Innlent

Katrín opnar fyrir undir­skriftir

Jakob Bjarnar skrifar
Katrín Jakobsdóttir hefur sagt skilið við pólitíkina, að því gefnu að forsetaembættið sé ópólitískt.
Katrín Jakobsdóttir hefur sagt skilið við pólitíkina, að því gefnu að forsetaembættið sé ópólitískt. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, er númer 74 á lista yfir þá sem nú safna meðmælendum vegna fyrirhugaðra forsetakosninga.

Eins og grein hefur verið frá hefur Katrín sagt sig frá öllum pólitískum afskiptum, en hún afhendi Bjarna Benediktssyni lyklana að forsætisráðuneytinu í morgun.

Katrín er með seinni skipunum en fyrir á fleti, á síðunni island.is, eru menn sem hafa þegar náð tilskyldum meðmælendafjölda. Katrín þarf minnst 1.500 undirskriftir, sem þurfa að dreifast hlutfallslega yfir kjördæmin, til að teljast tækur frambjóðandi. 

Ekki er gert ráð fyrir öðru en að hún hafi það auðveldlega en Katrín hefur verið að mælast efst á lista yfir þá sem teljast líklegastir til að verða nýr forseti íslenska lýðveldisins í nýjustu skoðanakönnunum.


Tengdar fréttir

Lyklaskiptin gengu sinn vanagang

Í hádegisfréttum fylgjumst við með lyklaskiptunum í kjölfar þess að breytingar voru í gær gerðar á ríkisstjórnni. 

Katrín á leið í „óvissuferð“

Katrín Jakobsdóttir fráfarandi forsætisráðherra gekk út af ríkisráðsfundi eftir að hafa verið í ríkisstjórn með hléum frá árinu 2009. Hún segir tilfinninguna stórkostlega og að hún sé alsæl við að fara í það sem hún kallar „dálitla óvissuferð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×