Ragnar dillaði sér á Dillon og nýr ráðherra naut lífsins í Borgartúni Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 16. apríl 2024 15:01 Ragnar og Bjarkey eru meðal þeirra sem nutu lífsins í síðustu viku. Vísir Það er ennþá fáránlega kalt í veðri jafnvel þó það eigi eiginlega að vera komið vor. Jafnvel sumar á næsta leyti. Þó er eilífðar vetur og ennþá snjór í Esjunni. Það er samt eitthvað í loftinu. Mánudagurinn var rólyndisdagur en fréttadrottningin Birta Björnsdóttir skellti sér í sund í Sundhöll Reykjavíkur um kvöldið. Þar var líka Unnsteinn Manúel tónlistarmaður með fjölskyldunni. Á þriðjudag sást til rapparanna Emmsjé Gauta og Herra Hnetusmjörs gera vel við sig í hádeginu á Apótekinu. Ágúst Borgþór Sverrisson blaðahaukur DV skellti sér í kvöldgöngu um Ægisíðu sama kvöldið. Á meðan var sjónvarpsstjarnan Patrekur Jaime, útvarpskonan Lóa Björk og rapparinn Joey Christ í Hagkaup í Skeifunni. Miðvikudagskvöldið var svo loksins hægt að fíra upp í grillinu. Þannig sást Tómas Lemarques leikari á skemmtistaðnum Röntgen þetta kvöld. Daginn eftir var Benedikt Bogason forseti hæstaréttar í kaffi á Systrasamlaginu. Víðir Reynisson ók svo á jeppanum um miðbæ Reykjavíkur á meðan Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB verslaði sér í matinn á Krónunni Granda. Föstudaginn fóru hlutirnir loksins að gerast. Nýjasti og eftirtektarverðasti ráðherra landsins Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir gerði vel við sig í hádeginu og skellti sér á Borg29 og fékk sér gott að borða. Þennan sama dag sást fyrrverandi utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson á kjaftasnakki við G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar á Eiðistorgi. GDRN og Máni Pétursson fengu sér kaffibolla á Te og kaffi á Suðurlandsbraut. Ágúst Bent rappari skellti sér í miðbæjarrölt og líka Jón Þór Ólason lögmaður. Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra skellti sér í leikhús á föstudagskvöldið ásamt sinni heittelskuðu rithöfundinum Jónínu Leósdóttur. Þær sáu þar Lúnu en þar voru einnig myndlistarmaðurinn Pétur Gautur og eiginkona hans landslagsarkitektinn Berglind Guðmundsdóttur ásamt syni þeirra leikaranum Starkaði Péturssyni. Þetta sama kvöld var svo gellukvöld á Auto þar sem var heljarinnar partý. Þar voru meðal annars samfélagsmiðlastjarnan Binni Glee og Söngvakeppnisdrottningin Sigga Ózk svo einhverjir séu nefndir. VG liðar líkt og Bjarni Jónsson fara mikinn í pistli vikunnar. Vísir/Arnar Bjarni Jónsson þingmaður VG fékk sér kaldan á Kalda þetta kvöld og það gerði líka Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Formaður VR Ragnar Þór Ingólfsson naut á sama tíma lífsins á Dillon þar sem hann dillaði sér við ljúfa tóna Bob Dylan koverbands. Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi var þar líka. Leikkonan Donna Cruz naut lífsins á meðan í drykk á skemmtistaðnum Röntgen. Á laugardeginum hélt lífið áfram. Sveppi skellti sér í hádegismat á mathöllinni í Pósthúsinu. Það gerði líka körfuboltakappinn Ragnar Nathanaelsson og Tryggvi Herbertsson fyrrverandi þingmaður. Laugardagskvöldið hélt Vinstrihreyfingin grænt framboð svo bingó kvöld á Stúdentakjallaranum. Þangað mætti þingmaðurinn Orri Páll Jóhannson, kollegi hans Jódís Skúladóttir og samflokkskona þeirra Líf Magneudóttir. Sunnudaginn sást tónlistarkonan Diljá Pétursdóttir á deiti á Fjallkonunni með kærastanum og kollega sínum Róberti Andra Drzymkowski. Frægir á ferð Samkvæmislífið Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Mánudagurinn var rólyndisdagur en fréttadrottningin Birta Björnsdóttir skellti sér í sund í Sundhöll Reykjavíkur um kvöldið. Þar var líka Unnsteinn Manúel tónlistarmaður með fjölskyldunni. Á þriðjudag sást til rapparanna Emmsjé Gauta og Herra Hnetusmjörs gera vel við sig í hádeginu á Apótekinu. Ágúst Borgþór Sverrisson blaðahaukur DV skellti sér í kvöldgöngu um Ægisíðu sama kvöldið. Á meðan var sjónvarpsstjarnan Patrekur Jaime, útvarpskonan Lóa Björk og rapparinn Joey Christ í Hagkaup í Skeifunni. Miðvikudagskvöldið var svo loksins hægt að fíra upp í grillinu. Þannig sást Tómas Lemarques leikari á skemmtistaðnum Röntgen þetta kvöld. Daginn eftir var Benedikt Bogason forseti hæstaréttar í kaffi á Systrasamlaginu. Víðir Reynisson ók svo á jeppanum um miðbæ Reykjavíkur á meðan Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB verslaði sér í matinn á Krónunni Granda. Föstudaginn fóru hlutirnir loksins að gerast. Nýjasti og eftirtektarverðasti ráðherra landsins Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir gerði vel við sig í hádeginu og skellti sér á Borg29 og fékk sér gott að borða. Þennan sama dag sást fyrrverandi utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson á kjaftasnakki við G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar á Eiðistorgi. GDRN og Máni Pétursson fengu sér kaffibolla á Te og kaffi á Suðurlandsbraut. Ágúst Bent rappari skellti sér í miðbæjarrölt og líka Jón Þór Ólason lögmaður. Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra skellti sér í leikhús á föstudagskvöldið ásamt sinni heittelskuðu rithöfundinum Jónínu Leósdóttur. Þær sáu þar Lúnu en þar voru einnig myndlistarmaðurinn Pétur Gautur og eiginkona hans landslagsarkitektinn Berglind Guðmundsdóttur ásamt syni þeirra leikaranum Starkaði Péturssyni. Þetta sama kvöld var svo gellukvöld á Auto þar sem var heljarinnar partý. Þar voru meðal annars samfélagsmiðlastjarnan Binni Glee og Söngvakeppnisdrottningin Sigga Ózk svo einhverjir séu nefndir. VG liðar líkt og Bjarni Jónsson fara mikinn í pistli vikunnar. Vísir/Arnar Bjarni Jónsson þingmaður VG fékk sér kaldan á Kalda þetta kvöld og það gerði líka Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Formaður VR Ragnar Þór Ingólfsson naut á sama tíma lífsins á Dillon þar sem hann dillaði sér við ljúfa tóna Bob Dylan koverbands. Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi var þar líka. Leikkonan Donna Cruz naut lífsins á meðan í drykk á skemmtistaðnum Röntgen. Á laugardeginum hélt lífið áfram. Sveppi skellti sér í hádegismat á mathöllinni í Pósthúsinu. Það gerði líka körfuboltakappinn Ragnar Nathanaelsson og Tryggvi Herbertsson fyrrverandi þingmaður. Laugardagskvöldið hélt Vinstrihreyfingin grænt framboð svo bingó kvöld á Stúdentakjallaranum. Þangað mætti þingmaðurinn Orri Páll Jóhannson, kollegi hans Jódís Skúladóttir og samflokkskona þeirra Líf Magneudóttir. Sunnudaginn sást tónlistarkonan Diljá Pétursdóttir á deiti á Fjallkonunni með kærastanum og kollega sínum Róberti Andra Drzymkowski.
Frægir á ferð Samkvæmislífið Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira