Frá þessu er greint á vef MAST.
Í tilkynningunni segir að stofnunin hafi ekki heimilað brottför fyrr en hundarnir höfðu undirgengist heilbrigðisskoðun og sýnatökur á kostnað eigenda sinna.
Í einu tilviki fannst sníkjudýr sem hefur ekki greinst áður hér á landi.
„Samkvæmt þeim upplýsingum sem stofnunin hefur var hundurinn ekki í samskiptum við önnur dýr á tíma sínum hérlendis og vegna þess hversu kalt var í veðri telur stofnunin ólíklegt að ormar/egg hafi lifað af, hafi eigandi ekki hirt eftir hundinn,“ segir í tilkynningunni.
Bannað er að flytja dýr og erfðaefni þeirra inn til landsins nema með leyfi Matvælastofnunar og að uppfylltun ströngum skilyrðum. Stofnunin segist líta ólöglegan innflutning dýra alvarlegum augum, enda hætta lögunum ætlað að vernda önnur dýr og fólk fyrir smitsjúkdómum og sníkjudýrum.
„Með nýlegri breytingu sem gerð var á reglugerð um innflutning hunda og katta, þess efnis að ekki verður lengur heimilt að flytja hunda og ketti í farþegarými flugvéla, er ætlunin að girða fyrir svona ólöglegan innflutning dýra þar sem farþegar hafa geta komist óáreittir með dýr sín í flug til Íslands og í gegnum Keflavíkurflugvöll.“