Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2024 08:59 Katrín afhenti Bjarna lyklana í morgun. Mynd/Sigurjón Sigurjónsson Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. Katrín og Bjarni hittust snemma í morgun í forsætisráðuneytinu. Katrín afhenti Bjarna lyklana og svo ræddu þau stuttlega saman. Eftir það ræddu þau við fjölmiðla. Katrín gekk úr forsætisráðuneytinu í síðasta sinn í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín segir nýjan kafla nú hefjast í sínu lífi. Ný verkefni taki nú við sem hún sé tilbúin fyrir. Hún segir ljúft að fara í ný verkefni. Spurð um verkefnin í ráðuneytinu segist hún stolt af því hvernig tekist var á við heimsfaraldur Covid. Það séu önnur stór verkefni líka. Það blasi við að hún muni einhvern tímann muni hún taka það saman. Hún segist horfa fram á veginnog þakkar þjóðinni fyrir. Hún segir það hafa verið mikil forréttindi að hafa fengið að sinna embætti forsætisráðherra. Spurð um það hvað þau ræddu á skrifstofu ráðherra segir Katrín að hún hafi minnt Bjarna á það hverju hún var búin að gleyma þegar þau ræddu saman. Verkefnin séu mörg í ráðuneytinu og þeim sé ekki öllum lokið. Hún segir samstarfið hafa verið krefjandi en að það hafi gengið vel. Það hafi byggt á heiðarlegum samskiptum Forgangsatriði að tryggja framgang mála Bjarni Benediktsson segir það góða tilfinningu að vera kominn aftur í forsætisráðuneytið. Hann sé spenntur að vera kominn aftur og að vinna áfram með ríkisstjórninni. Það séu mörg mál sem þurfi að klára og svo taki önnur við. Bjarni segist aldrei hafa haft eins mikla reynslu af samstarfi við aðra flokka. Hann þekki starfsfólkið, húsið og verkefnin og treysti sér vel í það að sinna starfi forsætisráðherra. Hann segir það ekki sjálfgefið að fá að stjórna ríkisstjórn. Bjarni er sáttur í nýju ráðuneyti. Vísir/Vilhelm Bjarni segir að það megi ekki gera of mikið úr því að ríkisstjórnin sé að halda áfram. Það sé margra ára samstarfssaga, góður meirihluti á þingi og að þau haldi áfram í því umboði sem kjósendur gáfu þeim í kosningunum. Bjarni segir sitt fyrsta verk vera að tryggja framgang þingmála sem liggja í þinginu og nefnir fiskeldi, örorkukerfið og hælisleitendamál. Hann segir þau forgangsmál og það þurfi að taka á þeim í samræmi við aðstæður. Hann hafi væntingar um breiða samstöðu. Auk þess séu orkumálin. Margir að skiptast á lyklum Ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í gærkvöldi og munu nýir ráðherrar taka við lyklunum í sínum ráðuneytum fyrir hádegi í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins sem síðustu ár hefur gegnt embætti innviðaráðherra, mun taka við lyklunum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu úr hendi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur klukkan 9:30. Þá mun Svandís Svavarsdóttir, sem hefur farið með embætti matvælaráðherra taka við lyklunum í innviðaráðuneytinu úr hendi Sigurðar Inga klukkan 10:00. Þórdís Kolbrún tekur aftur við lyklunum í utanríkisráðuneytinu af Bjarna klukkan 10:30 og þá mun Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, sem kemur ný inn í ríkisstjórn, taka við lyklunum í matvælaráðuneytinu úr hendi Svandísar klukkan 11:00. Hægt er að fylgjast með lyklaskiptunum í textalýsingu hér að neðan. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Tímamót Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Katrín og Bjarni hittust snemma í morgun í forsætisráðuneytinu. Katrín afhenti Bjarna lyklana og svo ræddu þau stuttlega saman. Eftir það ræddu þau við fjölmiðla. Katrín gekk úr forsætisráðuneytinu í síðasta sinn í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín segir nýjan kafla nú hefjast í sínu lífi. Ný verkefni taki nú við sem hún sé tilbúin fyrir. Hún segir ljúft að fara í ný verkefni. Spurð um verkefnin í ráðuneytinu segist hún stolt af því hvernig tekist var á við heimsfaraldur Covid. Það séu önnur stór verkefni líka. Það blasi við að hún muni einhvern tímann muni hún taka það saman. Hún segist horfa fram á veginnog þakkar þjóðinni fyrir. Hún segir það hafa verið mikil forréttindi að hafa fengið að sinna embætti forsætisráðherra. Spurð um það hvað þau ræddu á skrifstofu ráðherra segir Katrín að hún hafi minnt Bjarna á það hverju hún var búin að gleyma þegar þau ræddu saman. Verkefnin séu mörg í ráðuneytinu og þeim sé ekki öllum lokið. Hún segir samstarfið hafa verið krefjandi en að það hafi gengið vel. Það hafi byggt á heiðarlegum samskiptum Forgangsatriði að tryggja framgang mála Bjarni Benediktsson segir það góða tilfinningu að vera kominn aftur í forsætisráðuneytið. Hann sé spenntur að vera kominn aftur og að vinna áfram með ríkisstjórninni. Það séu mörg mál sem þurfi að klára og svo taki önnur við. Bjarni segist aldrei hafa haft eins mikla reynslu af samstarfi við aðra flokka. Hann þekki starfsfólkið, húsið og verkefnin og treysti sér vel í það að sinna starfi forsætisráðherra. Hann segir það ekki sjálfgefið að fá að stjórna ríkisstjórn. Bjarni er sáttur í nýju ráðuneyti. Vísir/Vilhelm Bjarni segir að það megi ekki gera of mikið úr því að ríkisstjórnin sé að halda áfram. Það sé margra ára samstarfssaga, góður meirihluti á þingi og að þau haldi áfram í því umboði sem kjósendur gáfu þeim í kosningunum. Bjarni segir sitt fyrsta verk vera að tryggja framgang þingmála sem liggja í þinginu og nefnir fiskeldi, örorkukerfið og hælisleitendamál. Hann segir þau forgangsmál og það þurfi að taka á þeim í samræmi við aðstæður. Hann hafi væntingar um breiða samstöðu. Auk þess séu orkumálin. Margir að skiptast á lyklum Ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í gærkvöldi og munu nýir ráðherrar taka við lyklunum í sínum ráðuneytum fyrir hádegi í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins sem síðustu ár hefur gegnt embætti innviðaráðherra, mun taka við lyklunum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu úr hendi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur klukkan 9:30. Þá mun Svandís Svavarsdóttir, sem hefur farið með embætti matvælaráðherra taka við lyklunum í innviðaráðuneytinu úr hendi Sigurðar Inga klukkan 10:00. Þórdís Kolbrún tekur aftur við lyklunum í utanríkisráðuneytinu af Bjarna klukkan 10:30 og þá mun Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, sem kemur ný inn í ríkisstjórn, taka við lyklunum í matvælaráðuneytinu úr hendi Svandísar klukkan 11:00. Hægt er að fylgjast með lyklaskiptunum í textalýsingu hér að neðan.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Tímamót Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira