Hverjum er treystandi? Tjáningarfrelsið og upplýst umræða Helgi Áss Grétarsson skrifar 16. apríl 2024 10:00 Höfundur þessara lína er lögfræðingur og sem einstaklingur, manneskja í þessu samfélagi, hef ég áhyggjur af því hversu lítið er fjallað um notkun kynhormónabælandi lyfja við meðhöndlun barna og ungmenna með kynama. Þess vegna hef ég talið mikilvægt að umræða um þessi efni komist upp á yfirborðið og lærdómur sé dreginn af reynslu annarra ríkja. Hvers vegna er á þetta minnst? Í gærmorgun var birt grein eftir mig sem fjallaði aðallega um svokallaða Cass-skýrslu og sem íslenskir fjölmiðlar hafa lítið fjallað um, fyrir utan mbl.is, að mér sýnist. Síðdegis í gær var einskonar svargrein birt á visir.is við minni grein. Höfundur þeirrar greinar starfar sem verkefnastjóri hjá samtökunum ’78. Efnislegt innihald greinar verkefnastjórans þótti mér rýrt. Helst mátti skilja á höfundinum að umræða um þessi efni þjónaði engum tilgangi og væri hættuleg hagsmunum barna og ungmenna sem glíma við kynama hér á landi. Það þykir mér sérstakt í ljósi þeirrar alþjóðlegu þróunar að æ fleiri sérfræðingar telja, miðað við núverandi upplýsingar, að ekki eigi að bjóða upp á kynhormónabælandi lyfjameðferð fyrir börn og ungmenni með kynama. Í Cass-skýrslunni er komist að slíkri niðurstöðu og hafa allir helstu fjölmiðlar heims fjallað um þá niðurstöðu, meðal annars Sky News, Washington Post og ABC News. Það er ekki mikil byrði lögð á íslenska fjölmiðla ef þeir öfluðu sér upplýsinga um hvernig alþjóðlegir fréttamiðlar hafa fjallað um Cass-skýrsluna. Í framhaldinu gætu þeir aflað upplýsinga hjá viðeigandi aðilum í heilbrigðiskerfinu um hver sé stefnan í málaflokknum. Traust verður að byggjast á upplýstri umræðu David Bell heitir maður sem er reyndur geðlæknir. Fyrir nokkrum árum gerðist hann uppljóstrari (e. whistleblower) svo að ljósi yrði varpað á þá ófaglegu starfshætti sem viðgengust hjá þeirri stofnun á Englandi sem sá um meðferðir barna og ungmenna með kynama. Um tíma var framlag hans lítt hampað en nýbirt Cass-skýrsla hefur endanlega sýnt fram á að gagnrýni hans átti rétt á sér. Charlie Walsham er dulnefni blaðamanns hjá breska ríkisútvarpinu (BBC) sem birti grein 12. apríl síðastliðinn. Í fyrirsögn greinarinnar var svohljóðandi spurningu varpað fram: „Hvernig tókst BBC að hafa svona rangt fyrir sér í umræðunni um málefni transfólks?“ (e. How did the BBC get the trans debate so wrong?). Í þessari grein á vef dagblaðsins Spectator rekur blaðamaðurinn með hvaða hætti hann telur BBC hafi brugðist hlutverki sínu í þessum málaflokki, meðal annars með því hafa um langt árabil komið í veg fyrir, að þeir sem vöruðu við notkun kynhormónabælandi lyfja við meðhöndlun barna og ungmenna með kynama, kæmust að með sín sjónarmið á dagskrá BBC. Þessi tvö dæmi eru nefnd til að varpa ljósi á að tjáningarfrelsið eykur líkur á upplýstri umræðu um viðkvæm málefni á borð við meðferð barna og ungmenna með kynama. Einnig sýna þau að engin stofnun eða hagsmunasamtök eiga að hafa gagnrýnislítið dagskrárvald í lýðræðislegu þjóðfélagi um tiltekið málefni. Ef heimfært upp á íslenskar aðstæður, enginn fjölmiðill hér, svo sem eins og RÚV, og engin hagsmunasamtök, svo sem eins og samtökin ’78, hafa einkarétt til þess að stýra hvernig fjallað sé um notkun kynhormónabælandi lyfja við meðhöndlun barna og ungmenna með kynama. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Málefni trans fólks Börn og uppeldi Tengdar fréttir Opinber umræða fyrir hvern? Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og borgarfulltrúi, stígur á þessum bjarta mánudagsmorgni fram á ritvöllinn til þess að ræða hormónabælandi meðferðir sem trans börn og ungmenni geta fengið af hálfu heilbrigðiskerfisins. Í þetta sinn er það á grundvelli Cass review, sem er skýrsla sem unnin var í Bretlandi og birt fyrir helgi. 15. apríl 2024 13:54 Er í lagi að nota kynhormónabælandi lyfjameðferð fyrir börn og ungmenni? Er kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, afturkræf? Svarið við þessari spurningu skiptir máli hér á landi en á árunum 2011–2022 fengu 55 börn á Íslandi meðferð af þessu tagi, sbr. til dæmis umfjöllun á mbl.is hinn 25. mars síðastliðinn (Börnum í transteymi BUGL hefur fjölgað umtalsvert). 15. apríl 2024 07:30 Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Höfundur þessara lína er lögfræðingur og sem einstaklingur, manneskja í þessu samfélagi, hef ég áhyggjur af því hversu lítið er fjallað um notkun kynhormónabælandi lyfja við meðhöndlun barna og ungmenna með kynama. Þess vegna hef ég talið mikilvægt að umræða um þessi efni komist upp á yfirborðið og lærdómur sé dreginn af reynslu annarra ríkja. Hvers vegna er á þetta minnst? Í gærmorgun var birt grein eftir mig sem fjallaði aðallega um svokallaða Cass-skýrslu og sem íslenskir fjölmiðlar hafa lítið fjallað um, fyrir utan mbl.is, að mér sýnist. Síðdegis í gær var einskonar svargrein birt á visir.is við minni grein. Höfundur þeirrar greinar starfar sem verkefnastjóri hjá samtökunum ’78. Efnislegt innihald greinar verkefnastjórans þótti mér rýrt. Helst mátti skilja á höfundinum að umræða um þessi efni þjónaði engum tilgangi og væri hættuleg hagsmunum barna og ungmenna sem glíma við kynama hér á landi. Það þykir mér sérstakt í ljósi þeirrar alþjóðlegu þróunar að æ fleiri sérfræðingar telja, miðað við núverandi upplýsingar, að ekki eigi að bjóða upp á kynhormónabælandi lyfjameðferð fyrir börn og ungmenni með kynama. Í Cass-skýrslunni er komist að slíkri niðurstöðu og hafa allir helstu fjölmiðlar heims fjallað um þá niðurstöðu, meðal annars Sky News, Washington Post og ABC News. Það er ekki mikil byrði lögð á íslenska fjölmiðla ef þeir öfluðu sér upplýsinga um hvernig alþjóðlegir fréttamiðlar hafa fjallað um Cass-skýrsluna. Í framhaldinu gætu þeir aflað upplýsinga hjá viðeigandi aðilum í heilbrigðiskerfinu um hver sé stefnan í málaflokknum. Traust verður að byggjast á upplýstri umræðu David Bell heitir maður sem er reyndur geðlæknir. Fyrir nokkrum árum gerðist hann uppljóstrari (e. whistleblower) svo að ljósi yrði varpað á þá ófaglegu starfshætti sem viðgengust hjá þeirri stofnun á Englandi sem sá um meðferðir barna og ungmenna með kynama. Um tíma var framlag hans lítt hampað en nýbirt Cass-skýrsla hefur endanlega sýnt fram á að gagnrýni hans átti rétt á sér. Charlie Walsham er dulnefni blaðamanns hjá breska ríkisútvarpinu (BBC) sem birti grein 12. apríl síðastliðinn. Í fyrirsögn greinarinnar var svohljóðandi spurningu varpað fram: „Hvernig tókst BBC að hafa svona rangt fyrir sér í umræðunni um málefni transfólks?“ (e. How did the BBC get the trans debate so wrong?). Í þessari grein á vef dagblaðsins Spectator rekur blaðamaðurinn með hvaða hætti hann telur BBC hafi brugðist hlutverki sínu í þessum málaflokki, meðal annars með því hafa um langt árabil komið í veg fyrir, að þeir sem vöruðu við notkun kynhormónabælandi lyfja við meðhöndlun barna og ungmenna með kynama, kæmust að með sín sjónarmið á dagskrá BBC. Þessi tvö dæmi eru nefnd til að varpa ljósi á að tjáningarfrelsið eykur líkur á upplýstri umræðu um viðkvæm málefni á borð við meðferð barna og ungmenna með kynama. Einnig sýna þau að engin stofnun eða hagsmunasamtök eiga að hafa gagnrýnislítið dagskrárvald í lýðræðislegu þjóðfélagi um tiltekið málefni. Ef heimfært upp á íslenskar aðstæður, enginn fjölmiðill hér, svo sem eins og RÚV, og engin hagsmunasamtök, svo sem eins og samtökin ’78, hafa einkarétt til þess að stýra hvernig fjallað sé um notkun kynhormónabælandi lyfja við meðhöndlun barna og ungmenna með kynama. Höfundur er lögfræðingur.
Opinber umræða fyrir hvern? Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og borgarfulltrúi, stígur á þessum bjarta mánudagsmorgni fram á ritvöllinn til þess að ræða hormónabælandi meðferðir sem trans börn og ungmenni geta fengið af hálfu heilbrigðiskerfisins. Í þetta sinn er það á grundvelli Cass review, sem er skýrsla sem unnin var í Bretlandi og birt fyrir helgi. 15. apríl 2024 13:54
Er í lagi að nota kynhormónabælandi lyfjameðferð fyrir börn og ungmenni? Er kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, afturkræf? Svarið við þessari spurningu skiptir máli hér á landi en á árunum 2011–2022 fengu 55 börn á Íslandi meðferð af þessu tagi, sbr. til dæmis umfjöllun á mbl.is hinn 25. mars síðastliðinn (Börnum í transteymi BUGL hefur fjölgað umtalsvert). 15. apríl 2024 07:30
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun