk fyrir loftslagsbreytingum. Líklegt sé að fleiri mál fylgi í kjölfarið. Fréttin verður uppfærð. Mannréttindi Mannréttindadómstóll Evrópu Loftslagsmál Tengdar fréttir Verndar mannréttindasáttmáli Evrópu umhverfið? Í dag verða kveðnir upp dómar í þremur málum hjá mannréttindadómstóli Evrópu, sem allir fjalla um það hvort evrópskar ríkisstjórnir hafi gerst sekar um aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Greinarkorn þetta er skrifað áður en dómarnir eru birtir. 9. apríl 2024 08:30 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Dómurinn í máli um tvö þúsund svissneskra kvenna á áttræðisaldri gegn ríkisstjórn þeirra markar tímamót því þetta er í fyrsta skipti sem alþjóðadómstóll dæmir í máli sem tengist hnattrænni hlýnun. Á sama tíma vísaði dómstóllinn frá máli fransks bæjarstjóra strandbæjar og hóps portúgalskra ungmenna sem kröfðu stjórnvöld í Frakklandi annars vegar og 32 Evrópuríki hins vegar um harðari loftslagsaðgerðir. Þau vonuðust til þess að Mannréttindadómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að landsstjórnir hefðu lagalega skyldu til þess að halda hlýnun innan marka Parísarsamkomulagsins. Konurnar sem unnu sitt mál sökuðu svissnesk stjórnvöld um að brjóta á mannréttindum sínum með því að grípa ekki til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Rök þeirra voru meðal annars þau að þær væru í aukinni hættu á að láta lífið í hitabylgjum vegna aldurs síns og kyns. Þær gætu ekki farið út úr húsi þegar slíkar hitabylgjur geisa. Lögmenn svissneskra stjórnvalda báru fyrir sig að Sviss gæti ekki leyst loftlagsvandann upp á eigin spýtur. „Sumar okkar eru bara þannig gerðar. Við erum ekki gerðar til þess að sitja í ruggustól að prjóna,“ sagði Elisabeth Smart, ein svissnesku kvennanna sem höfðuðu málið, um hvernig þær héldu málarekstrinum gangandi í níu ár við breska ríkisútvarpið BBC. Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg var á meðal þeirra sem söfnuðust saman við dómshúsið í Strasbourg áður en dómurinn var kveðinn upp.AP/Jean-Francois Badias Réttur á vernd gegn áhrifum loftslagsbreytinga Siofra O'Leary, forseti Mannréttindadómstólsins, féllst á að svissnesk stjórnvöld hefðu brotið á konunum með því að setja sér ekki nægilega kröftuga stefnu í loftslagsmálum. Þá hefðu þau ekki náð eigin markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Töldu dómararnir sautján að áttunda grein Mannréttindasáttmála Evrópu fæli í sér rétt til þess að fólk njóti verndar stjórnvalda gegn skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga á líf þess, velferð og lífsgæði. Ekki er hægt að áfrýja niðurstöðunni og hún gæti þvingað ríkisstjórnir til þess að draga meira úr losun gróðurhúsalofttegunda, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég vonaði virkilega að við ynnum gegn öllum löndunum þannig að ég er augljóslega vonsvikin að það gerðist ekki. En það mikilvægasta er að dómstóllinn segir í máli svissnesku kvennanna að ríkisstjórnir verði að draga frekar úr losun til að vernda mannréttindi. Þeirra sigur er því sigur fyrir okkur líka og sigur fyrir alla!“ sagði Sofia Oliveira, ein portúgölsku stefnendanna sex. Niðurstaðan er sögð geta haft áhrif á hvernig dómstólar taka afstöðu til sambærilegra mála í 46 ríkjum sem eiga aðild að Evrópuráðinu. „Þetta er vendipunktur,“ segir Corina Heri, sérfræðingur í loftslagsmálaferlum við Háskólann í Zurich, við AP-fréttastofuna. Niðurstaðan staðfesti í fyrsta skipti að ríki hafi skyldu til að vernda fólk fyrir loftslagsbreytingum. Líklegt sé að fleiri mál fylgi í kjölfarið. Fréttin verður uppfærð.
Mannréttindi Mannréttindadómstóll Evrópu Loftslagsmál Tengdar fréttir Verndar mannréttindasáttmáli Evrópu umhverfið? Í dag verða kveðnir upp dómar í þremur málum hjá mannréttindadómstóli Evrópu, sem allir fjalla um það hvort evrópskar ríkisstjórnir hafi gerst sekar um aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Greinarkorn þetta er skrifað áður en dómarnir eru birtir. 9. apríl 2024 08:30 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Verndar mannréttindasáttmáli Evrópu umhverfið? Í dag verða kveðnir upp dómar í þremur málum hjá mannréttindadómstóli Evrópu, sem allir fjalla um það hvort evrópskar ríkisstjórnir hafi gerst sekar um aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Greinarkorn þetta er skrifað áður en dómarnir eru birtir. 9. apríl 2024 08:30