HM í handbolta 2031 fer fram á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2024 12:34 Gísli Þorgeir Kristjánsson er ungur enn og gæti spilað á HM í heimavelli árið 2031. Vísir/Vilhelm Alþjóða handknattleikssambandið hefur ákveðið að heimsmeistaramót karla í handbolta eftir sjö ár fari fram á Norðurlöndunum. Það verða Noregur, Danmörk og Ísland sem halda heimsmeistaramótið 2031 saman. Það er ekki búið að ákveða hvernig leikirnir munu skiptast á milli landanna eða í hvaða borgum verður spilað. Þetta var gefið út á heimasíðu Alþjóða handboltasambandsins í dag. Hér á Íslandi eiga leikirnir hins vegar að fara fram í nýju Þjóðahöllinni sem á að byggja við hlið Laugardalshallarinnar. Íslensk stjórnvöld hafa lofað því að byggingu hennar ljúki á næstu árum. HM 2029 fer fram í Frakkland og Þýskalandi. Við sama tilefni var ákveðið að HM kvenna 2029 fari fram á Spáni og HM kvenna 2031 fari fram í Tékklandi og Póllandi. Danir og Norðmenn munu halda HM á næsta ári í samstarfi með Króatíu en síðan skipta þeir Króatíu út fyrir Ísland til að halda HM sex árum síðar. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var á staðnum ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Hér eru þau með Dr Hassan Moustafa forseta Alþjóða handboltasambandsins og fulltrúum Dana og Norðmanna.IHF Þetta er í annað skiptið sem Ísland heldur HM í handbolta karla en mótið fór fram á Íslandi árið 1995 eins og frægt er. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var á staðnum ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þingkonu Viðreisnar. „Þetta samstarf mun ekki aðeins lyfta handboltanum á Íslandi heldur einnig sýna það og sanna að smærri þjóðir geti haldið stórmót í gegnum sterkt alþjóðlegt samstarf,“ sagði Guðmundur við heimasíðu IHF. Það er líklegast að Ísland verði í sama hlutverki og Danir eru á HM á næsta ári. Þar fara fram tveir riðlar og einn milliriðill. Norðmenn eru með tvo riðla á HM 2025 og einn milliriðll en Króatar eru með fjóra riðla og tvo milliriðla. Átta liða úrslitin skiptast á milli Króata og Norðmanna alveg eins og undanúrslitin. Úrslitaleikurinn fer fram í Noregi. View this post on Instagram A post shared by IHF (@ihfworldhandball) HM karla í handbolta 2031 HM karla í handbolta 2023 Reykjavík HSÍ Handbolti Noregur Danmörk Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira
Það verða Noregur, Danmörk og Ísland sem halda heimsmeistaramótið 2031 saman. Það er ekki búið að ákveða hvernig leikirnir munu skiptast á milli landanna eða í hvaða borgum verður spilað. Þetta var gefið út á heimasíðu Alþjóða handboltasambandsins í dag. Hér á Íslandi eiga leikirnir hins vegar að fara fram í nýju Þjóðahöllinni sem á að byggja við hlið Laugardalshallarinnar. Íslensk stjórnvöld hafa lofað því að byggingu hennar ljúki á næstu árum. HM 2029 fer fram í Frakkland og Þýskalandi. Við sama tilefni var ákveðið að HM kvenna 2029 fari fram á Spáni og HM kvenna 2031 fari fram í Tékklandi og Póllandi. Danir og Norðmenn munu halda HM á næsta ári í samstarfi með Króatíu en síðan skipta þeir Króatíu út fyrir Ísland til að halda HM sex árum síðar. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var á staðnum ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Hér eru þau með Dr Hassan Moustafa forseta Alþjóða handboltasambandsins og fulltrúum Dana og Norðmanna.IHF Þetta er í annað skiptið sem Ísland heldur HM í handbolta karla en mótið fór fram á Íslandi árið 1995 eins og frægt er. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var á staðnum ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þingkonu Viðreisnar. „Þetta samstarf mun ekki aðeins lyfta handboltanum á Íslandi heldur einnig sýna það og sanna að smærri þjóðir geti haldið stórmót í gegnum sterkt alþjóðlegt samstarf,“ sagði Guðmundur við heimasíðu IHF. Það er líklegast að Ísland verði í sama hlutverki og Danir eru á HM á næsta ári. Þar fara fram tveir riðlar og einn milliriðill. Norðmenn eru með tvo riðla á HM 2025 og einn milliriðll en Króatar eru með fjóra riðla og tvo milliriðla. Átta liða úrslitin skiptast á milli Króata og Norðmanna alveg eins og undanúrslitin. Úrslitaleikurinn fer fram í Noregi. View this post on Instagram A post shared by IHF (@ihfworldhandball)
HM karla í handbolta 2031 HM karla í handbolta 2023 Reykjavík HSÍ Handbolti Noregur Danmörk Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira