Virtur læknir sakaður um að hafa útilokað sjúklinga frá líffæragjöf Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. apríl 2024 08:53 Ekkert hefur komið fram um það hvað lækninum gekk til. AP/Houston Chronicle/Kirk Sides Virtur skurðlæknir í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa breytt umsóknum sumra sjúklinga sinna um líffæragjöf til að útiloka þá frá því að fá nokkurn tímann líffæri. Dr. J. Steve Bynon Jr. starfaði sem yfirmaður skurðdeildar Memorial Hermann-Texas Medical Center í Houston þar sem nýrna- og lifrarígræðslur voru framkvæmdar. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín en rannsókn hefur nú verið hrundið af stað eftir undarlega mörg dauðsföll við stofnunina. Yfirmenn hennar tilkynntu í síðustu viku að engar nýrna- eða lifrarígræðslur yrðu framkvæmdar á meðan rannsókn málsins stendur yfir en læknir við stofnunina hefði játað að hafa breytt sjúkraskrám sjúklinga á þann veg að ómögulegt væri að þeir fengju nokkurn tímann gjafalíffæri. New York Times segir Bynon umræddan lækni. Þegar sótt er um líffæri fyrir sjúklinga þarf meðal annars að skrá hvers konar gjafar koma til greina, til að mynda með tillit til aldurs og þyngdar. Við athugun kom í ljós að skilyrðin höfðu í sumum tilvikum verið þannig að ómögulegt yrði að finna ásættanlegan gjafa. Aðrir skurðlæknar sem sérhæfa sig í líffæraígræðslum segja enga leið fyrir umrædda sjúklinga að hafa vitað að umsóknum þeirra og gögnum hafi verið breytt. Ekkert hefur verið gefið upp um það hvað Bynon kann að hafa gengið til né liggur fyrir eins og stendur hvaða áhrif inngrip hans hafa haft. Það liggur hins vegar fyrir að óvenju hátt hlutfall sjúklinga á Memorial Hermann hefur látist á meðan þeir hafa beðið eftir líffærum. Á deild Bynon voru 29 lifrarígræðslur framkvæmdar árið 2023 en sama ár voru fjórtán teknir af biðlistum stofnunarinnar vegna þess að þeir voru annað hvort látnir eða orðnir of veikir til að fá líffæri. Umfjöllun New York Times. Bandaríkin Heilbrigðismál Líffæragjöf Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Dr. J. Steve Bynon Jr. starfaði sem yfirmaður skurðdeildar Memorial Hermann-Texas Medical Center í Houston þar sem nýrna- og lifrarígræðslur voru framkvæmdar. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín en rannsókn hefur nú verið hrundið af stað eftir undarlega mörg dauðsföll við stofnunina. Yfirmenn hennar tilkynntu í síðustu viku að engar nýrna- eða lifrarígræðslur yrðu framkvæmdar á meðan rannsókn málsins stendur yfir en læknir við stofnunina hefði játað að hafa breytt sjúkraskrám sjúklinga á þann veg að ómögulegt væri að þeir fengju nokkurn tímann gjafalíffæri. New York Times segir Bynon umræddan lækni. Þegar sótt er um líffæri fyrir sjúklinga þarf meðal annars að skrá hvers konar gjafar koma til greina, til að mynda með tillit til aldurs og þyngdar. Við athugun kom í ljós að skilyrðin höfðu í sumum tilvikum verið þannig að ómögulegt yrði að finna ásættanlegan gjafa. Aðrir skurðlæknar sem sérhæfa sig í líffæraígræðslum segja enga leið fyrir umrædda sjúklinga að hafa vitað að umsóknum þeirra og gögnum hafi verið breytt. Ekkert hefur verið gefið upp um það hvað Bynon kann að hafa gengið til né liggur fyrir eins og stendur hvaða áhrif inngrip hans hafa haft. Það liggur hins vegar fyrir að óvenju hátt hlutfall sjúklinga á Memorial Hermann hefur látist á meðan þeir hafa beðið eftir líffærum. Á deild Bynon voru 29 lifrarígræðslur framkvæmdar árið 2023 en sama ár voru fjórtán teknir af biðlistum stofnunarinnar vegna þess að þeir voru annað hvort látnir eða orðnir of veikir til að fá líffæri. Umfjöllun New York Times.
Bandaríkin Heilbrigðismál Líffæragjöf Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira