Vann sig upp úr þunglyndi með sænskum hugarþjálfara: „Ég varð bara önnur manneskja“ Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2024 08:02 Patrik Johannesen er mættur aftur út á völl eftir langa bið. vísir/Einar Færeyski landsliðsmaðurinn Patrik Johannesen gekk í gegnum erfiða tíma eftir að hafa slitið krossband í hné fyrir ári síðan. Hann er nú byrjaður að spila að nýju fyrir Breiðablik, í Bestu deildinni í fótbolta. Patrik kom inn á sem varamaður gegn Vestra um síðustu helgi og er spenntur fyrir sumrinu eftir afar erfitt ár. Til að vinna sig út úr þunglyndi sem fylgdi meiðslunum fékk hann góða aðstoð hugarþjálfara færeyska landsliðsins, hins sænska Igor Ardoris. „Hausinn var farinn í fyrra, og það má kalla það þunglyndi. Maður er ekki vanur að vera fyrir utan og horfa á alla hina leikmennina. Fyrsti leikurinn eftir þetta var gegn Víkingi á Kópavogsvelli og ég var lagður af stað heim eftir tíu mínútur, og gat ekki horft á þetta. Þannig var þetta í byrjun en svo sætti ég mig við stöðuna og fókusaði á að komast til baka,“ sagði Patrik á Kópavogsvelli í gær. „Lágpunkturinn var að missa af Evrópukeppninni“ Hann segir vinnuna með hugarþjálfaranum Ardoris hafa hjálpað sér mikið. „Við fórum að tala saman tvisvar í viku, í átta vikur, og það hentaði mér mjög vel að tala við hann um allt – bæði lífið og fótboltann. Hann er mjög góður. Ég varð bara önnur manneskja eftir þessar átta vikur með honum. Hausinn komst á réttan stað og ég gat haldið fókus á að koma til baka eftir meiðslin. Lágpunkturinn var að missa af Evrópukeppninni. Ég hafði prófað það með Klaksvík og komist í umspil, en núna var Breiðablik í riðlakeppni og það var erfiðast að missa af þeim leikjum. Við verðum bara að komast þangað aftur,“ sagði Patrik og brosti. Orðinn svolítið þreyttur á styrktarþjálfaranum Hann nýtti sér ekki bara aðstoð fyrir andlega styrkinn heldur kynntist líkamsstyrktarþjálfurum og sjúkraþjálfurum Breiðabliks vel síðustu misseri. „Ég var með Aroni Má [Björnssyni] í fyrra og var orðinn svolítið þreyttur á honum þarna í lok desember. Við vorum alltaf saman, og áttum mjög gott samstarf. Núna er Helgi [Jónas Guðfinnsson] kominn og það er eins varðandi hann. Helgi er mjög duglegur að vinna með mig til að fá mig til baka í toppstandi. Ég tek mínúturnar sem ég fæ og æfi eins mikið og ég get.“ Patrik fékk að spila tíu mínútur gegn Vestra á laugardaginn, í 4-0 sigri, og smám saman ættu stuðningsmenn Blika að fá að sjá manninn sem raðaði inn mörkum fyrir Keflavík og er landsliðsmaður Færeyja. „Þetta var geggjað. Tilfinningin eftir leik var mjög góð,“ sagði Patrik um leikinn á laugardag. Patrik fór að skellihlæja í tengslum við spurningar um hjúskaparstöðu. Hann er á lausu og hægt að finna hann á Instagram.vísir/Einar „Þetta var mjög erfitt í fyrra – að missa af Evrópukeppninni og öllum skemmtilegu leikjunum sem Breiðablik spilaði. Það er líka búið að vera erfitt að komast til baka, og missa af öllum leikjunum á undirbúningstímabilinu út af smá meiðslum. En núna held ég að staðan sé frábær.“ Patrik náði að spila fimm deildarleiki í fyrravor, undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar. „Fyrstu fimm leikirnir með Blikum í fyrra voru mjög fínir fyrir mig. Ég var kominn með mark og stoðsendingu en svo fór krossbandið og það var mjög erfitt að missa allt tímabilið. Ég hef aldrei meiðst svona, fyrr á ferlinum. Ég fékk mikið traust frá Óskari og það var mjög erfitt fyrir mig að missa af öllu sem ég hafði ætlað mér með Breiðabliki,“ sagði Patrik sem er hins vegar einnig mjög ánægður undir stjórn Halldórs Árnasonar. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þurftum að grafa djúpt” Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Sjá meira
Patrik kom inn á sem varamaður gegn Vestra um síðustu helgi og er spenntur fyrir sumrinu eftir afar erfitt ár. Til að vinna sig út úr þunglyndi sem fylgdi meiðslunum fékk hann góða aðstoð hugarþjálfara færeyska landsliðsins, hins sænska Igor Ardoris. „Hausinn var farinn í fyrra, og það má kalla það þunglyndi. Maður er ekki vanur að vera fyrir utan og horfa á alla hina leikmennina. Fyrsti leikurinn eftir þetta var gegn Víkingi á Kópavogsvelli og ég var lagður af stað heim eftir tíu mínútur, og gat ekki horft á þetta. Þannig var þetta í byrjun en svo sætti ég mig við stöðuna og fókusaði á að komast til baka,“ sagði Patrik á Kópavogsvelli í gær. „Lágpunkturinn var að missa af Evrópukeppninni“ Hann segir vinnuna með hugarþjálfaranum Ardoris hafa hjálpað sér mikið. „Við fórum að tala saman tvisvar í viku, í átta vikur, og það hentaði mér mjög vel að tala við hann um allt – bæði lífið og fótboltann. Hann er mjög góður. Ég varð bara önnur manneskja eftir þessar átta vikur með honum. Hausinn komst á réttan stað og ég gat haldið fókus á að koma til baka eftir meiðslin. Lágpunkturinn var að missa af Evrópukeppninni. Ég hafði prófað það með Klaksvík og komist í umspil, en núna var Breiðablik í riðlakeppni og það var erfiðast að missa af þeim leikjum. Við verðum bara að komast þangað aftur,“ sagði Patrik og brosti. Orðinn svolítið þreyttur á styrktarþjálfaranum Hann nýtti sér ekki bara aðstoð fyrir andlega styrkinn heldur kynntist líkamsstyrktarþjálfurum og sjúkraþjálfurum Breiðabliks vel síðustu misseri. „Ég var með Aroni Má [Björnssyni] í fyrra og var orðinn svolítið þreyttur á honum þarna í lok desember. Við vorum alltaf saman, og áttum mjög gott samstarf. Núna er Helgi [Jónas Guðfinnsson] kominn og það er eins varðandi hann. Helgi er mjög duglegur að vinna með mig til að fá mig til baka í toppstandi. Ég tek mínúturnar sem ég fæ og æfi eins mikið og ég get.“ Patrik fékk að spila tíu mínútur gegn Vestra á laugardaginn, í 4-0 sigri, og smám saman ættu stuðningsmenn Blika að fá að sjá manninn sem raðaði inn mörkum fyrir Keflavík og er landsliðsmaður Færeyja. „Þetta var geggjað. Tilfinningin eftir leik var mjög góð,“ sagði Patrik um leikinn á laugardag. Patrik fór að skellihlæja í tengslum við spurningar um hjúskaparstöðu. Hann er á lausu og hægt að finna hann á Instagram.vísir/Einar „Þetta var mjög erfitt í fyrra – að missa af Evrópukeppninni og öllum skemmtilegu leikjunum sem Breiðablik spilaði. Það er líka búið að vera erfitt að komast til baka, og missa af öllum leikjunum á undirbúningstímabilinu út af smá meiðslum. En núna held ég að staðan sé frábær.“ Patrik náði að spila fimm deildarleiki í fyrravor, undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar. „Fyrstu fimm leikirnir með Blikum í fyrra voru mjög fínir fyrir mig. Ég var kominn með mark og stoðsendingu en svo fór krossbandið og það var mjög erfitt að missa allt tímabilið. Ég hef aldrei meiðst svona, fyrr á ferlinum. Ég fékk mikið traust frá Óskari og það var mjög erfitt fyrir mig að missa af öllu sem ég hafði ætlað mér með Breiðabliki,“ sagði Patrik sem er hins vegar einnig mjög ánægður undir stjórn Halldórs Árnasonar.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þurftum að grafa djúpt” Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn