„Maður hefur oft brennt sig á því að vera hugsa eitthvað fram í tímann“ Sverrir Mar Smárason skrifar 13. apríl 2024 16:49 Viktor Karl fagnar marki sínu sem braut ísinn í dag. Visir/ Hulda Margrét Viktor Karl Einarsson skoraði fyrsta mark Blika í 4-0 sigri liðsins á nýliðum Vestra í Bestu deild karla. Breiðablik náði ekki að bjróta ísinn fyrr en í síðari hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn var frekar erfiður. Við hefðum getað sett meiri hraða í spilið og svona. Mér fannst við skapa okkur góðar stöður en hefðum getað farið aðeins betur með þær. Þetta var alltaf að fara að vera svona, Vestra menn vilja vera þéttir og loka vel fyrir. Við þurftum alltaf að fá einn Ice breaker og hann kom í seinni hálfleik sem var bara flott,“ sagði miðjumaðurinn knái. Breiðablik tókst illa að skapa sér færi gegn þéttu liði gestanna í fyrri hálfleik en virtust koma mun ákveðnari út í síðari hálfleikinn. Viktor Karl gerði fyrsta mark leiksins á 51.mínútu. „Við bara skerptum aðeins á hlutunum og vildum fá meiri hraða í boltann. Vildum fara meira utan á þá og ógna með hornhlaupum eins og markið kom svo. Vildum láta þá aðeins hlaupa. Ég held að markið hafi verið í fyrsta skipti í leiknum þar sem við náum að færa boltann frá vinstri hliðinni og yfir þar sem við erum búnir að draga bakvörðinn úr stöðu. Þá var eftirleikurinn auðveldur,“ sagði Viktor. Blikar tóku algjörlega yfir leikinn í síðari hálfleik. Fá víti og fiska síðan rautt spjald á varnarmann Vestra. Það var aldrei spurning hvort liðið myndi vinna leikinn og lítið sem kom á óvart. „Það var í raun ekkert sem kom á óvart. Þeir vilja stundum hleypa þessu upp í vitleysu og eru fastir fyrir svo það kom ekkert á óvart. Það fór svolítið úr þeim og þeir sóttu ekki mikið í seinni. Eftir að við komumst í 1-0 þá var eftirleikurinn auðveldur,“ sagði Viktor Karl. Breiðablik hefur farið nokkuð hljóðlátt í gegnum undirbúningstímabilið þrátt fyrir að vinna bæði Bose-bikarinn og Lengjubikarinn. Fáir spáð þeim alvöru titilbaráttu. Það er þó það sem Blikar stefna á og geta sýnt það almennilega í næstu þremur leikjum vegna Víkingi, KR og Val. „Við ætlum klárlega að vera þarna [í titilbaráttu] en við erum ekkert mikið að pæla í því hvað er verið að segja. Auðvitað er auðvelt að segja það. Það er mikilvægt að taka einn leik í einu og vera ekki að fara mikið fram úr sér. Næsti leikur er á móti Víkingi og það verður hörku leikur. Við ætlum að gíra okkur vel upp í hann. Ég held að það sé hollast fyrir alla að taka einn leik í einu, maður hefur oft brennt sig á því að vera hugsa eitthvað fram í tímann. Það er bara næsti leikur á móti Víkingi og svo bara sjáum við hvað verður,“ sagði Viktor Karl að lokum. Besta deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Vestri Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
„Fyrri hálfleikurinn var frekar erfiður. Við hefðum getað sett meiri hraða í spilið og svona. Mér fannst við skapa okkur góðar stöður en hefðum getað farið aðeins betur með þær. Þetta var alltaf að fara að vera svona, Vestra menn vilja vera þéttir og loka vel fyrir. Við þurftum alltaf að fá einn Ice breaker og hann kom í seinni hálfleik sem var bara flott,“ sagði miðjumaðurinn knái. Breiðablik tókst illa að skapa sér færi gegn þéttu liði gestanna í fyrri hálfleik en virtust koma mun ákveðnari út í síðari hálfleikinn. Viktor Karl gerði fyrsta mark leiksins á 51.mínútu. „Við bara skerptum aðeins á hlutunum og vildum fá meiri hraða í boltann. Vildum fara meira utan á þá og ógna með hornhlaupum eins og markið kom svo. Vildum láta þá aðeins hlaupa. Ég held að markið hafi verið í fyrsta skipti í leiknum þar sem við náum að færa boltann frá vinstri hliðinni og yfir þar sem við erum búnir að draga bakvörðinn úr stöðu. Þá var eftirleikurinn auðveldur,“ sagði Viktor. Blikar tóku algjörlega yfir leikinn í síðari hálfleik. Fá víti og fiska síðan rautt spjald á varnarmann Vestra. Það var aldrei spurning hvort liðið myndi vinna leikinn og lítið sem kom á óvart. „Það var í raun ekkert sem kom á óvart. Þeir vilja stundum hleypa þessu upp í vitleysu og eru fastir fyrir svo það kom ekkert á óvart. Það fór svolítið úr þeim og þeir sóttu ekki mikið í seinni. Eftir að við komumst í 1-0 þá var eftirleikurinn auðveldur,“ sagði Viktor Karl. Breiðablik hefur farið nokkuð hljóðlátt í gegnum undirbúningstímabilið þrátt fyrir að vinna bæði Bose-bikarinn og Lengjubikarinn. Fáir spáð þeim alvöru titilbaráttu. Það er þó það sem Blikar stefna á og geta sýnt það almennilega í næstu þremur leikjum vegna Víkingi, KR og Val. „Við ætlum klárlega að vera þarna [í titilbaráttu] en við erum ekkert mikið að pæla í því hvað er verið að segja. Auðvitað er auðvelt að segja það. Það er mikilvægt að taka einn leik í einu og vera ekki að fara mikið fram úr sér. Næsti leikur er á móti Víkingi og það verður hörku leikur. Við ætlum að gíra okkur vel upp í hann. Ég held að það sé hollast fyrir alla að taka einn leik í einu, maður hefur oft brennt sig á því að vera hugsa eitthvað fram í tímann. Það er bara næsti leikur á móti Víkingi og svo bara sjáum við hvað verður,“ sagði Viktor Karl að lokum.
Besta deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Vestri Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira