Baldur með forskot á Katrínu í nýjustu skoðanakönnuninni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. apríl 2024 06:40 Katrín og Baldur mælast nú með mest fylgi í könnunum. Langt er hins vegar til kosninga og margt getur breyst. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, nýtur mests stuðnings frambjóðenda til forseta Íslands samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar sögðust 25,8 prósent ætla að kjósa Baldur en 22,1 prósent sögðust ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Þriðji í könnuninni var Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri, með 16,8 prósent fylgi. Vert er að vekja athygli á því að munurinn á Baldri og Katrínu er ekki tölfræðilega marktækur. Könnunin var framkvæmd dagana 9. til 14. apríl. Framboðsfrestur rennur út 26. apríl næstkomandi en samkvæmt skoðanakönnunum virðist sem baráttan verði, að öllu óbreyttu, á milli Baldurs, Katrínar og Jóns. Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup sögðust um 30 prósent ætla að kjósa Katrínu, 26 prósent Baldur og um 18 prósent Jón. Þá var munurinn á milli Katrínar og Baldurs heldur ekki marktækur tölfræðilega. Samkvæmt könnun Prósents er Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri með um 10 prósent fylgi. „Það eru þrír frambjóðendur sem að ná máli og hafa umtalsvert fylgi. Aðrir hafa miklu minna og eru ansi langt frá því að geta talist sigurstranglegir,“ sagði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, við fréttastofu um helgina í kjölfar þess að niðurstöður Þjóðarpúlsins voru birtar. „Ég held að fylgið hafi ekki sest almennilega enn þá. Auðvitað gefur þessi könnun mjög sterka vísbendingu um þessa þrjá helstu frambjóðendur en það getur enn þá verið töluvert flot á þessu en við höfum líka séð í fyrri forsetakjörum að fylgistölurnar hafa breyst allnokkuð eftir því sem nálgast kjördag.“ Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar sögðust 25,8 prósent ætla að kjósa Baldur en 22,1 prósent sögðust ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Þriðji í könnuninni var Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri, með 16,8 prósent fylgi. Vert er að vekja athygli á því að munurinn á Baldri og Katrínu er ekki tölfræðilega marktækur. Könnunin var framkvæmd dagana 9. til 14. apríl. Framboðsfrestur rennur út 26. apríl næstkomandi en samkvæmt skoðanakönnunum virðist sem baráttan verði, að öllu óbreyttu, á milli Baldurs, Katrínar og Jóns. Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup sögðust um 30 prósent ætla að kjósa Katrínu, 26 prósent Baldur og um 18 prósent Jón. Þá var munurinn á milli Katrínar og Baldurs heldur ekki marktækur tölfræðilega. Samkvæmt könnun Prósents er Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri með um 10 prósent fylgi. „Það eru þrír frambjóðendur sem að ná máli og hafa umtalsvert fylgi. Aðrir hafa miklu minna og eru ansi langt frá því að geta talist sigurstranglegir,“ sagði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, við fréttastofu um helgina í kjölfar þess að niðurstöður Þjóðarpúlsins voru birtar. „Ég held að fylgið hafi ekki sest almennilega enn þá. Auðvitað gefur þessi könnun mjög sterka vísbendingu um þessa þrjá helstu frambjóðendur en það getur enn þá verið töluvert flot á þessu en við höfum líka séð í fyrri forsetakjörum að fylgistölurnar hafa breyst allnokkuð eftir því sem nálgast kjördag.“
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira