OJ Simpson er látinn Samúel Karl Ólason skrifar 11. apríl 2024 14:49 O.J. Simpson hefur verið tíður gestur í dómssal undanfarna áratugi. Getty Images/Julie Jacobson OJ Simpson, eða Orenthal James Simpson, er látinn, eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein. Hann var 76 ára gamall en fjölskylda hans segir hann hafa látist í gær umkringdur börnum sínum og barnabörnum. Simpson var á árum áður frægur íþróttamaður og spilaði amerískan fótbolta í NFL-deild Bandaríkjanna. Hann lék einnig í Naked Gun kvikmyndunum frægu en er í dag þekktastur fyrir allt annað. Í yfirlýsingu sem fjölskylda hans birti í gær biðja þau um næði. On April 10th, our father, Orenthal James Simpson, succumbed to his battle with cancer.He was surrounded by his children and grandchildren. During this time of transition, his family asks that you please respect their wishes for privacy and grace.-The Simpson Family— O.J. Simpson (@TheRealOJ32) April 11, 2024 Árið 1994 var hann ákærður fyrir að stinga Nicole Brown Simpson, fyrrverandi eiginkonu sína og Ronald Goldman, vin hennar, til bana á heimili hennar í Los Angeles. Hann var þó sýknaður í dómsal ári síðar. Lík Simpson og Goldman fundust fyrir utan heimili hennar þann 12. júní 1994 og lá Simpson strax undir grun. Fimm dögum síðar var gefin út handtökuskipun á hendur honum en í stað þess að gefa sig fram reyndi hann að flýja undan lögreglunni á hvítum Ford Bronco jeppa. Árið 1997 höfðaði fjölskylda Goldman mál gegn Simpson þar sem hann var dæmdur til að greiða fjölskyldunni 33,5 milljónir dala í skaðabætur. Til að greiða þá upphæð neyddist Simpson til að selja verðlaunagripi sína og minjagripi. Árið 2007 var hann svo dæmdur í 33 ára fangelsi fyrir rán. Þá notaði Simpson skotvopn til að ræna tvo minjagripasala í Las Vegas. Hann hélt því fram að hann hefði verið að reyna að ná aftur minjagripum sem hefði verið stolið af honum. Hann afplánaði tæp níu ár af þeim dómi og var sleppt árið 2017. Andlát Bandaríkin NFL Bíó og sjónvarp Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Simpson var á árum áður frægur íþróttamaður og spilaði amerískan fótbolta í NFL-deild Bandaríkjanna. Hann lék einnig í Naked Gun kvikmyndunum frægu en er í dag þekktastur fyrir allt annað. Í yfirlýsingu sem fjölskylda hans birti í gær biðja þau um næði. On April 10th, our father, Orenthal James Simpson, succumbed to his battle with cancer.He was surrounded by his children and grandchildren. During this time of transition, his family asks that you please respect their wishes for privacy and grace.-The Simpson Family— O.J. Simpson (@TheRealOJ32) April 11, 2024 Árið 1994 var hann ákærður fyrir að stinga Nicole Brown Simpson, fyrrverandi eiginkonu sína og Ronald Goldman, vin hennar, til bana á heimili hennar í Los Angeles. Hann var þó sýknaður í dómsal ári síðar. Lík Simpson og Goldman fundust fyrir utan heimili hennar þann 12. júní 1994 og lá Simpson strax undir grun. Fimm dögum síðar var gefin út handtökuskipun á hendur honum en í stað þess að gefa sig fram reyndi hann að flýja undan lögreglunni á hvítum Ford Bronco jeppa. Árið 1997 höfðaði fjölskylda Goldman mál gegn Simpson þar sem hann var dæmdur til að greiða fjölskyldunni 33,5 milljónir dala í skaðabætur. Til að greiða þá upphæð neyddist Simpson til að selja verðlaunagripi sína og minjagripi. Árið 2007 var hann svo dæmdur í 33 ára fangelsi fyrir rán. Þá notaði Simpson skotvopn til að ræna tvo minjagripasala í Las Vegas. Hann hélt því fram að hann hefði verið að reyna að ná aftur minjagripum sem hefði verið stolið af honum. Hann afplánaði tæp níu ár af þeim dómi og var sleppt árið 2017.
Andlát Bandaríkin NFL Bíó og sjónvarp Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira