Fjölgun atvika gæti verið jákvætt merki Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. apríl 2024 20:00 Tómas Þór Ágústsson framkvæmdastjóri lækninga segir að tilkynningum um atvik á Landspítalanum hafi fjölgað mikið síðustu ár. Það sé m.a. vegna bættrar örygismenningar og ferla innan spítalans. „ Vísir/Arnar Forstjóri lækninga á Landspítalanum segir að sífellt fleiri ábendingar berist um að eitthvað hafi hugsanlega farið úrskeiðis í starfseminni. Þjónustan sé þó ekki að versna heldur öryggismenning að aukast. Ákveðið hefur verið að ráða talsmann sjúklinga á spítalann. Landlæknir fær sífellt fleiri kvartanir og athugasemdir frá almenningi um heilbrigðisþjónustu til sín og tekur langan tíma að fá niðurstöðu úr slíkum málum. Svipuð þróun hefur verið á Landspítalanum en fleiri tilkynningar berast frá starfsfólki um atvik þar en áður. Tómas Þór Ágústsson framkvæmdastjóri lækninga segir að slíkar tilkynningar geti snúið að stórum og smáum málum sem gerast innan spítalans. „Málaflokkurinn í heild sinni hefur vaxið mjög mikið á síðustu árum þannig að atvikaskráningum hefur fjölgað. Atvikin eru flokkuð í þrjá flokka og fremur sjaldgæft að þau séu metin alvarleg. Þá hefur þeim ekki fjölgað á síðustu árum eru um tíu til tuttugu á ári,“ segir Tómas. Tilkynningum starfsfólk um atvik sem hafa orðið á Landspítalanum hefur fjölgað síðustu ár. Hins vegar sveiflast fjöldi alvarlegra atvika minna. Landspítalinn áætlar nú að ráða talsmann sjúklinga fyrir fólk sem telur þjónustu spítalans ábótavant. Þá vill spítalinn auka samtal við sjúklinga. Vísir/Hjalti Bætt öryggismenning Hann segir fjölgun í málaflokknum í heild merki um bætta öryggismenningu innan spítalans og að ferlar séu að virka. „Mikilvægi öryggismenningarinnar, er að starfsfólk en líka sjúklingar og aðstandendur veigri sér ekki við því að tilkynna atvik. Þess vegna er fjölgun atvika hugsanlega jákvætt merki um að ferlarnir okkar séu að virka,“ segir Tómas. Hann segir þó aðra þætti eins og álag í heilbrigðisþjónustu, fjölgun landsmanna og öldrun þjóðarinnar líka hluta af skýringunni. „Auðvitað hefur þetta allt áhrif,“ segir hann. Talsmenn sjúklinga hafa gagnrýnt að erfitt sé að koma umkvörtunum á framfæri við heilbrigðisstofnanir og landlækni og kalla eftir umboðsmanni sjúklinga. Auglýst eftir talsmanni sjúklinga Landspítalinn hefur nú auglýst eftir talsmanni sjúklinga á Landspítalanum sem verður með aðstöðu á skrifstofu forstjóra. Umsóknarfrestur rennur út 17. apríl. Tómas segir unnið að því að bæta samskipti við sjúklinga þegar atvik koma upp á spítalanum og þetta sé hluti af því. „Við getum bætt okkar ferla og til þess erum við með ferli. Hluti af vegferðinni er að kynna þessi réttindi betur fyrir sjúklingum og eiga meira samtal við þá. Þá verður ráðning talsmanns sjúklinga mikilvægt skref í þessum málum, ,“ segir hann að lokum. Landspítalinn Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Landlæknir fær sífellt fleiri kvartanir og athugasemdir frá almenningi um heilbrigðisþjónustu til sín og tekur langan tíma að fá niðurstöðu úr slíkum málum. Svipuð þróun hefur verið á Landspítalanum en fleiri tilkynningar berast frá starfsfólki um atvik þar en áður. Tómas Þór Ágústsson framkvæmdastjóri lækninga segir að slíkar tilkynningar geti snúið að stórum og smáum málum sem gerast innan spítalans. „Málaflokkurinn í heild sinni hefur vaxið mjög mikið á síðustu árum þannig að atvikaskráningum hefur fjölgað. Atvikin eru flokkuð í þrjá flokka og fremur sjaldgæft að þau séu metin alvarleg. Þá hefur þeim ekki fjölgað á síðustu árum eru um tíu til tuttugu á ári,“ segir Tómas. Tilkynningum starfsfólk um atvik sem hafa orðið á Landspítalanum hefur fjölgað síðustu ár. Hins vegar sveiflast fjöldi alvarlegra atvika minna. Landspítalinn áætlar nú að ráða talsmann sjúklinga fyrir fólk sem telur þjónustu spítalans ábótavant. Þá vill spítalinn auka samtal við sjúklinga. Vísir/Hjalti Bætt öryggismenning Hann segir fjölgun í málaflokknum í heild merki um bætta öryggismenningu innan spítalans og að ferlar séu að virka. „Mikilvægi öryggismenningarinnar, er að starfsfólk en líka sjúklingar og aðstandendur veigri sér ekki við því að tilkynna atvik. Þess vegna er fjölgun atvika hugsanlega jákvætt merki um að ferlarnir okkar séu að virka,“ segir Tómas. Hann segir þó aðra þætti eins og álag í heilbrigðisþjónustu, fjölgun landsmanna og öldrun þjóðarinnar líka hluta af skýringunni. „Auðvitað hefur þetta allt áhrif,“ segir hann. Talsmenn sjúklinga hafa gagnrýnt að erfitt sé að koma umkvörtunum á framfæri við heilbrigðisstofnanir og landlækni og kalla eftir umboðsmanni sjúklinga. Auglýst eftir talsmanni sjúklinga Landspítalinn hefur nú auglýst eftir talsmanni sjúklinga á Landspítalanum sem verður með aðstöðu á skrifstofu forstjóra. Umsóknarfrestur rennur út 17. apríl. Tómas segir unnið að því að bæta samskipti við sjúklinga þegar atvik koma upp á spítalanum og þetta sé hluti af því. „Við getum bætt okkar ferla og til þess erum við með ferli. Hluti af vegferðinni er að kynna þessi réttindi betur fyrir sjúklingum og eiga meira samtal við þá. Þá verður ráðning talsmanns sjúklinga mikilvægt skref í þessum málum, ,“ segir hann að lokum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira