Forstjóri Persónuverndar brýtur persónuverndarákvæði Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2024 16:03 Helga Þórisdóttir þegar hún tilkynnti um forsetaframboð sitt, miðvikudeginum fyrir Páska. Vísir/Einar Forstjóri Persónuverndar er með Facebook-auglýsingu þar sem flest persónuverndarákvæði sem hugsast getur eru brotin. „Hananú. Er hún gripin glóðvolg, frúin?“ spurði Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar og forsetaframbjóðandi. Vísi barst ábending um að með auglýsingum sínum á Facebook væri Helga að brjóta ýmis ákvæði persónuverndar. Auglýsingin er í gangi án þess að fyrirvari um hver kosti hana, það er ekkert „cookie-samþykki“ á vefnum hennar, engin persónuverndarstefna eða upplýsingar um hvert eigi að snúa sér með persónuverndarmál. Verður að heyra í samfélagsmiðlamanneskju sinni Þá eru engar upplýsingar á síðu Helgu um hvernig eigi að takmarka auglýsingar frá henni eða tilkynning um að mögulega muni þeir sem fylgja síðunni hennar fá auglýsingar frá henni. „Eða nein fræðsla um persónuvernd yfir höfuð,“ segir glöggur lesandi. Hann segir þetta reyndar eiga við um alla frambjóðendurna en þetta sé ef til vill neyðarlegast í tilviki Helgu. Og Helga er þeim lesanda hjartanlega sammála. Hún sé með fólk í þessu og nú verði hún að heyra í konunni sem sér um samfélagsmiðlaauglýsingarnar. „Það var sagt að ef eitthvað framboð ætti að vera löglegt þá er það þetta framboð.“ Helga segir að sér hafi verið greint frá því að Facebook hafi tilkynnt að þetta væri stjórnmálaauglýsing og það væri einhver farvegur fyrir það. „En þetta þarf að kanna. Ég heyri bara í minni samfélagsmiðlamanneskju, og bið hana um að fara yfir þetta. Þetta þarf auðvitað að vera í lagi.“ Ekki verið á Facebook í níu ár Helga segist ekki hafa verið á Facebook nú í níu ár, hún hafi týnt aðgangsorðinu og ekki endurnýjað það. Og þegar hún varð forstjóri Persónuverndar hafi hún ekki viljað snerta þetta, því hún vantreystir fyrirbærinu. „Nei, það hvarflaði ekki að mér að fara inn á þennan miðil. Og nú er ég að þakka frænda mínum fyrir níu ára gamlar kveðjur,“ segir Helga og er létt í bragði. Hún segist vera illa tengd eftir að hafa verið svona lengi frá samfélagsmiðlum og ekki hafi hún tekið þátt í neinu stjórnmálastarfi þannig að engar eru vélarnar til að ræsa með úthringingar og annað. Það gangi þó vel með undirskriftirnar og svo ráðgerir hún að fara um landið og miðin. „Með fagnaðarerindið. Það tekur tíma að ná þessu. En ég fæ svo mikinn stuðning og hlýju og það hlýtur að vera tilgangur með þessu. Ég trúi ekki öðru en ég fái brautargengi,“ segir Helga sem hefur í mörg horn að líta nú þegar forsetakosningarnar eru við að hefjast. Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
„Hananú. Er hún gripin glóðvolg, frúin?“ spurði Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar og forsetaframbjóðandi. Vísi barst ábending um að með auglýsingum sínum á Facebook væri Helga að brjóta ýmis ákvæði persónuverndar. Auglýsingin er í gangi án þess að fyrirvari um hver kosti hana, það er ekkert „cookie-samþykki“ á vefnum hennar, engin persónuverndarstefna eða upplýsingar um hvert eigi að snúa sér með persónuverndarmál. Verður að heyra í samfélagsmiðlamanneskju sinni Þá eru engar upplýsingar á síðu Helgu um hvernig eigi að takmarka auglýsingar frá henni eða tilkynning um að mögulega muni þeir sem fylgja síðunni hennar fá auglýsingar frá henni. „Eða nein fræðsla um persónuvernd yfir höfuð,“ segir glöggur lesandi. Hann segir þetta reyndar eiga við um alla frambjóðendurna en þetta sé ef til vill neyðarlegast í tilviki Helgu. Og Helga er þeim lesanda hjartanlega sammála. Hún sé með fólk í þessu og nú verði hún að heyra í konunni sem sér um samfélagsmiðlaauglýsingarnar. „Það var sagt að ef eitthvað framboð ætti að vera löglegt þá er það þetta framboð.“ Helga segir að sér hafi verið greint frá því að Facebook hafi tilkynnt að þetta væri stjórnmálaauglýsing og það væri einhver farvegur fyrir það. „En þetta þarf að kanna. Ég heyri bara í minni samfélagsmiðlamanneskju, og bið hana um að fara yfir þetta. Þetta þarf auðvitað að vera í lagi.“ Ekki verið á Facebook í níu ár Helga segist ekki hafa verið á Facebook nú í níu ár, hún hafi týnt aðgangsorðinu og ekki endurnýjað það. Og þegar hún varð forstjóri Persónuverndar hafi hún ekki viljað snerta þetta, því hún vantreystir fyrirbærinu. „Nei, það hvarflaði ekki að mér að fara inn á þennan miðil. Og nú er ég að þakka frænda mínum fyrir níu ára gamlar kveðjur,“ segir Helga og er létt í bragði. Hún segist vera illa tengd eftir að hafa verið svona lengi frá samfélagsmiðlum og ekki hafi hún tekið þátt í neinu stjórnmálastarfi þannig að engar eru vélarnar til að ræsa með úthringingar og annað. Það gangi þó vel með undirskriftirnar og svo ráðgerir hún að fara um landið og miðin. „Með fagnaðarerindið. Það tekur tíma að ná þessu. En ég fæ svo mikinn stuðning og hlýju og það hlýtur að vera tilgangur með þessu. Ég trúi ekki öðru en ég fái brautargengi,“ segir Helga sem hefur í mörg horn að líta nú þegar forsetakosningarnar eru við að hefjast.
Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira