Mál kvenna vegna líkamsleitar í kjölfar barnsfundar fellt niður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. apríl 2024 08:43 Dómarinn sagði ekki hægt að gera flugfélagið ábyrgt tyrir framgöngu lögreglu og heilbrigðisstarfsmanna. Getty/NurPhoto/Robert Smith Alríkisdómstóll í Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að fella niður mál fimm kvenna gegn Qatar Airways, vegna líkamsleitar sem þær voru látnar sæta. Forsaga málsins er sú að konunum fimm og öðrum kvenkyns farþegum flugfélagsins var skipað að yfirgefa vél félagsins á Doha á alþjóðaflugvellinum í Doha í Katar eftir að nýfætt barn fannst í ruslafötu á vellinum árið 2020. Konurnar voru látnar afklæðast og sæta skoðun af hálfu hjúkrunarfræðinga, gegn vilja sínum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að málið félli ekki undir svokallaðan Montreal-sáttmála um ábyrgð flugfélaga, sem fjallar meðal annars um tilvik þegar farþegar verða fyrir meiðslum eða deyja. Þá sagði dómarinn í málinu að það væri ekki hægt að láta Qatar Airways sæta ábyrgð vegna framgöngu lögreglu né heilbrigðisstarfsmannanna sem skoðuðu konunnar. Konurnar höfðuðu einnig mál gegn flugmálaeftirliti Katar, sem dómarinn sagði njóta friðhelgi frá málshöfðunum utan Katar. Dómarinn gaf hins vegar grænt ljós á mál gegn Matar, dótturfélagi Qatar Airways, sem sér um rekstur Hamad-alþjóðaflugvallarins. Konurnar stigu fram í viðtölum við BBC. Ein þeirra sagðist hafa upplifað skoðunina sem nauðgun og önnur að hún hefði haldið að það væri verið að ræna þeim til að halda í gíslingu. Konurnar voru beðnar afsökunar af forsætisráðherra Katar í kjölfar þess að málið rataði í fjölmiðla. Þá greindu yfirvöld frá því að líðan barnsins væri með ágætum. Katar Kynferðisofbeldi Fréttir af flugi Erlend sakamál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Sjá meira
Forsaga málsins er sú að konunum fimm og öðrum kvenkyns farþegum flugfélagsins var skipað að yfirgefa vél félagsins á Doha á alþjóðaflugvellinum í Doha í Katar eftir að nýfætt barn fannst í ruslafötu á vellinum árið 2020. Konurnar voru látnar afklæðast og sæta skoðun af hálfu hjúkrunarfræðinga, gegn vilja sínum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að málið félli ekki undir svokallaðan Montreal-sáttmála um ábyrgð flugfélaga, sem fjallar meðal annars um tilvik þegar farþegar verða fyrir meiðslum eða deyja. Þá sagði dómarinn í málinu að það væri ekki hægt að láta Qatar Airways sæta ábyrgð vegna framgöngu lögreglu né heilbrigðisstarfsmannanna sem skoðuðu konunnar. Konurnar höfðuðu einnig mál gegn flugmálaeftirliti Katar, sem dómarinn sagði njóta friðhelgi frá málshöfðunum utan Katar. Dómarinn gaf hins vegar grænt ljós á mál gegn Matar, dótturfélagi Qatar Airways, sem sér um rekstur Hamad-alþjóðaflugvallarins. Konurnar stigu fram í viðtölum við BBC. Ein þeirra sagðist hafa upplifað skoðunina sem nauðgun og önnur að hún hefði haldið að það væri verið að ræna þeim til að halda í gíslingu. Konurnar voru beðnar afsökunar af forsætisráðherra Katar í kjölfar þess að málið rataði í fjölmiðla. Þá greindu yfirvöld frá því að líðan barnsins væri með ágætum.
Katar Kynferðisofbeldi Fréttir af flugi Erlend sakamál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Sjá meira