Katrín afsalar sér biðlaunum á meðan forsetaslag stendur Lovísa Arnardóttir skrifar 12. apríl 2024 08:55 Katrín lét af störfum sem forsætisráðherra eftir að hún ákvað að bjóða sig fram til forseta. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur ákveðið að afsala sér biðlaunum sínum sem forsætisráðherra á meðan hún er í kosningabaráttu. Bergþóra Benediktsdóttir, kosningastjóri hennar, gerir það líka en hún starfaði sem aðstoðarmaður Katrínar á meðan hún var forsætisráðherra. Bergþóra á rétt á þriggja mánaða biðlaunum og Katrín sex mánaða. Þær munu þiggja biðlaunin verði þær ekki komnar í annað starf að kosningabaráttunni lokinni. Katrín gæti því þegið biðlaun í þrjá mánuði og Bergþóra í um einn mánuð. Kosið er til forseta þann 1. júní en næsti forseti tekur við af núverandi forseta, Guðna Th. Jóhannessyni, í ágúst. Katrín segir að þegar hún hafi verið búin að taka þá ákvörðun að bjóða sig fram hafi hún farið yfir málið með starfsfólki ráðuneytisins og þetta hafi verið niðurstaðan. Að bæði hún og Bergþóra myndu afsala sér laununum á meðan kosningabaráttunni stendur. Það sé hennar réttur, og allra annarra í stöðu ráðherra, að þiggja biðlaun en að miðað við aðstæður hafi henni þótt mikilvægt að gera þetta svona. „Launin falla því niður á meðan,“ segir Katrín. Katrín og Bergþóra gengu út úr forsætisráðuneytinu í síðasta sinn á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Laun aðstoðarmanna ráðherra eru yfir 1,5 milljón á mánuði. Katrín Jakobsdóttir var með sem forsætisráðherra í laun 2.680.312 krónur. Takist henni að ná kjöri sem forseti myndi hún fá góða launahækkun því forseti Íslands er með í laun 3.957.185. Ferðast fyrst um landið Katrín sagði af sér þingsetu þann 9. apríl og afhendi Bjarna Benediktssyni lyklana að forsætisráðuneytinu á þriðjudag. Katrín hóf að því loknu undirskriftasöfnun fyrir forsetaframboð sitt og náði tilskildum fjölda á stuttum tíma. Katrín segir kosningabaráttu sína í fæðingu. Greint var frá því í gær að Bergþóra og Unnur Eggertsdóttir væru starfsmenn hennar á meðan. Katrín er ekki komin með kosningaskrifstofu. „Við förum fyrst í það að ferðast um landið og byrjum á því eftir helgi,“ segir Katrín. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Bergþóra á rétt á þriggja mánaða biðlaunum og Katrín sex mánaða. Þær munu þiggja biðlaunin verði þær ekki komnar í annað starf að kosningabaráttunni lokinni. Katrín gæti því þegið biðlaun í þrjá mánuði og Bergþóra í um einn mánuð. Kosið er til forseta þann 1. júní en næsti forseti tekur við af núverandi forseta, Guðna Th. Jóhannessyni, í ágúst. Katrín segir að þegar hún hafi verið búin að taka þá ákvörðun að bjóða sig fram hafi hún farið yfir málið með starfsfólki ráðuneytisins og þetta hafi verið niðurstaðan. Að bæði hún og Bergþóra myndu afsala sér laununum á meðan kosningabaráttunni stendur. Það sé hennar réttur, og allra annarra í stöðu ráðherra, að þiggja biðlaun en að miðað við aðstæður hafi henni þótt mikilvægt að gera þetta svona. „Launin falla því niður á meðan,“ segir Katrín. Katrín og Bergþóra gengu út úr forsætisráðuneytinu í síðasta sinn á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Laun aðstoðarmanna ráðherra eru yfir 1,5 milljón á mánuði. Katrín Jakobsdóttir var með sem forsætisráðherra í laun 2.680.312 krónur. Takist henni að ná kjöri sem forseti myndi hún fá góða launahækkun því forseti Íslands er með í laun 3.957.185. Ferðast fyrst um landið Katrín sagði af sér þingsetu þann 9. apríl og afhendi Bjarna Benediktssyni lyklana að forsætisráðuneytinu á þriðjudag. Katrín hóf að því loknu undirskriftasöfnun fyrir forsetaframboð sitt og náði tilskildum fjölda á stuttum tíma. Katrín segir kosningabaráttu sína í fæðingu. Greint var frá því í gær að Bergþóra og Unnur Eggertsdóttir væru starfsmenn hennar á meðan. Katrín er ekki komin með kosningaskrifstofu. „Við förum fyrst í það að ferðast um landið og byrjum á því eftir helgi,“ segir Katrín.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira