Fjölnota íþróttahús KR á leið í útboð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2024 16:58 Svona gæti íþróttasvæði KR komið til með að líta út. Keppnisvellinum hefur verið snúið og stúkum komið fyrir á norður- og suðurenda vallarins. Borgarráð hefur samþykkt að heimila umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur að hefja útboðsferli vegna byggingar á nýju fjölnota íþróttahúsi KR við Frostaskjól, sem mun bæta æfingaaðstæðu mjög fyrir iðkendur á öllum aldri. Húsið verður alls um 6700 fermetrar og þar af er íþróttasalur um 4400 fermetrar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Í húsinu verður hægt að æfa knattspyrnu innandyra á gervigrasvelli og miðað við að hægt sé að keppa mótsleiki í átta manna bolta. Greining með þarfir allra deilda í huga Í hliðarbyggingu er gert ráð fyrir skrifstofurýmum, lyftingarsal, fundarsölum og öðrum rýmum sem þjónusta starfsemi hússins. Þá er gert ráð fyrir svölum inni í íþróttasal ásamt svölum utan á hliðarbyggingu sem snýr að aðalvelli KR. Þarfagreining var unnin út frá þörfum allra deilda félagsins. Um er að ræða alútboð sem byggt er á ígildi bygginganefndarteikninga. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2024-2027 er gert ráð fyrir 2,5 milljörðum króna til verkefnisins. Þar af eru 100 milljónir króna á árinu 2024, 500 milljónir króna á árinu 2025, 1000 milljónir króna á árinu 2026 og 900 milljónir króna á árinu 2027. Gert verður ráð fyrir þessu greiðsluplani í útboðsgögnum. Nýtt deiliskipulag í gildi Borgarráð samþykkti á fundi sínum 20. maí 2021 samkomulag við Knattspyrnufélag Reykjavíkur um uppbyggingu á lóð KR við Frostaskjól auk þátttöku Reykjavíkurborgar í byggingu nýs fjölnota íþróttahúss á svæðinu. Deiliskipulag fyrir svæði KR við Frostaskjól var samþykkt í borgarráði 30. júní 2022. Bygginganefnd vegna framkvæmda við fjölnota íþróttahús var skipuð af borgarstjóra í ágúst 2022. Samhliða þessu vinnur byggingarnefnd á vegum KR að heildaruppbyggingu svæðis. KR Skipulag Fótbolti Reykjavík Tengdar fréttir Uppbygging KR-svæðisins að fara í auglýsingu Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi KR-svæðisins verði auglýst. Borgarráð tekur tillöguna, sem gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu, í næstu viku. 26. janúar 2022 20:13 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Í húsinu verður hægt að æfa knattspyrnu innandyra á gervigrasvelli og miðað við að hægt sé að keppa mótsleiki í átta manna bolta. Greining með þarfir allra deilda í huga Í hliðarbyggingu er gert ráð fyrir skrifstofurýmum, lyftingarsal, fundarsölum og öðrum rýmum sem þjónusta starfsemi hússins. Þá er gert ráð fyrir svölum inni í íþróttasal ásamt svölum utan á hliðarbyggingu sem snýr að aðalvelli KR. Þarfagreining var unnin út frá þörfum allra deilda félagsins. Um er að ræða alútboð sem byggt er á ígildi bygginganefndarteikninga. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2024-2027 er gert ráð fyrir 2,5 milljörðum króna til verkefnisins. Þar af eru 100 milljónir króna á árinu 2024, 500 milljónir króna á árinu 2025, 1000 milljónir króna á árinu 2026 og 900 milljónir króna á árinu 2027. Gert verður ráð fyrir þessu greiðsluplani í útboðsgögnum. Nýtt deiliskipulag í gildi Borgarráð samþykkti á fundi sínum 20. maí 2021 samkomulag við Knattspyrnufélag Reykjavíkur um uppbyggingu á lóð KR við Frostaskjól auk þátttöku Reykjavíkurborgar í byggingu nýs fjölnota íþróttahúss á svæðinu. Deiliskipulag fyrir svæði KR við Frostaskjól var samþykkt í borgarráði 30. júní 2022. Bygginganefnd vegna framkvæmda við fjölnota íþróttahús var skipuð af borgarstjóra í ágúst 2022. Samhliða þessu vinnur byggingarnefnd á vegum KR að heildaruppbyggingu svæðis.
KR Skipulag Fótbolti Reykjavík Tengdar fréttir Uppbygging KR-svæðisins að fara í auglýsingu Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi KR-svæðisins verði auglýst. Borgarráð tekur tillöguna, sem gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu, í næstu viku. 26. janúar 2022 20:13 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Uppbygging KR-svæðisins að fara í auglýsingu Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi KR-svæðisins verði auglýst. Borgarráð tekur tillöguna, sem gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu, í næstu viku. 26. janúar 2022 20:13