Herskátt myndband Ástþórs vekur athygli Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2024 09:00 Slagurinn er að harðna. Ástþór beinir spjótum sínum að „hermangsþríeykið“ Katrínu, Baldri og Jóni í nýju myndbandi og undir ómar lag Hatara sem Ástþór tók til notkunar að hljómsveitinni forspurðri. Ástþór telur greinilega að ekki verði barist fyrir friði friðsamlega. Nú er tekið að hitna í baráttunni um Bessastaði og ljóst að Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi ætlar ekki að hverfa úr þeirri baráttu hægt og hljótt. Óhætt er að segja að nýtt myndband Ástþórs hafi vakið athygli þar sem tónlist Hatara hljómar undir í ósátt hljómsveitarinnar. Ástþór hefur sett í loftið afar herskátt Youtube-myndband þar sem hann talar fyrir friði. Við lok ávarps Ástþórs tekur við kafli þar undir hljómar tónlist frá Hatara og þau þrjú sem efst eru í skoðanakönnun, þau Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr eru í skotlínunni. Þau kallar Ástþór hermangsþríeykið. Þar eru þau sýnd saman og sitt í hvoru lagi sem stríðsæsingamenn og svo lýkur myndbandinu með kjarnorkusprengju. Ástþór segir í ávarpi sínu, áður heimagerða myndbandið hefst, að við verðum að takafrumkvæði í að leiða heiminn til friðar. Hann hafi varað við því að stríð myndi hefjast gegn Rússlands og íslands. „Það stríð er nú hafið, sendiráði lokað, ekki eitt einasta orð, ekki einn einasti fundur, ekki eitt símtal til friðar. stríðsæsingurinn er slíkur að aðeins er tímaspursmál hvenær verður ráðist á okkur. Framtíð okkar veltur á þér. Það eru aðeins tveir möguleikar: Stríð eða friður. Guð blessi Ísland.“ Og þá tekur við dúndrandi heimsósóminn, vídeóið þar sem í aðalhlutverki eru mótframbjóðendur Ástþórs, þau Katrín, Baldur og Jón og undir er viðeigandi brot úr lagi með Hatara: „Dansið eða deyið“.Herskátt myndband Ástþórs vekur athygli Samkvæmt heimildum Vísis voru þeir Hatara-menn ekki hafðir með í ráðum, lagið var notað að þeim forspurðum og eru þeir, eftir því sem næst verður komist, að leita upplýsinga um hvernig best er að bregðast við öðru eins og þessu. Forsetakosningar 2024 Höfundarréttur Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ástþór hefur sett í loftið afar herskátt Youtube-myndband þar sem hann talar fyrir friði. Við lok ávarps Ástþórs tekur við kafli þar undir hljómar tónlist frá Hatara og þau þrjú sem efst eru í skoðanakönnun, þau Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr eru í skotlínunni. Þau kallar Ástþór hermangsþríeykið. Þar eru þau sýnd saman og sitt í hvoru lagi sem stríðsæsingamenn og svo lýkur myndbandinu með kjarnorkusprengju. Ástþór segir í ávarpi sínu, áður heimagerða myndbandið hefst, að við verðum að takafrumkvæði í að leiða heiminn til friðar. Hann hafi varað við því að stríð myndi hefjast gegn Rússlands og íslands. „Það stríð er nú hafið, sendiráði lokað, ekki eitt einasta orð, ekki einn einasti fundur, ekki eitt símtal til friðar. stríðsæsingurinn er slíkur að aðeins er tímaspursmál hvenær verður ráðist á okkur. Framtíð okkar veltur á þér. Það eru aðeins tveir möguleikar: Stríð eða friður. Guð blessi Ísland.“ Og þá tekur við dúndrandi heimsósóminn, vídeóið þar sem í aðalhlutverki eru mótframbjóðendur Ástþórs, þau Katrín, Baldur og Jón og undir er viðeigandi brot úr lagi með Hatara: „Dansið eða deyið“.Herskátt myndband Ástþórs vekur athygli Samkvæmt heimildum Vísis voru þeir Hatara-menn ekki hafðir með í ráðum, lagið var notað að þeim forspurðum og eru þeir, eftir því sem næst verður komist, að leita upplýsinga um hvernig best er að bregðast við öðru eins og þessu.
Forsetakosningar 2024 Höfundarréttur Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00