Á þessum fyrri fundi endurstaðfesti Guðni lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur úr forsætisráðuneytinu. Á seinni fundinum mun hann skipa endurnýjaða ríkisstjórn með sömu þremur flokkum og hafa verið í ríkisstjórn undanfarin ár.
Guðni fjallaði einnig um stjórnskipan landsins, og velti fyrir sér hvort breyta þyrfti reglum um stjórnskipan landsins, til að mynda varðandi það þegar starfsstjórn tekur við taumunum, eins og hefur verið síðustu daga. Hann tók þó fram að honum þætti mikilvægt að hafa ákveðin sveigjanleika í þeim málum.
Þá var hann spurður út í komandi forsetakosningar og hann sagði til að mynda að honum þætti ekki viðeigandi fyrir mann í sinni stöðu að tjá sig um hvort að auka ætti meðmælendafjölda sem þyrfti til að fara í forsetaframboð.
Hann sagðist þó gera greinamun á því að vera skráður á Ísland.is að safna meðmælum og því að vera í framboði til embættis forseta Íslands.