Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar 17. apríl 2024 08:31 Það ríkir samhljómur hjá stjórnvöldum og atvinnulífi um nauðsyn þess að gera átak í grænni orkuöflun. Aldrei hefur verið brýnna að huga að þessum mikilvæga málaflokki því grænu umskiptin munu stórauka eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku og innviðum í takt við þróun nýrra tæknilausna. Í þessu samhengi standa orkumál Íslands, sem og heimsins alls, á mikilvægum tímamótum. Á Loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna, COP28, ályktuðu 133 ríki að þrefalda þyrfti orkuframleiðslu í heiminum og tvöfalda orkunýtni. Orkan er talin ein af grunnforsendum fyrir að hægt sé að uppfylla samþykktir Parísarsáttmálans og framkvæma full orkuskipti, það er að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbæra orku. Loftslagsaðgerðir eiga þannig mikið undir að aukin græn orkuöflun og uppbygging tengdra innviða nái fram að ganga. Í raforkuspá Landsnets til ársins 2060 segir að þörf sé á nýrri hugsun og nálgun í orkumálum. Landsnet spáir því að raforkumarkaðurinn á Íslandi muni tvöfaldast við full orkuskipti árið 2050. Vöxtur markaðarins verður að talsverðu leyti hjá heimilum og smærri fyrirtækjum m.a. vegna orkuskipta. Hluta af orkuskiptunum verður mætt með rafeldsneyti sem verður framleitt með innlendum grænum orkugjöfum. Þetta kallar á mikla breytingu á orkumarkaði. Þá bendir Landsnet á að raunhæft sé að ná markmiðum á forsendum notkunar árið 2050, að því gefnu að ekki verði takmarkanir á orkuframboði. Von er á uppfærslu á aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum sem byggir m.a. á tillögum um aðgerðir í Loftslagsvegvísum atvinnulífsins. Sé horft til samfélagslosunar Íslands og skuldbindinga okkar gagnvart alþjóðasamfélaginu í samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda eru gríðarstór verkefni framundan, m.a. í samgöngum á landi, landbúnaði og orkuskiptum á hafi. Ef við tökum eitt dæmi þá nam heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum þriðjungi af samfélagslegri losun Íslands eða um 936 þúsund tonn árið 2022. Hér um að ræða eitt stærsta tækifæri Íslands til að taka stór framfaraskref í þriðju orkuskiptunum á allra næstu árum. Tæknilausnir fyrir orkuskipti á landi eru að þróast hratt. Það er engin ástæða til að ætla að Ísland geti ekki áfram skipað sér fremst meðal þjóða í rafbílavæðingu og þróun vistvænna samgangna þótt tímabundið hafi hægst innleiðingu undanfarna mánuði. Sé horft til þróunar heildareftirspurnar á orku á Íslandi bendir nýjasta spá Orkustofnunar á að nýtt framboð til raforku muni ekki mæta aukinni eftirspurn fyrr en mögulega árið 2027. Þessari áskorun er brýnt að bregðast hratt við enda keppikefli Íslands að halda ótrauð áfram að vinna að kolefnishlutlausu Íslandi 2040 í samræmi við stefnu stjórnvalda og þær lausnir sem atvinnulífið vinnur nú hörðum höndum að. Hér berum við mikla ábyrgð sem þjóð og verðum því að hafa hraðann á án þess að gefa afslátt á niðurstöðuna. Græn og ábyrg orkuframleiðsla er mikilvæg grunnstoð sjálfbærrar framtíðar. Með samtali og samstilltu átaki geta stjórnvöld, atvinnulíf og samfélag unnið saman að grænum lausnum Íslands með framtíðina, fólk og náttúru að leiðarljósi. Við erum fyrirmynd annarra þjóða. Ef Ísland getur það, getur heimurinn allur. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Orkumál Orkuskipti Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það ríkir samhljómur hjá stjórnvöldum og atvinnulífi um nauðsyn þess að gera átak í grænni orkuöflun. Aldrei hefur verið brýnna að huga að þessum mikilvæga málaflokki því grænu umskiptin munu stórauka eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku og innviðum í takt við þróun nýrra tæknilausna. Í þessu samhengi standa orkumál Íslands, sem og heimsins alls, á mikilvægum tímamótum. Á Loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna, COP28, ályktuðu 133 ríki að þrefalda þyrfti orkuframleiðslu í heiminum og tvöfalda orkunýtni. Orkan er talin ein af grunnforsendum fyrir að hægt sé að uppfylla samþykktir Parísarsáttmálans og framkvæma full orkuskipti, það er að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbæra orku. Loftslagsaðgerðir eiga þannig mikið undir að aukin græn orkuöflun og uppbygging tengdra innviða nái fram að ganga. Í raforkuspá Landsnets til ársins 2060 segir að þörf sé á nýrri hugsun og nálgun í orkumálum. Landsnet spáir því að raforkumarkaðurinn á Íslandi muni tvöfaldast við full orkuskipti árið 2050. Vöxtur markaðarins verður að talsverðu leyti hjá heimilum og smærri fyrirtækjum m.a. vegna orkuskipta. Hluta af orkuskiptunum verður mætt með rafeldsneyti sem verður framleitt með innlendum grænum orkugjöfum. Þetta kallar á mikla breytingu á orkumarkaði. Þá bendir Landsnet á að raunhæft sé að ná markmiðum á forsendum notkunar árið 2050, að því gefnu að ekki verði takmarkanir á orkuframboði. Von er á uppfærslu á aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum sem byggir m.a. á tillögum um aðgerðir í Loftslagsvegvísum atvinnulífsins. Sé horft til samfélagslosunar Íslands og skuldbindinga okkar gagnvart alþjóðasamfélaginu í samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda eru gríðarstór verkefni framundan, m.a. í samgöngum á landi, landbúnaði og orkuskiptum á hafi. Ef við tökum eitt dæmi þá nam heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum þriðjungi af samfélagslegri losun Íslands eða um 936 þúsund tonn árið 2022. Hér um að ræða eitt stærsta tækifæri Íslands til að taka stór framfaraskref í þriðju orkuskiptunum á allra næstu árum. Tæknilausnir fyrir orkuskipti á landi eru að þróast hratt. Það er engin ástæða til að ætla að Ísland geti ekki áfram skipað sér fremst meðal þjóða í rafbílavæðingu og þróun vistvænna samgangna þótt tímabundið hafi hægst innleiðingu undanfarna mánuði. Sé horft til þróunar heildareftirspurnar á orku á Íslandi bendir nýjasta spá Orkustofnunar á að nýtt framboð til raforku muni ekki mæta aukinni eftirspurn fyrr en mögulega árið 2027. Þessari áskorun er brýnt að bregðast hratt við enda keppikefli Íslands að halda ótrauð áfram að vinna að kolefnishlutlausu Íslandi 2040 í samræmi við stefnu stjórnvalda og þær lausnir sem atvinnulífið vinnur nú hörðum höndum að. Hér berum við mikla ábyrgð sem þjóð og verðum því að hafa hraðann á án þess að gefa afslátt á niðurstöðuna. Græn og ábyrg orkuframleiðsla er mikilvæg grunnstoð sjálfbærrar framtíðar. Með samtali og samstilltu átaki geta stjórnvöld, atvinnulíf og samfélag unnið saman að grænum lausnum Íslands með framtíðina, fólk og náttúru að leiðarljósi. Við erum fyrirmynd annarra þjóða. Ef Ísland getur það, getur heimurinn allur. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun