Varnargarðar utan um fólkið í Grindavík Guðbrandur Einarsson skrifar 18. apríl 2024 07:30 Í síðustu viku fór tími Alþingis ekki í neitt nema að bíða eftir því að hulunni yrði svipt af nýrri (eða lítillega breyttri) ríkisstjórn. Önnur og mun mikilvægari verkefni voru látin sitja á hakanum. Verkefni eins og fjármálaáætlun, sem stýrir því hvernig tekjum ríkisins verði ráðstafað á næstu árum. Nú er loksins búið að leggja hana fram og samkvæmt henni er bara alls ekki ljóst hvernig þessi nýja gamla ríkisstjórn ætlar að fara betur með fé almennings og draga úr verðbólgu. Eins hefur tafist að fylgja eftir fögrum orðum um aðstoð við Grindvíkinga. Það sem hefur verið gert hingað til er hvergi nærri nóg. Fjölmargir íbúar falla utan úrræðisins um uppkaup íbúðarhúsnæðis og smærri atvinnurekendur í bænum sitja í mörgum tilvikum eftir allslausir. Þá hefur bæjarstjórn Grindavíkur nú staðfest að skólahald mun ekki fara fram í Grindavík í haust. Þetta er stór ákvörðun sem hefur mikil áhrif. Bætum við lögheimilisflutningum þeirra Grindvíkinga sem munu selja Þórkötlu húsnæði sitt þá er ljóst að fjárhagsstaða sveitarfélagsins verður gjörbreytt næsta vetur. Fulltrúar margra smærri fyrirtækja í Grindavík hafa mætt á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og kynnt fyrir nefndinni fjárhagsstöðu fyrirtækja sinna. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að staða þeirra sé orðin mjög slæm þegar þau hafa ekki getað verið með starfsemi frá því að hamfarirnar hófust eða í rúma fimm mánuði. Ákall þessa fólks eftir liðsinni hefur engu skilað. Styrkir fyrir launum breyta því ekki að eigið fé þeirra brennur hratt upp. Það gefur augaleið að þú rekur ekki þjónustufyrirtæki án íbúa. Þolinmæði Grindvíkinga er á þrotum og nú er svo komið að boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli vegna stöðunnar sem uppi er. Það dugar ekki að byggja bara varnargarða utan um byggðina í Grindavík. Við þurfum varnargarða utan um fólkið sem þar bjó. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Viðreisn Grindavík Guðbrandur Einarsson Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku fór tími Alþingis ekki í neitt nema að bíða eftir því að hulunni yrði svipt af nýrri (eða lítillega breyttri) ríkisstjórn. Önnur og mun mikilvægari verkefni voru látin sitja á hakanum. Verkefni eins og fjármálaáætlun, sem stýrir því hvernig tekjum ríkisins verði ráðstafað á næstu árum. Nú er loksins búið að leggja hana fram og samkvæmt henni er bara alls ekki ljóst hvernig þessi nýja gamla ríkisstjórn ætlar að fara betur með fé almennings og draga úr verðbólgu. Eins hefur tafist að fylgja eftir fögrum orðum um aðstoð við Grindvíkinga. Það sem hefur verið gert hingað til er hvergi nærri nóg. Fjölmargir íbúar falla utan úrræðisins um uppkaup íbúðarhúsnæðis og smærri atvinnurekendur í bænum sitja í mörgum tilvikum eftir allslausir. Þá hefur bæjarstjórn Grindavíkur nú staðfest að skólahald mun ekki fara fram í Grindavík í haust. Þetta er stór ákvörðun sem hefur mikil áhrif. Bætum við lögheimilisflutningum þeirra Grindvíkinga sem munu selja Þórkötlu húsnæði sitt þá er ljóst að fjárhagsstaða sveitarfélagsins verður gjörbreytt næsta vetur. Fulltrúar margra smærri fyrirtækja í Grindavík hafa mætt á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og kynnt fyrir nefndinni fjárhagsstöðu fyrirtækja sinna. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að staða þeirra sé orðin mjög slæm þegar þau hafa ekki getað verið með starfsemi frá því að hamfarirnar hófust eða í rúma fimm mánuði. Ákall þessa fólks eftir liðsinni hefur engu skilað. Styrkir fyrir launum breyta því ekki að eigið fé þeirra brennur hratt upp. Það gefur augaleið að þú rekur ekki þjónustufyrirtæki án íbúa. Þolinmæði Grindvíkinga er á þrotum og nú er svo komið að boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli vegna stöðunnar sem uppi er. Það dugar ekki að byggja bara varnargarða utan um byggðina í Grindavík. Við þurfum varnargarða utan um fólkið sem þar bjó. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun