Segir útséð um hvalveiðar í sumar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2024 08:40 Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf er ekki bjartsýnn á að hægt verði að veiða hval í sumar. Vísir/Vilhelm Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf, segir útséð um að hvalveiðar fari fram í sumar. Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar að veita fyrirtækinu starfsleyfi til eins árs í senn en Kristján segir að með því sé grunnur lagður að því að gera starfsemina óstarfshæfa. Í samtali við Morgunblaðið segir Kristján að Hvalur hf. bíði enn eftir svörum frá matvælaráðherra við umsókn um leyfi til veiða á langreiðum. Umsóknin var send þann 30. janúar síðastliðinn. Svar barst frá ráðuneytinu um fimmtíu dögum síðar, þar sem óskað var eftir nánari upplýsingum frá fyrirtækinu um hvort og þá hvernig það uppfyllti kröfur tiltekinna laga og reglugerða. Tekið var fram að til skoðunar væri að veita leyfið eingöngu til eins árs í senn. „Það er augljóst í mínum huga að matvælaráðuneytið, undir forystu ráðherra Vinstri-grænna, skeytir engu um niðurstöðu umboðsmanns Alþingis og heldur skipulega áfram í sinni vegferð að reyna að leggja atvinnustarfsemina af, þótt hún byggist á lögum,“ er haft eftir Kristjáni Loftssyni í Morgunblaðinu. Ef ekki væri útséð um starfsleyfi sé ekki hægt að ganga í mannaráðningar og kaup á aðföngum, sem sé forsenda þess að hægt sé að halda til veiða. Hvalur svaraði því erindi Matvælaráðuneytisins og benti á að fyrirsjáanleiki væri afar mikilvægur. Tekið var fram að með því að veita leyfi til eins árs í senn væri raunar verið að leggja grunn að því að gera atvinnustarfsemina óstarfhæfa. Hvalir Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Síðasti hvalkjötsfarmur skilaði 2,8 milljarða gjaldeyristekjum Síðasta farmi af hvalkjöti, sem fluttur var út frá Íslandi, var landað í Japan í febrúar í fyrra. Síðan hefur ekkert hvalkjöt verið flutt úr landi, ef marka má útflutningsskýrslur Hagstofu Íslands. Það þýðir að hvalaafurðir eftir síðustu vertíð eru enn á Íslandi. 10. apríl 2024 11:45 „Ef ekki er markaður fyrir kjötið er efnahagslegur ávinningur enginn“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýr matvælaráðherra, vildi ekki tjá sig um það í gær hvort hún myndi heimila eða banna hvalveiðar. Hún var þó afdráttarlaus um afstöðu sína á þingfundi í febrúar árið 2019. 10. apríl 2024 08:28 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
Í samtali við Morgunblaðið segir Kristján að Hvalur hf. bíði enn eftir svörum frá matvælaráðherra við umsókn um leyfi til veiða á langreiðum. Umsóknin var send þann 30. janúar síðastliðinn. Svar barst frá ráðuneytinu um fimmtíu dögum síðar, þar sem óskað var eftir nánari upplýsingum frá fyrirtækinu um hvort og þá hvernig það uppfyllti kröfur tiltekinna laga og reglugerða. Tekið var fram að til skoðunar væri að veita leyfið eingöngu til eins árs í senn. „Það er augljóst í mínum huga að matvælaráðuneytið, undir forystu ráðherra Vinstri-grænna, skeytir engu um niðurstöðu umboðsmanns Alþingis og heldur skipulega áfram í sinni vegferð að reyna að leggja atvinnustarfsemina af, þótt hún byggist á lögum,“ er haft eftir Kristjáni Loftssyni í Morgunblaðinu. Ef ekki væri útséð um starfsleyfi sé ekki hægt að ganga í mannaráðningar og kaup á aðföngum, sem sé forsenda þess að hægt sé að halda til veiða. Hvalur svaraði því erindi Matvælaráðuneytisins og benti á að fyrirsjáanleiki væri afar mikilvægur. Tekið var fram að með því að veita leyfi til eins árs í senn væri raunar verið að leggja grunn að því að gera atvinnustarfsemina óstarfhæfa.
Hvalir Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Síðasti hvalkjötsfarmur skilaði 2,8 milljarða gjaldeyristekjum Síðasta farmi af hvalkjöti, sem fluttur var út frá Íslandi, var landað í Japan í febrúar í fyrra. Síðan hefur ekkert hvalkjöt verið flutt úr landi, ef marka má útflutningsskýrslur Hagstofu Íslands. Það þýðir að hvalaafurðir eftir síðustu vertíð eru enn á Íslandi. 10. apríl 2024 11:45 „Ef ekki er markaður fyrir kjötið er efnahagslegur ávinningur enginn“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýr matvælaráðherra, vildi ekki tjá sig um það í gær hvort hún myndi heimila eða banna hvalveiðar. Hún var þó afdráttarlaus um afstöðu sína á þingfundi í febrúar árið 2019. 10. apríl 2024 08:28 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
Síðasti hvalkjötsfarmur skilaði 2,8 milljarða gjaldeyristekjum Síðasta farmi af hvalkjöti, sem fluttur var út frá Íslandi, var landað í Japan í febrúar í fyrra. Síðan hefur ekkert hvalkjöt verið flutt úr landi, ef marka má útflutningsskýrslur Hagstofu Íslands. Það þýðir að hvalaafurðir eftir síðustu vertíð eru enn á Íslandi. 10. apríl 2024 11:45
„Ef ekki er markaður fyrir kjötið er efnahagslegur ávinningur enginn“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýr matvælaráðherra, vildi ekki tjá sig um það í gær hvort hún myndi heimila eða banna hvalveiðar. Hún var þó afdráttarlaus um afstöðu sína á þingfundi í febrúar árið 2019. 10. apríl 2024 08:28