Hollywood-lið Wrexham upp um deild annað árið í röð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2024 23:00 Komnir upp annað árið í röð. Wrexham Ævintýri Wrexham virðist engan endi ætla að taka. Liðið komst í dag, laugardag, upp um deild annað árið í röð þökk sé ótrúlegum 6-0 sigri á Forest Green. Uppgangur Wrexham hefur verið hreint út sagt ótrúlegur síðan Rob McElhenney og Ryan Reynolds festu kaup á félaginu í september 2020. Þá hafa þeir félagar komið félaginu á kortið með þáttunum Welcome to Wrexham þar sem fylgst er með liðinu innan og utan vallar. Wrexham flaug upp úr fimmtu efstu deild á síðustu leiktíð og er nú komið upp úr fjórðu efstu deild þegar enn eru tvær umferðir eftir. Þetta var staðfest eftir magnaðan sigur á Forest Green í dag. Here s to the start of a weekend in paradise #WxmAFC pic.twitter.com/BZe6GdXb0W— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) April 13, 2024 Elliot Lee kom Wrexham yfir á 17. mínútu áður en markamaskínan Paul Mullin tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Leikmaður gestanna varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir rúmlega hálftíma og Mullin bætti við fjórða marki Wrexham fyrir lok fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik skoruðu þeir Ryan Barnett og Jack Marriott. Lokatölur 6-0 og þökk sé úrslitum í öðrum leikjum er Wrexham komið upp um deild. Voru fagnaðarlætin gríðarlega er flautað var til leiksloka. WE ARE GOING UP! #WxmAFC pic.twitter.com/LXFjmLYz1A— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) April 13, 2024 Wrexham fans on the pitch after winning promotion to League 1 today. pic.twitter.com/wjuBS8EPI5— Football Away Days (@FBAwayDays) April 13, 2024 Wrexham er með 82 stig í 2. sæti League 2, ensku D-deildarinnar, eftir 44 leiki. Stockport County er á toppnum og þarf aðeins eitt stig úr síðustu þremur leikjum sínum til að tryggja sér sigur í deildinni. Alls fara þrjú lið beint upp úr D-deildinni og eitt lið eftir umspil sem liðin í 4. til 7. sæti taka þátt í. „Ef þú hefðir sagt mér fyrir fáeinum árum að ég myndi vera grátandi gleðitárum yfir fótboltaleik í Norður-Wales þá værir þú Rob McElhenney. Til hamingju Wrexham, þetta er ævintýri lífs okkar,“ sagði Reynolds á X-síðu sinni, áður Twitter, að leik loknum. A few years ago, if you told me I would be crying tears of joy over a football match taking place in North Wales, you would be Rob McElhenney. Congrats to Wrexham and to my co-chairman in crime. Double up the town! This is the ride of our lives. https://t.co/gP6Oh2NNl4— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) April 13, 2024 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira
Uppgangur Wrexham hefur verið hreint út sagt ótrúlegur síðan Rob McElhenney og Ryan Reynolds festu kaup á félaginu í september 2020. Þá hafa þeir félagar komið félaginu á kortið með þáttunum Welcome to Wrexham þar sem fylgst er með liðinu innan og utan vallar. Wrexham flaug upp úr fimmtu efstu deild á síðustu leiktíð og er nú komið upp úr fjórðu efstu deild þegar enn eru tvær umferðir eftir. Þetta var staðfest eftir magnaðan sigur á Forest Green í dag. Here s to the start of a weekend in paradise #WxmAFC pic.twitter.com/BZe6GdXb0W— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) April 13, 2024 Elliot Lee kom Wrexham yfir á 17. mínútu áður en markamaskínan Paul Mullin tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Leikmaður gestanna varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir rúmlega hálftíma og Mullin bætti við fjórða marki Wrexham fyrir lok fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik skoruðu þeir Ryan Barnett og Jack Marriott. Lokatölur 6-0 og þökk sé úrslitum í öðrum leikjum er Wrexham komið upp um deild. Voru fagnaðarlætin gríðarlega er flautað var til leiksloka. WE ARE GOING UP! #WxmAFC pic.twitter.com/LXFjmLYz1A— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) April 13, 2024 Wrexham fans on the pitch after winning promotion to League 1 today. pic.twitter.com/wjuBS8EPI5— Football Away Days (@FBAwayDays) April 13, 2024 Wrexham er með 82 stig í 2. sæti League 2, ensku D-deildarinnar, eftir 44 leiki. Stockport County er á toppnum og þarf aðeins eitt stig úr síðustu þremur leikjum sínum til að tryggja sér sigur í deildinni. Alls fara þrjú lið beint upp úr D-deildinni og eitt lið eftir umspil sem liðin í 4. til 7. sæti taka þátt í. „Ef þú hefðir sagt mér fyrir fáeinum árum að ég myndi vera grátandi gleðitárum yfir fótboltaleik í Norður-Wales þá værir þú Rob McElhenney. Til hamingju Wrexham, þetta er ævintýri lífs okkar,“ sagði Reynolds á X-síðu sinni, áður Twitter, að leik loknum. A few years ago, if you told me I would be crying tears of joy over a football match taking place in North Wales, you would be Rob McElhenney. Congrats to Wrexham and to my co-chairman in crime. Double up the town! This is the ride of our lives. https://t.co/gP6Oh2NNl4— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) April 13, 2024
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira