Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2024 07:52 Ekki mælist tölfræðilega marktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs í nýjustu könnun Gallup. Vísir/Vilhelm Lítill munur er á fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup um fylgi forsetaframbjóðenda. Ekki mælist tölfræðilega marktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs. Samkvæmt könnuninni kysu þrjátíu prósent landsmanna Katrínu en ríflega tuttugu og sex prósent Baldur. Jón Gnarr er í þriðja sæti með tæplega átján prósent fylgi. Niðurstöður Gallup eru samhljóða könnun Maskínu sem birt var fyrr í vikunni.Gallup Aðrir frambjóðendur eru með talsvert minna fylgi. Halla Tómasdóttir mælist með sjö prósent og Arnar Þór Jónsson og Halla Hrund Logadóttir bæði með fjögur prósent. Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fá tvö prósent og Ástþór Magnússon eitt. Aðrir frambjóðendur hlutu innan við eitt prósent. Konur líklegri til að kjósa Katrínu en karlar Jón Eftir því sem fólk er eldra er það líklegra til að kjósa Katrínu á meðan Jón Gnarr sækir mesta fylgi sitt til yngra fólks. Aldurshlutfall kjósenda Baldurs virðist jafnara. Munur á milli kynja er einna mestur á fylgi Baldurs og Höllu Tómasdóttur, en konur eru líklegri til að kjósa þau. Konur eru einnig líklegri til að kjósa Katrínu á meðal karlar eru í meirihluta í fylgi Jóns Gnarr. Ekki er tölfræðilega marktækur munur á svörum fólks eftir búsetu, menntun né tekjum. Fólk er hinsvegar líklegra til að kjósa Katrínu eftir því sem það er eldra, en Jón eftir því sem það er yngra. Þá er mikill munur á svörum fólks eftir því hvað það kysi ef kosið yrði til Alþingis í dag. Katrín fær atkvæði langflestra þeirra sem kysu Vinstri græna, eða ríflega nítíu prósent. Könnunin var gerð dagana 5. til 11. apríl.Gallup Alls voru 1731 í úrtaki könnunarinnar og þáttökuhlutfall var 46,4 prósent. Nærri níutíu prósent þátttakanda tóku afstöðu. Tvær vikur eru þar til framboðsfrestur til forsetakosninga rennur út. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Baldur með nokkurt forskot á Jón og Katrínu Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum. 3. apríl 2024 15:33 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Sjá meira
Ekki mælist tölfræðilega marktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs. Samkvæmt könnuninni kysu þrjátíu prósent landsmanna Katrínu en ríflega tuttugu og sex prósent Baldur. Jón Gnarr er í þriðja sæti með tæplega átján prósent fylgi. Niðurstöður Gallup eru samhljóða könnun Maskínu sem birt var fyrr í vikunni.Gallup Aðrir frambjóðendur eru með talsvert minna fylgi. Halla Tómasdóttir mælist með sjö prósent og Arnar Þór Jónsson og Halla Hrund Logadóttir bæði með fjögur prósent. Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fá tvö prósent og Ástþór Magnússon eitt. Aðrir frambjóðendur hlutu innan við eitt prósent. Konur líklegri til að kjósa Katrínu en karlar Jón Eftir því sem fólk er eldra er það líklegra til að kjósa Katrínu á meðan Jón Gnarr sækir mesta fylgi sitt til yngra fólks. Aldurshlutfall kjósenda Baldurs virðist jafnara. Munur á milli kynja er einna mestur á fylgi Baldurs og Höllu Tómasdóttur, en konur eru líklegri til að kjósa þau. Konur eru einnig líklegri til að kjósa Katrínu á meðal karlar eru í meirihluta í fylgi Jóns Gnarr. Ekki er tölfræðilega marktækur munur á svörum fólks eftir búsetu, menntun né tekjum. Fólk er hinsvegar líklegra til að kjósa Katrínu eftir því sem það er eldra, en Jón eftir því sem það er yngra. Þá er mikill munur á svörum fólks eftir því hvað það kysi ef kosið yrði til Alþingis í dag. Katrín fær atkvæði langflestra þeirra sem kysu Vinstri græna, eða ríflega nítíu prósent. Könnunin var gerð dagana 5. til 11. apríl.Gallup Alls voru 1731 í úrtaki könnunarinnar og þáttökuhlutfall var 46,4 prósent. Nærri níutíu prósent þátttakanda tóku afstöðu. Tvær vikur eru þar til framboðsfrestur til forsetakosninga rennur út.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Baldur með nokkurt forskot á Jón og Katrínu Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum. 3. apríl 2024 15:33 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Sjá meira
Baldur með nokkurt forskot á Jón og Katrínu Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum. 3. apríl 2024 15:33