Frumskógur bílastæðagjalda og þau hæstu þúsund krónur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. apríl 2024 21:00 Þórunn Anna Árnadóttir forstjóri Neytendastofu segir málið viðamikið og því muni taka tíma að fá niðurstöðu úr því. Vísir/Sara Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir villta vestrið ríkja í gjaldtöku á bílastæðum. Neytendur standi frammi fyrir sífellt fleiri greiðslulausnum en engin gildi þó á öllum bílastæðum. Neytendastofa hefur ákveðið að rannsaka málið. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir græðgisvæðingu í gangi á bílastæðamarkaði þar sem sífellt fleiri fyrirtæki reyni að fá bita af kökunni. Oft sé erfitt að fyrir neytendur að glöggva sig á gjaldtökunni, hvað þá ef þeir séu sektaðir. Félagið hafi óskað eftir liðsinni Neytendastofu í málinu. Við lauslega rannsókn fréttastofu í dag kom í ljós að mörg fyrirtæki sjá um að rukka inn fyrir bílastæði hér á landi og afar misjafnt er hvað, hvenær og hvernig á að greiða fyrir stæðin. Hvernig upplýsingum er komið á framfæri og hver sektin er ef fólk greiðir ekki fyrir stæði. Klukkustund á þúsund krónur Við Barónstíg 4 í Reykjavík eru til að mynda tvö gjaldstæði. Annað er við verslunina 10-11 og kostar eitt þúsund krónur á tímann að leggja þar þar. Á sama svæði er annað bílastæði sem er samkvæmt upplýsingum fréttastofu í eigu Íslandshótela. Ólafur Torfason eigandi hótelsins sagði í samtali við fréttastofu vegna málsins að fyrirtækið Green Parking sjái um allan rekstur þess stæðis. Green parking hafi sett upp búnað og sjái um tæknimál. Afnotagjald af stæðinu fari til Green parking og Íslandshótela. Klukkustundin kostar sex hundruð krónur fyrstu þrjá tímanna en eftir það kostar tvö hundruð og fimmtíu krónur að leggja þar. Ólafur segir að þessi nýja lausn hafi skilað hótelinu ánægðari viðskiptavinum. Domus Medica hefur tekið upp gjaldskyldu á Egilsgötu 3 allan sólarhringinn. Það þarf að skanna QR kóða til að fá upplýsingar um hver kostnaðurinn er.Vísir/Arnar Fréttastofa komst líka af því í dag að nokkur gjaldsvæði eru í bílakjallaranum undir og við Hörpu og mismunandi hvaða gjald er tekið ef fólk lendir í vanskilum. Viðamikil rannsókn fram undan Neytendastofa hefur fallist á kröfu FIB um að rannsaka málið. Þórunn Anna Árnadóttir forstjóri Neytendastofu segir málið viðamikið og því muni taka tíma að fá niðurstöðu úr því. „Það sem við getum helst gert er að koma með athugasemdir við upplýsingagjöf. Hvort merkingar séu nógu skýrar, hvort nægar upplýsingar séu um það gjaldtöku og hver sé að rukka. Þetta er frekar viðamikið. Það eru margir aðilar sem sjá um svona rekstur. Í framhaldinu getum við tekið ákvörðun um að banna háttsemina eða að gera kröfu um skýrari merkingar,“ segir Þórunn að lokum. Fréttin var sýnd í fréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 sem er á ný í opinni dagskrá. Tímann í heild má sjá að neðan. Bílar Bílastæði Reykjavík Neytendur Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir græðgisvæðingu í gangi á bílastæðamarkaði þar sem sífellt fleiri fyrirtæki reyni að fá bita af kökunni. Oft sé erfitt að fyrir neytendur að glöggva sig á gjaldtökunni, hvað þá ef þeir séu sektaðir. Félagið hafi óskað eftir liðsinni Neytendastofu í málinu. Við lauslega rannsókn fréttastofu í dag kom í ljós að mörg fyrirtæki sjá um að rukka inn fyrir bílastæði hér á landi og afar misjafnt er hvað, hvenær og hvernig á að greiða fyrir stæðin. Hvernig upplýsingum er komið á framfæri og hver sektin er ef fólk greiðir ekki fyrir stæði. Klukkustund á þúsund krónur Við Barónstíg 4 í Reykjavík eru til að mynda tvö gjaldstæði. Annað er við verslunina 10-11 og kostar eitt þúsund krónur á tímann að leggja þar þar. Á sama svæði er annað bílastæði sem er samkvæmt upplýsingum fréttastofu í eigu Íslandshótela. Ólafur Torfason eigandi hótelsins sagði í samtali við fréttastofu vegna málsins að fyrirtækið Green Parking sjái um allan rekstur þess stæðis. Green parking hafi sett upp búnað og sjái um tæknimál. Afnotagjald af stæðinu fari til Green parking og Íslandshótela. Klukkustundin kostar sex hundruð krónur fyrstu þrjá tímanna en eftir það kostar tvö hundruð og fimmtíu krónur að leggja þar. Ólafur segir að þessi nýja lausn hafi skilað hótelinu ánægðari viðskiptavinum. Domus Medica hefur tekið upp gjaldskyldu á Egilsgötu 3 allan sólarhringinn. Það þarf að skanna QR kóða til að fá upplýsingar um hver kostnaðurinn er.Vísir/Arnar Fréttastofa komst líka af því í dag að nokkur gjaldsvæði eru í bílakjallaranum undir og við Hörpu og mismunandi hvaða gjald er tekið ef fólk lendir í vanskilum. Viðamikil rannsókn fram undan Neytendastofa hefur fallist á kröfu FIB um að rannsaka málið. Þórunn Anna Árnadóttir forstjóri Neytendastofu segir málið viðamikið og því muni taka tíma að fá niðurstöðu úr því. „Það sem við getum helst gert er að koma með athugasemdir við upplýsingagjöf. Hvort merkingar séu nógu skýrar, hvort nægar upplýsingar séu um það gjaldtöku og hver sé að rukka. Þetta er frekar viðamikið. Það eru margir aðilar sem sjá um svona rekstur. Í framhaldinu getum við tekið ákvörðun um að banna háttsemina eða að gera kröfu um skýrari merkingar,“ segir Þórunn að lokum. Fréttin var sýnd í fréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 sem er á ný í opinni dagskrá. Tímann í heild má sjá að neðan.
Bílar Bílastæði Reykjavík Neytendur Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira