Fór heim í fýlu og verður refsað Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2024 13:30 Naby Keita hefur afar lítið spilað með Werder Bremen eftir komuna frá Liverpool í fyrrasumar, enda mikið glímt við meiðsli. Getty/Max Ellerbrake Naby Keita, hinn 29 ára gamli miðjumaður Werder Bremen, á yfir höfði sér refsingu frá félaginu eftir að hann neitaði að ferðast með liðinu í leikinn við Leverkusen í þýsku 1. deildinni í fótbolta í gær. Keita fór í fýlu eftir að hafa fengið að vita að hann yrði ekki í byrjunarliði Werder Bremen í leiknum, og í yfirlýsingu sem hann hefur nú sent frá sér biðst hann ekki afsökunar á framferði sínu. „Eftir að Naby komst að því í gær að hann yrði ekki í byrjunarliðinu þá ákvað hann að fara ekki um borð í rútuna heldur fara heim,“ sagði Clemens Fritz, yfirmaður knattspyrnumála hjá Werder Bremen, fyrir leikinn í gær. Leverkusen vann leikinn 5-0 og tryggði sér þýska meistaratitilinn. Keita kom til Werder Bremen frá Liverpool fyrir þessa leiktíð en hefur mikið glímt við meiðsli og aðeins spilað fimm deildarleiki, þar af einn í byrjunarliði. „Við munum ræða við hann og umboðsmann hans um afleiðingarnar og hvernig við höldum áfram eftir þetta,“ sagði Fritz. Werder director Fritz: Naby Keita found out that he would not be playing vs Leverkusen from the start, he decided not to get on the bus and to go home . We'll talk to Keita and his agent about the consequences and how to proceed . pic.twitter.com/YPj6KDmKJv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 14, 2024 Ole Werner, þjálfari Werder Bremen, bætti við: „Þetta angrar mig og mun hafa afleiðingar. Ég hef ekki rætt við hann enn en það mun gerast á næstu dögum.“ Segist aldrei hafa átt í agavandamálum Keita sendi frá sér skrif á Instagram í gær og kvaðst vilja skýra stöðuna, en útskýrði þó ekki af hverju hann fór ekki með liðinu í leikinn við Leverkusen. „Frá því að ég kom fyrst til þessa frábæra félags hef ég alltaf lagt mig allan fram og sýnt fagmennsku. Það eina sem ég hef viljað er að hjálpa félaginu og færa öllum stuðningsmönnunum gleði, sérstaklega þegar úrslitin hafa ekki verið eins og við myndum kjósa,“ skrifaði Keita og bætti við: „Frá upphafi ferilsins hef ég aldrei átt í neinum agavandamálum og alltaf reynt að vera fyrirmynd. Það kemur því ekki til greina að einhver eyðileggi þá mynd. Við stuðningsmennina segi ég: Ég vil að þið vitið að ég berst á hverri einustu æfingu til að gleðja ykkur allar helgar. Að æfa og leggja allt í sölurnar er það eina sem ég get gert. Áfram Werder!“ Samningur Keita við Werder Bremen gildir til ársins 2026. Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
Keita fór í fýlu eftir að hafa fengið að vita að hann yrði ekki í byrjunarliði Werder Bremen í leiknum, og í yfirlýsingu sem hann hefur nú sent frá sér biðst hann ekki afsökunar á framferði sínu. „Eftir að Naby komst að því í gær að hann yrði ekki í byrjunarliðinu þá ákvað hann að fara ekki um borð í rútuna heldur fara heim,“ sagði Clemens Fritz, yfirmaður knattspyrnumála hjá Werder Bremen, fyrir leikinn í gær. Leverkusen vann leikinn 5-0 og tryggði sér þýska meistaratitilinn. Keita kom til Werder Bremen frá Liverpool fyrir þessa leiktíð en hefur mikið glímt við meiðsli og aðeins spilað fimm deildarleiki, þar af einn í byrjunarliði. „Við munum ræða við hann og umboðsmann hans um afleiðingarnar og hvernig við höldum áfram eftir þetta,“ sagði Fritz. Werder director Fritz: Naby Keita found out that he would not be playing vs Leverkusen from the start, he decided not to get on the bus and to go home . We'll talk to Keita and his agent about the consequences and how to proceed . pic.twitter.com/YPj6KDmKJv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 14, 2024 Ole Werner, þjálfari Werder Bremen, bætti við: „Þetta angrar mig og mun hafa afleiðingar. Ég hef ekki rætt við hann enn en það mun gerast á næstu dögum.“ Segist aldrei hafa átt í agavandamálum Keita sendi frá sér skrif á Instagram í gær og kvaðst vilja skýra stöðuna, en útskýrði þó ekki af hverju hann fór ekki með liðinu í leikinn við Leverkusen. „Frá því að ég kom fyrst til þessa frábæra félags hef ég alltaf lagt mig allan fram og sýnt fagmennsku. Það eina sem ég hef viljað er að hjálpa félaginu og færa öllum stuðningsmönnunum gleði, sérstaklega þegar úrslitin hafa ekki verið eins og við myndum kjósa,“ skrifaði Keita og bætti við: „Frá upphafi ferilsins hef ég aldrei átt í neinum agavandamálum og alltaf reynt að vera fyrirmynd. Það kemur því ekki til greina að einhver eyðileggi þá mynd. Við stuðningsmennina segi ég: Ég vil að þið vitið að ég berst á hverri einustu æfingu til að gleðja ykkur allar helgar. Að æfa og leggja allt í sölurnar er það eina sem ég get gert. Áfram Werder!“ Samningur Keita við Werder Bremen gildir til ársins 2026.
Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira