Ten Hag strunsaði út af blaðamannafundi: „Vitum að þetta er ekki nógu gott“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2024 07:01 Ten Hag á hliðarlínunni í dag. Catherine Ivill/Getty Images Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, viðurkenndi að lið sitt hefði ekki átt skilið að vinna Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í gær, laugardag. Þá gagnrýndi hann leikmenn sína fyrir slakan fyrri hálfleik. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. „Við töpuðum boltum á stöðum sem þú mátt ekki tapa boltanum og vorum ekki nægilega skipulagðir, sérstaklega á hægri vængnum,“ sagði Ten Hag eftir leik en hann tók Alejandro Garnacho af velli í hálfleik. Argentínumaðurinn tapaði boltanum klaufalega á hættulegu svæði í aðdraganda fyrra marks Bournemouth. „Það eru störf sem þarf að sinna og þeim var ekki sinnt öllum stundum. Fyrra markið kemur þegar við erum í góðri stöðu en töpum boltanum, það á ekki að gerast.“ „Við höfum leikmenn sem geta farið betur með boltann. Á hægri vængnum, fylgdu bara andstæðingnum. Við höfum allir verk að vinna.“ „Við erum með lið sem er erfitt að brjóta á bak aftur. Tvívegis komum við til baka en við áttum ekki að koma okkur í stöðu til að tapa leiknum til að byrja með.“ Man United er nú tíu stigum frá Meistaradeildarsæti og stefnir í versta tímabil liðsins í manna minnum. Tímabilið eftir að Sir Alex Ferguson hætti endaði Man United í 7. sæti með 64 stig. Liðið er aðeins með 50 stig nú að loknum 32 leikjum og þarf því að finna fimm af síðustu sex til að bæta „árangur“ tímabilsins 2013-14. „Vitum að þetta er ekki nógu gott. Í dag áttum við ekki meira skilið. Ef þú gefur andstæðingnum svona mörg færi í fyrri hálfleik þá áttu ekki meira skilið. Þú verður að taka stjórn,“ sagði Ten Hag að endingu. Erik ten Hag walks out of press conference when asked about Man United's worst Premier League finish in history.@BeanymanSports pic.twitter.com/o7dvJ5pufk— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 13, 2024 Er hann var spurður út í þann möguleika að liðið gæti endað í 8. sæti, sem væri versta niðurstaða liðsins í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi hennar árið 1992 þá ákvað Hollendingurinn einfaldlega að yfirgefa blaðamannafundinn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
„Við töpuðum boltum á stöðum sem þú mátt ekki tapa boltanum og vorum ekki nægilega skipulagðir, sérstaklega á hægri vængnum,“ sagði Ten Hag eftir leik en hann tók Alejandro Garnacho af velli í hálfleik. Argentínumaðurinn tapaði boltanum klaufalega á hættulegu svæði í aðdraganda fyrra marks Bournemouth. „Það eru störf sem þarf að sinna og þeim var ekki sinnt öllum stundum. Fyrra markið kemur þegar við erum í góðri stöðu en töpum boltanum, það á ekki að gerast.“ „Við höfum leikmenn sem geta farið betur með boltann. Á hægri vængnum, fylgdu bara andstæðingnum. Við höfum allir verk að vinna.“ „Við erum með lið sem er erfitt að brjóta á bak aftur. Tvívegis komum við til baka en við áttum ekki að koma okkur í stöðu til að tapa leiknum til að byrja með.“ Man United er nú tíu stigum frá Meistaradeildarsæti og stefnir í versta tímabil liðsins í manna minnum. Tímabilið eftir að Sir Alex Ferguson hætti endaði Man United í 7. sæti með 64 stig. Liðið er aðeins með 50 stig nú að loknum 32 leikjum og þarf því að finna fimm af síðustu sex til að bæta „árangur“ tímabilsins 2013-14. „Vitum að þetta er ekki nógu gott. Í dag áttum við ekki meira skilið. Ef þú gefur andstæðingnum svona mörg færi í fyrri hálfleik þá áttu ekki meira skilið. Þú verður að taka stjórn,“ sagði Ten Hag að endingu. Erik ten Hag walks out of press conference when asked about Man United's worst Premier League finish in history.@BeanymanSports pic.twitter.com/o7dvJ5pufk— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 13, 2024 Er hann var spurður út í þann möguleika að liðið gæti endað í 8. sæti, sem væri versta niðurstaða liðsins í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi hennar árið 1992 þá ákvað Hollendingurinn einfaldlega að yfirgefa blaðamannafundinn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira