Áttaði sig ekki á atvikinu fyrr en hann sá vegfarandann falla í götuna Jón Þór Stefánsson skrifar 12. apríl 2024 13:27 Slysið átti sér stað á gatnamótum Strandgötu og Hofsbrautar á Akureyri. Vísir/Vilhelm Gangandi vegfarandi lést eftir umferðarslys á Akureyri í ágúst 2022. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur birt skýrslu um atvikið, en þar segir að megin ástæða slyssins hafi verið sú að ökumaðurinn hafi ekki gætt nægilega vel að umferð gangandi vegfarenda, sem átti forgang. Þó er tekið fram að orsakir slyssins hafi verið fleiri, og að mögulega væri bíllinn sem ekið var á manninn þannig hannaður að illa hafi mátt sjá vegfarandann. Ökumaðurinn ók Mercedes Benz fólksbíl um Strandgötu á Akureyri, og ætlaði að beygja inn á Hofsbraut. Í sömu andrá var gangandi vegfarandinn að fara fyrir Hofsbraut, og varð fyrir bílnum og slasaðist alvarlega við áreksturinn. Hann lést daginn eftir á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Að sögn ökumannsins var hann með hugann við umferð úr gagnstæðri átt um Strandgötu þegar hann var að taka beygjuna. Hann kvaðst ekki hafa orðið var við vegfarandann fyrr en áraksturinn varð, en taldi sig þá hafa ekið upp á kantstein umferðareyju. Hann hafi í raun ekki áttað sig á því hvað hafi átt sér stað fyrr en hann leit til vinstri og sá vegfarandann falla í götuna. Vettvangur slyssins.RNSA Myndbandsupptaka er til af árekstrinum. Þar segir að bílnum hafi verið ekið á fimmtán kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er fimmtíu kílómetrar. Fram kemur að í upptökunni sjáist ekki að stefnuljós hafi ekki verið notað. „Frá því að ökumaður byrjaði að beygja bifreiðinni þar til slysið varð, leið u.þ.b. ein sekúnda. Það er sá tími sem gangandi vegfarandinn hafði til að átta sig á stefnubreytingu bifreiðarinnar og bregðast við ef stefnuljós var ekki notað,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar. Ófullnægjandi merkingar Byggingaframkvæmdir voru í gangi skammt frá vettvangi slyssins, en í skýrslunni segir að færsla gatnamóta og merkingar þar hafi ekki verið fullnægjandi. „Aðgreining gangandi og akandi umferðar við byggingarframkvæmdir voru götumerktar með óbrotnum línum og engin hindrun eða vörn var fyrir óvarða gangandi vegfarendur við gatnamótin. Ekki var gert ráð fyrir að gangandi vegfarendur þveruðu Hofsbót við gatnamótin sem takmarkaði leiðarval gangandi vegfarenda við sunnanverða Hofsbót. Rangar merkingar voru á akbraut Hofsbótar sem gátu gefið til kynna að einstefna væri á Hofsbót til norðvesturs.“ Þar að auki vantaði öryggisáætlun fyrir framkvæmdir við veg. Fram kemur að hvorki hafi verið unnin formleg öryggisáætlun né skipaður eftirlitsmaður til að framfylgja henni af veghaldara. Illa sást úr Benzinum Á meðal þess sem er til umfjöllunar í skýrslunni er að svokallaður A-póstur Mercedes Benz bílsins, það er að segja bitinn milli framrúðu og hliðarrúðu ökumannssætis. Pósturinn er sagður þannig hannaður að „blinda svæðið við vinstra framhorn er stórt og minnkar útsýn ökumanns talsvert, sérstaklega þegar beygt er til vinstri.“ Jafnframt skyggi hliðarspegill bílsins á þá útsýn. Úr skýrslu rannsóknarnefndar.RNSA Sviðsettu atburðinn Lögreglan sviðssetti atvikið þar sem lögreglumaður gekk sömu leið og hinn látni um leið og Mercedes Benz bíl var ekið líkt og í slysinu. Í sviðsetningunni endaði gangandi vegfarandann í blinda svæðinu á bak við A-póstinn. „Því er mögulegt að ökumaður Mercedes Benz bifreiðarinnar hafi ekki orðið var við gangandi vegfarandann fyrr en árekstur varð,“ segir í skýrslunni. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur Akureyrarbæ til að sjá til þess að bætt sé úr merkingum og gönguþverunum við vinnusvæði Hofsbótar, þar sem slysið varð, til að auka umferðaröryggi og þar með tryggja öryggi óvarinna vegfarenda um svæðið. Jafnframt er bæjarfélagið hvatt til þess að vinna öryggisáætlun og skipa eftirlitsmann þegar framkvæmdir hafa áhrif á umferð gangandi eða akandi. Akureyri Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Ökumaðurinn ók Mercedes Benz fólksbíl um Strandgötu á Akureyri, og ætlaði að beygja inn á Hofsbraut. Í sömu andrá var gangandi vegfarandinn að fara fyrir Hofsbraut, og varð fyrir bílnum og slasaðist alvarlega við áreksturinn. Hann lést daginn eftir á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Að sögn ökumannsins var hann með hugann við umferð úr gagnstæðri átt um Strandgötu þegar hann var að taka beygjuna. Hann kvaðst ekki hafa orðið var við vegfarandann fyrr en áraksturinn varð, en taldi sig þá hafa ekið upp á kantstein umferðareyju. Hann hafi í raun ekki áttað sig á því hvað hafi átt sér stað fyrr en hann leit til vinstri og sá vegfarandann falla í götuna. Vettvangur slyssins.RNSA Myndbandsupptaka er til af árekstrinum. Þar segir að bílnum hafi verið ekið á fimmtán kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er fimmtíu kílómetrar. Fram kemur að í upptökunni sjáist ekki að stefnuljós hafi ekki verið notað. „Frá því að ökumaður byrjaði að beygja bifreiðinni þar til slysið varð, leið u.þ.b. ein sekúnda. Það er sá tími sem gangandi vegfarandinn hafði til að átta sig á stefnubreytingu bifreiðarinnar og bregðast við ef stefnuljós var ekki notað,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar. Ófullnægjandi merkingar Byggingaframkvæmdir voru í gangi skammt frá vettvangi slyssins, en í skýrslunni segir að færsla gatnamóta og merkingar þar hafi ekki verið fullnægjandi. „Aðgreining gangandi og akandi umferðar við byggingarframkvæmdir voru götumerktar með óbrotnum línum og engin hindrun eða vörn var fyrir óvarða gangandi vegfarendur við gatnamótin. Ekki var gert ráð fyrir að gangandi vegfarendur þveruðu Hofsbót við gatnamótin sem takmarkaði leiðarval gangandi vegfarenda við sunnanverða Hofsbót. Rangar merkingar voru á akbraut Hofsbótar sem gátu gefið til kynna að einstefna væri á Hofsbót til norðvesturs.“ Þar að auki vantaði öryggisáætlun fyrir framkvæmdir við veg. Fram kemur að hvorki hafi verið unnin formleg öryggisáætlun né skipaður eftirlitsmaður til að framfylgja henni af veghaldara. Illa sást úr Benzinum Á meðal þess sem er til umfjöllunar í skýrslunni er að svokallaður A-póstur Mercedes Benz bílsins, það er að segja bitinn milli framrúðu og hliðarrúðu ökumannssætis. Pósturinn er sagður þannig hannaður að „blinda svæðið við vinstra framhorn er stórt og minnkar útsýn ökumanns talsvert, sérstaklega þegar beygt er til vinstri.“ Jafnframt skyggi hliðarspegill bílsins á þá útsýn. Úr skýrslu rannsóknarnefndar.RNSA Sviðsettu atburðinn Lögreglan sviðssetti atvikið þar sem lögreglumaður gekk sömu leið og hinn látni um leið og Mercedes Benz bíl var ekið líkt og í slysinu. Í sviðsetningunni endaði gangandi vegfarandann í blinda svæðinu á bak við A-póstinn. „Því er mögulegt að ökumaður Mercedes Benz bifreiðarinnar hafi ekki orðið var við gangandi vegfarandann fyrr en árekstur varð,“ segir í skýrslunni. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur Akureyrarbæ til að sjá til þess að bætt sé úr merkingum og gönguþverunum við vinnusvæði Hofsbótar, þar sem slysið varð, til að auka umferðaröryggi og þar með tryggja öryggi óvarinna vegfarenda um svæðið. Jafnframt er bæjarfélagið hvatt til þess að vinna öryggisáætlun og skipa eftirlitsmann þegar framkvæmdir hafa áhrif á umferð gangandi eða akandi.
Akureyri Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira