34 ára móðir búin að vinna þrjú stórborgarmaraþon á einu ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2024 10:00 Hellen Obiri sést hér á verðlaunapallinum en hún sér ekki eftir ákvörðun sína að skipta yfir í maraþonhlaup. Getty/Paul Rutherford Hellen Obiri fagnaði sigri í Boston maraþoninu í gær. Hún hefur þar með unnið maraþonið í Boston borg tvö ár í röð og vann einnig New York maraþonið í nóvember í fyrra. Hin keníska Obiri er sannarlega búin að koma sér vel fyrir sem drottning maraþonhlaupanna í heiminum eftir að hafa unnið þessi þrjú stórborgarmaraþon á einu ári. Obiri er 34 ára gömul og á níu ára gamla dóttur. Hún vann silfur í 5.000 metra hlaupi á síðustu tveimur Ólympíuleikum (2016 í Ríó og 2021 í Tókýó) en ákvað að skipta yfir í maraþonhlaupið árið 2022. Hún sér örugglega ekki eftir því. It's now three marathon majors for @hellen_obiri Boston Marathon - 2023 (2:21:38) New York Marathon - 2023 (2:27:23) Boston Marathon - 2024 (2:22:37) An amazing run ahead of @Paris2024 pic.twitter.com/uRT52g6MbA— AW (@AthleticsWeekly) April 15, 2024 Obiri sleit sig frá löndu sinni Sharon Lokedi á síðustu kílómetrunum og kom í mark á tveimur klukkutímum, 22 mínútum og 37 sekúndum. Þriðja varð síðan hin 44 ára gamla Edna Kiplagat sem sjálf hefur unnið Boston maraþonið tvisvar sinnum. „Það er ekki auðvelt að verja titilinn. Síðan að Boston maraþonið byrjaði hafa aðeins sex konur náð að verja hann. Ég sagði því við sjálfa mig: Get ég orðið ein af þeim? Ef þú vilt verða ein af þeim þá þarftu að leggja enn meira á þig,“ sagði Obiri. „Ég er svo ánægð að vera orðin ein af þeim. Nú er ég komin i sögubækurnar í Boston,“ sagði Obiri. All the news from the #BostonMarathon as Hellen Obiri and Sisay Lemma win two contrasting elite races while Eden Rainbow-Cooper and Marcel Hug take wheelchair crowns.https://t.co/LtChPryqrA— AW (@AthleticsWeekly) April 15, 2024 Obiri er nú sigurstrangleg í maraþonhlaupinu á Ólympíuleikunum í París en þetta verða fyrstu leikarnir þar sem maraþonhlaup kvenna verður lokagrein leikanna og endar með verðlaunaafhendingu á lokahátíðinni. Eþíópíumaðurinn Sisay Lemma vann Boston maraþonhlaupið hjá körlunum. Hann kom í mark á tveimur klukkutímum, sex mínútum og 17 sekúndum og varð 41 sekúndu á undan landa sínum Mohamed Esa. Keníamaðurinn Evans Chebet varð þriðji en hann var að reyna þriðja Boston maraþonið í röð. Frjálsar íþróttir Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Sjá meira
Hin keníska Obiri er sannarlega búin að koma sér vel fyrir sem drottning maraþonhlaupanna í heiminum eftir að hafa unnið þessi þrjú stórborgarmaraþon á einu ári. Obiri er 34 ára gömul og á níu ára gamla dóttur. Hún vann silfur í 5.000 metra hlaupi á síðustu tveimur Ólympíuleikum (2016 í Ríó og 2021 í Tókýó) en ákvað að skipta yfir í maraþonhlaupið árið 2022. Hún sér örugglega ekki eftir því. It's now three marathon majors for @hellen_obiri Boston Marathon - 2023 (2:21:38) New York Marathon - 2023 (2:27:23) Boston Marathon - 2024 (2:22:37) An amazing run ahead of @Paris2024 pic.twitter.com/uRT52g6MbA— AW (@AthleticsWeekly) April 15, 2024 Obiri sleit sig frá löndu sinni Sharon Lokedi á síðustu kílómetrunum og kom í mark á tveimur klukkutímum, 22 mínútum og 37 sekúndum. Þriðja varð síðan hin 44 ára gamla Edna Kiplagat sem sjálf hefur unnið Boston maraþonið tvisvar sinnum. „Það er ekki auðvelt að verja titilinn. Síðan að Boston maraþonið byrjaði hafa aðeins sex konur náð að verja hann. Ég sagði því við sjálfa mig: Get ég orðið ein af þeim? Ef þú vilt verða ein af þeim þá þarftu að leggja enn meira á þig,“ sagði Obiri. „Ég er svo ánægð að vera orðin ein af þeim. Nú er ég komin i sögubækurnar í Boston,“ sagði Obiri. All the news from the #BostonMarathon as Hellen Obiri and Sisay Lemma win two contrasting elite races while Eden Rainbow-Cooper and Marcel Hug take wheelchair crowns.https://t.co/LtChPryqrA— AW (@AthleticsWeekly) April 15, 2024 Obiri er nú sigurstrangleg í maraþonhlaupinu á Ólympíuleikunum í París en þetta verða fyrstu leikarnir þar sem maraþonhlaup kvenna verður lokagrein leikanna og endar með verðlaunaafhendingu á lokahátíðinni. Eþíópíumaðurinn Sisay Lemma vann Boston maraþonhlaupið hjá körlunum. Hann kom í mark á tveimur klukkutímum, sex mínútum og 17 sekúndum og varð 41 sekúndu á undan landa sínum Mohamed Esa. Keníamaðurinn Evans Chebet varð þriðji en hann var að reyna þriðja Boston maraþonið í röð.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Sjá meira